Lausn á vanda heilbrigðiskerfis Eggert Eyjólfsson skrifar 23. september 2021 20:01 1. Tryggja að fólk vilji vinna í heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf að semja við starfsfólkið. Þar má helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk (sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og líklega ótal fleiri). Þetta kostar peninga. 2. Skapa ásættanlegt vinnuumhverfi. Að vera á fullu, alltaf, alla daga er ekki vænlegt til árangurs eða ánægju. Það þarf fleiri rúm, það þarf sveigjanleika. Virkja þá innviði sem þegar eru til staðar. Fullbúin sjúkrahús á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað geta, ef fjármagn og vilji er fyrir hendi tekið að sér fleiri verkefni. Opna á fjölbreyttari rekstrarform en nú er í heilbrigðisþjónustu. Pólitískar kreddur um endaulasan opinberan rekstur eru í besta falli mjög gamaldags og ó-norræn nálgun, en í versta falli hættuleg kerfinu. 3. Alvöru stefnumörkun og eftirfylgni. Heilbrigðisstefna til 2030 er ekki stefna. Það er meira eins og óskalisti, en ekki aðgerðarplan sem á að fara eftir. Heilbrigðiskerfið vantar sárlega stjórnun. Tilfinningin er sú að þar ráði enginn, en að stjórnendur séu mýmargir. Það þarf að skipa sjálfstæða stjórn yfir Landspítalanum, sem heyrir undir ráðherra. Það þarf að skipa stjórn yfir minni sjúkrahúsunum, til að samhæfa rekstur og fylgja eftir heildarstefnu um framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landinu. Til þess að hægt sé að stjórna, þarf stefnu til að fara eftir. Henni þarf líka að fylgja fjármagn. Lykilatriðið er svo að framkvæmdum verkum fylgi fjármagn, en það er öllum algerlega augljóst að rekstur heilbrigðiskerfis á föstum fjárlögum er ekki mögulegur. 4. Stjórnun og ábyrgð Það þarf einhver að ráða. Það þarf einhver að taka ákvörðun. Það verða ekki allir ánægðir, alltaf. Stundum þarf að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Til þess þarf stjórnir sem eru hæfar til verksins. Að lokum Kröfur til gæða og árangurs í heilbrigðisþjónustu hafa vaxið mikið undanfarin ár. Það eru gerðar kröfur um gæðaeftirlit, árangur og framleiðni í þjónustunni sem og kröfur um kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Þetta kostar peninga og tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir hornsteinar þjónustunnar séu aftar á merinni en aðrir. Það þarf fólk til að sinna þessu, þessu fólki verður að umbuna og það þarf starfsaðstöðu, eins og aðrir starfsmenn. Heilbrigðiskerfið á Íslandi var einu sinni gott. Þar var fólk stolt af sinni vinnu og sínum vinnustöðum. Þar voru margar tiltölulega smáar einingar sem skiluðu sínu. Síðan hafa liðið mörg ár, kröfurnar eru aðrar og umhverfið gjörbreytt. Sífelldar kröfur um hagræðingu, spretthlaup og heljarstökk hafa tekið sinn toll. Fólk er langþreytt. Til að draga heilbrigðiskerfið upp úr þeim forarpytti sem það er pikkfast í þarf að gera eitthvað. Það þarf nýja nálgun, ábyrga stjórnun og nægt fjármagn til að koma breytingum til leiða. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
1. Tryggja að fólk vilji vinna í heilbrigðiskerfinu. Til þess þarf að semja við starfsfólkið. Þar má helst nefna hjúkrunarfræðinga og sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk (sérfræðilækna, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, talmeinafræðinga og líklega ótal fleiri). Þetta kostar peninga. 2. Skapa ásættanlegt vinnuumhverfi. Að vera á fullu, alltaf, alla daga er ekki vænlegt til árangurs eða ánægju. Það þarf fleiri rúm, það þarf sveigjanleika. Virkja þá innviði sem þegar eru til staðar. Fullbúin sjúkrahús á Selfossi, Keflavík, Akranesi, Ísafirði, Akureyri og Neskaupsstað geta, ef fjármagn og vilji er fyrir hendi tekið að sér fleiri verkefni. Opna á fjölbreyttari rekstrarform en nú er í heilbrigðisþjónustu. Pólitískar kreddur um endaulasan opinberan rekstur eru í besta falli mjög gamaldags og ó-norræn nálgun, en í versta falli hættuleg kerfinu. 3. Alvöru stefnumörkun og eftirfylgni. Heilbrigðisstefna til 2030 er ekki stefna. Það er meira eins og óskalisti, en ekki aðgerðarplan sem á að fara eftir. Heilbrigðiskerfið vantar sárlega stjórnun. Tilfinningin er sú að þar ráði enginn, en að stjórnendur séu mýmargir. Það þarf að skipa sjálfstæða stjórn yfir Landspítalanum, sem heyrir undir ráðherra. Það þarf að skipa stjórn yfir minni sjúkrahúsunum, til að samhæfa rekstur og fylgja eftir heildarstefnu um framkvæmd heilbrigðisþjónustu á landinu. Til þess að hægt sé að stjórna, þarf stefnu til að fara eftir. Henni þarf líka að fylgja fjármagn. Lykilatriðið er svo að framkvæmdum verkum fylgi fjármagn, en það er öllum algerlega augljóst að rekstur heilbrigðiskerfis á föstum fjárlögum er ekki mögulegur. 4. Stjórnun og ábyrgð Það þarf einhver að ráða. Það þarf einhver að taka ákvörðun. Það verða ekki allir ánægðir, alltaf. Stundum þarf að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. Til þess þarf stjórnir sem eru hæfar til verksins. Að lokum Kröfur til gæða og árangurs í heilbrigðisþjónustu hafa vaxið mikið undanfarin ár. Það eru gerðar kröfur um gæðaeftirlit, árangur og framleiðni í þjónustunni sem og kröfur um kennslu heilbrigðisstétta og vísindarannsóknir. Þetta kostar peninga og tíma. Það er ekki hægt að ætlast til þess að þessir hornsteinar þjónustunnar séu aftar á merinni en aðrir. Það þarf fólk til að sinna þessu, þessu fólki verður að umbuna og það þarf starfsaðstöðu, eins og aðrir starfsmenn. Heilbrigðiskerfið á Íslandi var einu sinni gott. Þar var fólk stolt af sinni vinnu og sínum vinnustöðum. Þar voru margar tiltölulega smáar einingar sem skiluðu sínu. Síðan hafa liðið mörg ár, kröfurnar eru aðrar og umhverfið gjörbreytt. Sífelldar kröfur um hagræðingu, spretthlaup og heljarstökk hafa tekið sinn toll. Fólk er langþreytt. Til að draga heilbrigðiskerfið upp úr þeim forarpytti sem það er pikkfast í þarf að gera eitthvað. Það þarf nýja nálgun, ábyrga stjórnun og nægt fjármagn til að koma breytingum til leiða. Höfundur er læknir.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun