Inga snortin yfir stuðningnum: „Ég er nú ekki að fara að skæla eins og áður“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2021 00:23 Inga Sæland var í gleðivímu þegar hún mætti í kosningasjónvarp Stöðvar 2. Samkvæmt fyrstu tölum er Flokkur fólksins með 11,7 prósent atkvæða á landsvísu. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hæstánægð með þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir, og hefur komið fram í nýjustu tölum í kvöld. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður voru kynntar fyrir stuttu þar sem flokkurinn fékk 7,6 prósent atkvæða sem búið er að telja. Samkvæmt þessu mun Tómas A. Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og hann er betur þekktur, komast inn á þing fyrir flokkinn en hann er í oddvitasæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Ég er alveg ofurglöð, ofurglöð. Ég er bara snortin, ég verð að segja það. Ég er nú ekki að fara að skæla eins og einhvern tíma áður en ég er ofboðslega snortin yfir öllu þessu,“ sagði Inga þegar fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður bárust. Inga segist hæstánægð með fyrstu tölur. „Miðað við skoðanakannanir þá hlýt ég að vera það. Þær hafa ekki alltaf verið okkur hliðhollar í Flokki fólksins, hvorki fyrir þessar kosningar né þær síðustu en við erum vön að finna mótbyr. Þannig að við gleðjumst líka alltaf þegar við finnum þennan mikla meðbyr og í rauninni allan tímann núna í þessari kosningabaráttu, sem er búin að vera stutt og snörp, þá verð ég að segja að ég hef aldrei fundið aðra eins hlýju, umhyggju og hvatningu,“ sagði Inga þegar hún kíkti til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, í kosningavakt Stöðvar 2. „Ég bar þá von í brjósti að ég skynjaði það rétt að fólkið okkar væri að fara að halda utan um okkur og væri að fara að hlusta á það sem við höfum að segja.“ Flokkur fólksins hefur eins og áður segir verið að raka að sér atkvæðum og er á blússandi siglingu eins og Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, sagði fyrr í kvöld. Miðflokkurinn hefur ekki verið eins sigursæll það sem af er kvöldi en tveir þingmenn Flokks fólksins gengu til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu. Er þetta sæt hefnd? „Ég er ekki að hefna mín á þeim, alls ekki en ég held að kjósendur, þetta er náttúrulega okkar lýðræðisdagur, þetta er algjörlega í höndum kjósenda og þau eru að velja og segja hvað þau vilja,“ svarar Inga. Þú ert snortin af þessum fyrstu tölum? „Auðvitað hlýt ég að vera það, það er gríðarleg ábyrgð sem ég finn fyrir akkúrat núna ef þetta verður niðurstaða kosninganna, sem við erum að horfa upp á samkvæmt fyrstu tölum, þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér, virkilega farið að stíga fram og farið að gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir. Ég veit að fólkið okkar og allir vita að við erum sönn. Það vita það allir sem vita vilja,“ segir Inga. Værir þú til í að gangast til liðs við ríkisstjórnina ef þú kæmist í þá stöðu? „Eins og ég hef sagt alla kosningabaráttuna þá er það okkar prinsippmál, sem er að útrýma fátækt, og við höfum ekkert kvikað frá því. Við erum sönn og við meinum það sem við segjum og segjum bara það sem við meinum og ef ríkisstjórnin er tilbúin að ganga til liðs við okkur hvað það varðar þá erum við til í hvað sem er en númer eitt, tvö og þrjú ætlum við að útrýma fátækt og hjálpa fólkinu okkar.“ Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður voru kynntar fyrir stuttu þar sem flokkurinn fékk 7,6 prósent atkvæða sem búið er að telja. Samkvæmt þessu mun Tómas A. Tómasson, eða Tommi á Búllunni eins og hann er betur þekktur, komast inn á þing fyrir flokkinn en hann er í oddvitasæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Ég er alveg ofurglöð, ofurglöð. Ég er bara snortin, ég verð að segja það. Ég er nú ekki að fara að skæla eins og einhvern tíma áður en ég er ofboðslega snortin yfir öllu þessu,“ sagði Inga þegar fyrstu tölur úr Reykjavíkurkjördæmi norður bárust. Inga segist hæstánægð með fyrstu tölur. „Miðað við skoðanakannanir þá hlýt ég að vera það. Þær hafa ekki alltaf verið okkur hliðhollar í Flokki fólksins, hvorki fyrir þessar kosningar né þær síðustu en við erum vön að finna mótbyr. Þannig að við gleðjumst líka alltaf þegar við finnum þennan mikla meðbyr og í rauninni allan tímann núna í þessari kosningabaráttu, sem er búin að vera stutt og snörp, þá verð ég að segja að ég hef aldrei fundið aðra eins hlýju, umhyggju og hvatningu,“ sagði Inga þegar hún kíkti til Heimis Más Péturssonar, fréttamanns, í kosningavakt Stöðvar 2. „Ég bar þá von í brjósti að ég skynjaði það rétt að fólkið okkar væri að fara að halda utan um okkur og væri að fara að hlusta á það sem við höfum að segja.“ Flokkur fólksins hefur eins og áður segir verið að raka að sér atkvæðum og er á blússandi siglingu eins og Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur, sagði fyrr í kvöld. Miðflokkurinn hefur ekki verið eins sigursæll það sem af er kvöldi en tveir þingmenn Flokks fólksins gengu til liðs við Miðflokkinn á kjörtímabilinu. Er þetta sæt hefnd? „Ég er ekki að hefna mín á þeim, alls ekki en ég held að kjósendur, þetta er náttúrulega okkar lýðræðisdagur, þetta er algjörlega í höndum kjósenda og þau eru að velja og segja hvað þau vilja,“ svarar Inga. Þú ert snortin af þessum fyrstu tölum? „Auðvitað hlýt ég að vera það, það er gríðarleg ábyrgð sem ég finn fyrir akkúrat núna ef þetta verður niðurstaða kosninganna, sem við erum að horfa upp á samkvæmt fyrstu tölum, þá er ég komin í þá stöðu að ég get virkilega farið að beita mér, virkilega farið að stíga fram og farið að gera það sem ég hef verið að boða og Flokkur fólksins hefur staðið fyrir. Ég veit að fólkið okkar og allir vita að við erum sönn. Það vita það allir sem vita vilja,“ segir Inga. Værir þú til í að gangast til liðs við ríkisstjórnina ef þú kæmist í þá stöðu? „Eins og ég hef sagt alla kosningabaráttuna þá er það okkar prinsippmál, sem er að útrýma fátækt, og við höfum ekkert kvikað frá því. Við erum sönn og við meinum það sem við segjum og segjum bara það sem við meinum og ef ríkisstjórnin er tilbúin að ganga til liðs við okkur hvað það varðar þá erum við til í hvað sem er en númer eitt, tvö og þrjú ætlum við að útrýma fátækt og hjálpa fólkinu okkar.“
Alþingiskosningar 2021 Flokkur fólksins Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira