Fullveldi og lýðræði haldast í hendur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. september 2021 22:45 Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði).
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun