Rótgrónir heildsölurisar fá að sameinast Þorgils Jónsson skrifar 23. september 2021 18:01 Heildsölurekstur Ó. Johnson og Kaaber, Sælkeradreifingar og ÍSAM var samþykktur af Samkeppniseftirlitinu, með skilyrðum þó. ÍSAM, Ó. Johnson & Kaaber og Sælkeradreifing hafa fengið heimild frá Samkeppniseftirlitinu til sameiningar á heildsölurekstri. Samkeppniseftirlitið birti í dag ákvörðun þess efnis en sameiningunni fylgja skilyrði þar sem fyrirtækin skuldbinda sig til að „eyða þeirri samkeppnisröskun sem samruninn hefði að öðrum kosti leitt til“. Samkomulagið felur í sér að fyrirtækin þrjú skuldbinda sig til þess að tryggja rekstrarlegan aðskilnað milli sameinaðs fyrirtækis og tengds reksturs eigenda félaganna, einkum Myllunnar. Heildsölurekstur samstæðunnar mun fara fram í nýju félagi sem aðskilið verður annarri starfsemi. Samrunaaðilar skuldbinda sig einnig til þess að grípa til sértækari aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum samrunans en þær aðgerðir verða tilkynntar síðar. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að næstu vikur verði nýttar í að sameina rekstur fyrirtækjanna undir merkjum sameiginlegs félags. Ó. Johnson & Kaaber var stofnað 1906 og keypti Sælkeradreifingu árið 2006, en keffibrennsluhluti fyrirtækisins, Nýja Kaffibrennslan og Kaffitár, verður ekki hluti af fyrirhugaðri sameiningu. ÍSAM var stofnað árið 1964 og hét áður Íslensk-Ameríska. Framleiðsluhluti fyrirtækisins, Myllan, Ora, Frón og Kexsmiðjan á Akureyri verður áfram í eigu núverandi hluthafa. Samkeppnismál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Samkomulagið felur í sér að fyrirtækin þrjú skuldbinda sig til þess að tryggja rekstrarlegan aðskilnað milli sameinaðs fyrirtækis og tengds reksturs eigenda félaganna, einkum Myllunnar. Heildsölurekstur samstæðunnar mun fara fram í nýju félagi sem aðskilið verður annarri starfsemi. Samrunaaðilar skuldbinda sig einnig til þess að grípa til sértækari aðgerða til að draga úr neikvæðum áhrifum samrunans en þær aðgerðir verða tilkynntar síðar. Í tilkynningu frá fyrirtækjunum segir að næstu vikur verði nýttar í að sameina rekstur fyrirtækjanna undir merkjum sameiginlegs félags. Ó. Johnson & Kaaber var stofnað 1906 og keypti Sælkeradreifingu árið 2006, en keffibrennsluhluti fyrirtækisins, Nýja Kaffibrennslan og Kaffitár, verður ekki hluti af fyrirhugaðri sameiningu. ÍSAM var stofnað árið 1964 og hét áður Íslensk-Ameríska. Framleiðsluhluti fyrirtækisins, Myllan, Ora, Frón og Kexsmiðjan á Akureyri verður áfram í eigu núverandi hluthafa.
Samkeppnismál Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira