Spilaborgir félagsmálaráðherra Þorsteinn Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:00 Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar