Hundur sem bítur og klórar Daði Már Kristófersson skrifar 23. september 2021 12:30 Frá því ég man eftir mér hafa kosningar á Íslandi alltaf snúist um loforð. Ég varð mjög hissa þegar ég bjó í Noregi og varð vitni að kosningum þar. Hvar voru loforðin? Ég held að loforðin hér eigi sér skýringu. Við erum stöðugt að gera nýjar leiðréttingar á velferðarkerfinu. En þær duga skammt. Verðbólgan, sem ótöðugur gjaldmiðill skapar, étur þær upp. Ný aðkallandi vandamál koma upp og í kjölfarið ný loforð. Loforðastjórnmálin verða ofaná. Íslendingar eru eins og maður sem leyfir skapstygga hundinum sínum að sofa upp í hjá sér af því að án hans verður honum kalt. Þó hlýni um stund verðum hann á hverjum morgni að plástra ný bit og klórför eftir blessaðan hundinn. Væri ekki betra að hækka í ofnunum og láta hundinn sofa á gólfinu? Viðreisn þorir að ráðast að rótum vandans. Við ætlum að tryggja stöðugleika þannig að leiðréttingarnar verði varanlegar. Þetta er ástæðan fyrir mikilli áherslu Viðreisnar á stöðugt gengi krónunnar. Með stöðugu gengi hverfur ein meginuppspretta óstöðugleikans. Kostnaðurinn við að reka samfélagið lækkar og stefna í velferðarmálum getur staðið til lengri tíma. Plástrar verða óþarfir. Langtímasýn tekur við. Þitt er valið. Ef þú hefur fengið nóg af biti, klórum og plástrum settu þá X við C og kjóstu Viðreisn. Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Frá því ég man eftir mér hafa kosningar á Íslandi alltaf snúist um loforð. Ég varð mjög hissa þegar ég bjó í Noregi og varð vitni að kosningum þar. Hvar voru loforðin? Ég held að loforðin hér eigi sér skýringu. Við erum stöðugt að gera nýjar leiðréttingar á velferðarkerfinu. En þær duga skammt. Verðbólgan, sem ótöðugur gjaldmiðill skapar, étur þær upp. Ný aðkallandi vandamál koma upp og í kjölfarið ný loforð. Loforðastjórnmálin verða ofaná. Íslendingar eru eins og maður sem leyfir skapstygga hundinum sínum að sofa upp í hjá sér af því að án hans verður honum kalt. Þó hlýni um stund verðum hann á hverjum morgni að plástra ný bit og klórför eftir blessaðan hundinn. Væri ekki betra að hækka í ofnunum og láta hundinn sofa á gólfinu? Viðreisn þorir að ráðast að rótum vandans. Við ætlum að tryggja stöðugleika þannig að leiðréttingarnar verði varanlegar. Þetta er ástæðan fyrir mikilli áherslu Viðreisnar á stöðugt gengi krónunnar. Með stöðugu gengi hverfur ein meginuppspretta óstöðugleikans. Kostnaðurinn við að reka samfélagið lækkar og stefna í velferðarmálum getur staðið til lengri tíma. Plástrar verða óþarfir. Langtímasýn tekur við. Þitt er valið. Ef þú hefur fengið nóg af biti, klórum og plástrum settu þá X við C og kjóstu Viðreisn. Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar