Umdeild endurskoðun í Arizona staðfestir sigur Biden Kjartan Kjartansson skrifar 24. september 2021 09:00 Starfsmenn Cyberninjas liggja yfir atkvæðaseðlum í íþróttahúsi í Phoenix, stærstu borg Arizona. Endurskoðun fyrirtækisins tók mun lengri tíma en til stóð og kostaði hundruð milljónir íslenskra króna. Á endanum virðist hún aðeins hafa staðfest opinber úrslit kosninganna. AP/Matt York Sex mánaða löng og afar umdeild endurskoðun einkafyrirtækis á úrslitum bandarísku forsetakosninganna í Arizona sem repúblikanar létu fara fram sýndi að opinber úrslit voru rétt. Stofnað var til könnunarinnar vegna samsæriskenninga um að stórfelld svik hefðu kostað Donald Trump sigurinn í Arizona og fleiri ríkjum. Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Arizona ákváðu að ráðast í endurskoðunina þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri og repúblikani, hefði staðfest úrslitin, ríkis- og alríkisdómara hafnað ásökunum um svindl og að tvær endurskoðanir og endurtalning hefðu þegar farið fram. Það gerðu þeir einnig þrátt fyrir háværar mótbárur demókrata og repúblikana sem sáu um framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu Arizona. Lögðu þeir hald á kosningavélar og fleiri en tvær milljónir atkvæða frá Maricopa. Fengu þeir einkafyrirtækið Cyberninjas til að sjá um endurskoðunina en eigandi þess hafði þá tekið undir stoðlausar ásakanir Trump, fyrrverandi forseta, um kosningasvik. Sérfræðingar gagnrýndu aðferðir Cyberninjas við endurskoðunina og sögðu þær viðvaningslegar og hlutdrægar, að sögn Washington Post. Sýndu að Biden fékk enn fleiri atkvæði og Trump enn færri Úttektin hefur dregist verulega á langin en henni átti upphaflega að ljúka í sumar. Bandarískir fjölmiðlar segja nú að til standi að kynna niðurstöður úttektar Cyberninjas í dag. Þeir hafa margir komist yfir drög að skýrslu fyrirtækisins. Drögin staðfesta ekki aðeins sigur Joe Biden heldur sýna að munurinn á þeim Trump var í raun örlítið meiri en í opinberum tölum. Biden fékk 99 fleiri atkvæði samkvæmt úttektinni en Trump 261 atkvæði færra, að sögn New York Times. Talsmaður endurskoðunarinnar segir að skýrsludrögin séu lík endanlegri skýrslunni. „Voru stófelld svik eða eitthvað? Það lítur ekki þannig út,“ segir hann. Niðurstöðurnar virðast kippa fótunum undan ásökunum Trump sem vonaðist til að endurskoðunin í Arizona yrði sú fyrsta af mörgum sem sýndu að hann hefði verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Skýrsluhöfundar virðast reyna að baktryggja sig gegn væntanlega hörðum viðbrögðum fyrrverandi forsetans með því að segja að það geti verið að kjörstjórnir hafi tekið við ólögmætum atkvæðum sem sýslurnar hafi svo talið. Segja þeir að frekari rannsóknar sé þörf. Yfirvöld í Marcopa-sýslu, þar sem repúblikanar fara einnig með völdin, tístu um drögin að skýrslunni í gær og sögðu þau staðfesta opinberar tölur. „Því miður er skýrslan líka full af mistökum og röngum ályktunum um hvernig Maricopa-sýsla stýrði kosningunum árið 2020,“ tístu sýsluyfirvöld. Unfortunately, the report is also littered with errors & faulty conclusions about how Maricopa County conducted the 2020 General Election.— Maricopa County (@maricopacounty) September 24, 2021 Kostnaðurinn við úttektina á kosningaúrslitunum er sagður hafa numið um 5,7 milljónum dollara, jafnvirði meira en 730 milljóna íslenskra króna. Hægriöfgahópar og stuðningsmenn Trump fjármögnuðu verkið að mestu leyti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins í Arizona ákváðu að ráðast í endurskoðunina þrátt fyrir að Doug Ducey, ríkisstjóri og repúblikani, hefði staðfest úrslitin, ríkis- og alríkisdómara hafnað ásökunum um svindl og að tvær endurskoðanir og endurtalning hefðu þegar farið fram. Það gerðu þeir einnig þrátt fyrir háværar mótbárur demókrata og repúblikana sem sáu um framkvæmd kosninganna í Maricopa-sýslu, fjölmennustu sýslu Arizona. Lögðu þeir hald á kosningavélar og fleiri en tvær milljónir atkvæða frá Maricopa. Fengu þeir einkafyrirtækið Cyberninjas til að sjá um endurskoðunina en eigandi þess hafði þá tekið undir stoðlausar ásakanir Trump, fyrrverandi forseta, um kosningasvik. Sérfræðingar gagnrýndu aðferðir Cyberninjas við endurskoðunina og sögðu þær viðvaningslegar og hlutdrægar, að sögn Washington Post. Sýndu að Biden fékk enn fleiri atkvæði og Trump enn færri Úttektin hefur dregist verulega á langin en henni átti upphaflega að ljúka í sumar. Bandarískir fjölmiðlar segja nú að til standi að kynna niðurstöður úttektar Cyberninjas í dag. Þeir hafa margir komist yfir drög að skýrslu fyrirtækisins. Drögin staðfesta ekki aðeins sigur Joe Biden heldur sýna að munurinn á þeim Trump var í raun örlítið meiri en í opinberum tölum. Biden fékk 99 fleiri atkvæði samkvæmt úttektinni en Trump 261 atkvæði færra, að sögn New York Times. Talsmaður endurskoðunarinnar segir að skýrsludrögin séu lík endanlegri skýrslunni. „Voru stófelld svik eða eitthvað? Það lítur ekki þannig út,“ segir hann. Niðurstöðurnar virðast kippa fótunum undan ásökunum Trump sem vonaðist til að endurskoðunin í Arizona yrði sú fyrsta af mörgum sem sýndu að hann hefði verið raunverulegur sigurvegari kosninganna. Skýrsluhöfundar virðast reyna að baktryggja sig gegn væntanlega hörðum viðbrögðum fyrrverandi forsetans með því að segja að það geti verið að kjörstjórnir hafi tekið við ólögmætum atkvæðum sem sýslurnar hafi svo talið. Segja þeir að frekari rannsóknar sé þörf. Yfirvöld í Marcopa-sýslu, þar sem repúblikanar fara einnig með völdin, tístu um drögin að skýrslunni í gær og sögðu þau staðfesta opinberar tölur. „Því miður er skýrslan líka full af mistökum og röngum ályktunum um hvernig Maricopa-sýsla stýrði kosningunum árið 2020,“ tístu sýsluyfirvöld. Unfortunately, the report is also littered with errors & faulty conclusions about how Maricopa County conducted the 2020 General Election.— Maricopa County (@maricopacounty) September 24, 2021 Kostnaðurinn við úttektina á kosningaúrslitunum er sagður hafa numið um 5,7 milljónum dollara, jafnvirði meira en 730 milljóna íslenskra króna. Hægriöfgahópar og stuðningsmenn Trump fjármögnuðu verkið að mestu leyti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Donald Trump Joe Biden Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira