Pólitískar jólagjafir í atkvæðaskyni hafa tíðkast lengi Jakob Bjarnar skrifar 24. september 2021 09:03 Eiríkur Bergmann tekur skýrt fram að hann sé ekki að vísa til neinnar tiltekinnar embættisfærslu ráðamanna en það sé þekkt, og hefur í raun tíðkast í áratugi, að fjárveitingahafi deili út opinberu fé til þess að hafa áhrif á kosningar. vísir/vilhelm Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir það hafa verið landlægt að útgjöld ríkisstjórna aukist á kosningaári. „Þetta er auðvitað misjafnt eftir ráðherrum. En útdeiling sleikibrjóstsykurs hefur tíðkast nær alla þá tíð sem opinber fjárveiting hefur verið til.“ Eiríkur vill taka skýrt fram að í þeim efnum er hann er ekki að vísa í neinar tilteknar athafnir eða aðgerðir í aðdraganda þessara kosninga. „En samt sem áður, þrátt fyrir að um alvanalega háttsemi sé að ræða, þá er það nú þó talin ein tegund spillingar, að fjárveitingahafi deili út opinberu fé til þess að hafa áhrif á kosningar.“ Skjáskot af vef stjórnarráðsins. Í þessum mánuði eru óteljandi tilkynningar; ráðherrar að skrifa undir samstarfssamninga og liðka til fyrir góðum málum.stjórnarráðið skjáskot Ráðherrar hafa verið áberandi á myndum að undanförnu þar sem þeir hafa verið, í nafni ríkisins, að gangast fyrir einhverju því sem fyrirfram má telja að séu þjóðþrifamál, í það minnsta eitthvað sem höfðar til tiltekins hóps kjósenda. Þannig getur reynst fróðlegt að fara inn á vef stjórnarráðsins og sjá tilkynningarnar þar um. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ekkert væri óeðlilegt þó ganga þyrfti frá málum sem hafa verið lengi í undirbúningi, að þetta væri orðið afturhlaðið. Eggjahljóð í frambjóðendum Í Pallborði Vísis í vikunni voru þingmenn sem nú eru að kveðja, Jón Þór Ólafsson Pírötum, Sigríður Á. Andersen Sjálfstæðisflokki og Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum, sammála um að kjörtímabilið væri að einhverju leyti hálfgert ómark vegna Kórónuveirufaraldursins. Það hafi ekki reynt eins mikið á þær átakalínur sem öðrum kosti hefði mátt ætla að hefðu getað reynst stjórnarflokkunum erfiðar. En nú á lokametrunum hefur soðið uppúr milli stjórnarliða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við nýlegar friðlýsingar. Þetta hafi hann farið með án samráðs eða þinglegrar meðferðar. Dæmi um annað mál sem menn hafa viljað kenna við þetta tiltekna fyrirbæri, að ráðherrar fari um á lokametrum kjörtímabils og slái um sig, er fyrirhugaður styrkur til Þjóðhátíðar í Eyjum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindi frá því í gær, eftir síðasta formlega fund sitjandi ríkisstjórnar, að það hafi verið rætt þar og talið vert að stuðla að því að hátíðir sem fella hefur þurft niður vegna sóttvarnaraðgerða bæri að styrkja. Þar er fyrst og síðast um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Athugasemdakerfið hefur logað vegna þessa og fullyrða ýmsir að þarna sé verið að kaupa atkvæði. „Það kann að vera, að fólk hafi ekki sama þol fyrir augljósum pólitískum jólagjöfum í atkvæðaskyni og áður. En ég hef að vísu engin gögn um það,“ segir Eiríkur spurður hvort greina megi viðhorfsbreytingu gagnvart þessu sem tíðkast hefur svo lengi. Eiríkur telur ekki ósennilegt að komin sé fram meðvitund um það í seinni tíð að slíkt sé ekki heppilegt. Hugtakið kosningafjárlög vel þekkt Þannig getur orðið erfitt að greina á milli stjórnmálamanns í embættiserindagjörðum og svo stjórnmálamanns í framboði. Þegar það er borið undir Eirík hvort í þessu megi ef til vill greina brotalamir í kerfinu, að löggjafarþingið sé fyrst og síðast hugsað sem staður þar sem góssinu er skipt, vill hann setja fyrirvara við slíka nálgun. „Það er yfirleitt ekki þingið sem stendur í þessu á lokametrum fyrir kosningar, heldur einstaka ráðherrar. Hugtakið kosningaársfjárlög er að vísu vel þekkt og þar stendur upp á þingið. En hins vegar er erfiðara fyrir ríkisstjórnir nú að deila út gæðunum í aðdraganda kosninga með nýjum hætti við gerð fjárlaga, með lengri tíma fjármálaáætluninni sem stuðst er við í seinni tíð.“ Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
„Þetta er auðvitað misjafnt eftir ráðherrum. En útdeiling sleikibrjóstsykurs hefur tíðkast nær alla þá tíð sem opinber fjárveiting hefur verið til.“ Eiríkur vill taka skýrt fram að í þeim efnum er hann er ekki að vísa í neinar tilteknar athafnir eða aðgerðir í aðdraganda þessara kosninga. „En samt sem áður, þrátt fyrir að um alvanalega háttsemi sé að ræða, þá er það nú þó talin ein tegund spillingar, að fjárveitingahafi deili út opinberu fé til þess að hafa áhrif á kosningar.“ Skjáskot af vef stjórnarráðsins. Í þessum mánuði eru óteljandi tilkynningar; ráðherrar að skrifa undir samstarfssamninga og liðka til fyrir góðum málum.stjórnarráðið skjáskot Ráðherrar hafa verið áberandi á myndum að undanförnu þar sem þeir hafa verið, í nafni ríkisins, að gangast fyrir einhverju því sem fyrirfram má telja að séu þjóðþrifamál, í það minnsta eitthvað sem höfðar til tiltekins hóps kjósenda. Þannig getur reynst fróðlegt að fara inn á vef stjórnarráðsins og sjá tilkynningarnar þar um. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra sagði, í samtali við fréttastofu í gær, að ekkert væri óeðlilegt þó ganga þyrfti frá málum sem hafa verið lengi í undirbúningi, að þetta væri orðið afturhlaðið. Eggjahljóð í frambjóðendum Í Pallborði Vísis í vikunni voru þingmenn sem nú eru að kveðja, Jón Þór Ólafsson Pírötum, Sigríður Á. Andersen Sjálfstæðisflokki og Steingrímur J. Sigfússon Vinstri grænum, sammála um að kjörtímabilið væri að einhverju leyti hálfgert ómark vegna Kórónuveirufaraldursins. Það hafi ekki reynt eins mikið á þær átakalínur sem öðrum kosti hefði mátt ætla að hefðu getað reynst stjórnarflokkunum erfiðar. En nú á lokametrunum hefur soðið uppúr milli stjórnarliða. Vilhjálmur Árnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sakar Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfisráðherra um lögbrot og siðleysi í tengslum við nýlegar friðlýsingar. Þetta hafi hann farið með án samráðs eða þinglegrar meðferðar. Dæmi um annað mál sem menn hafa viljað kenna við þetta tiltekna fyrirbæri, að ráðherrar fari um á lokametrum kjörtímabils og slái um sig, er fyrirhugaður styrkur til Þjóðhátíðar í Eyjum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindi frá því í gær, eftir síðasta formlega fund sitjandi ríkisstjórnar, að það hafi verið rætt þar og talið vert að stuðla að því að hátíðir sem fella hefur þurft niður vegna sóttvarnaraðgerða bæri að styrkja. Þar er fyrst og síðast um að ræða Þjóðhátíð í Eyjum. Athugasemdakerfið hefur logað vegna þessa og fullyrða ýmsir að þarna sé verið að kaupa atkvæði. „Það kann að vera, að fólk hafi ekki sama þol fyrir augljósum pólitískum jólagjöfum í atkvæðaskyni og áður. En ég hef að vísu engin gögn um það,“ segir Eiríkur spurður hvort greina megi viðhorfsbreytingu gagnvart þessu sem tíðkast hefur svo lengi. Eiríkur telur ekki ósennilegt að komin sé fram meðvitund um það í seinni tíð að slíkt sé ekki heppilegt. Hugtakið kosningafjárlög vel þekkt Þannig getur orðið erfitt að greina á milli stjórnmálamanns í embættiserindagjörðum og svo stjórnmálamanns í framboði. Þegar það er borið undir Eirík hvort í þessu megi ef til vill greina brotalamir í kerfinu, að löggjafarþingið sé fyrst og síðast hugsað sem staður þar sem góssinu er skipt, vill hann setja fyrirvara við slíka nálgun. „Það er yfirleitt ekki þingið sem stendur í þessu á lokametrum fyrir kosningar, heldur einstaka ráðherrar. Hugtakið kosningaársfjárlög er að vísu vel þekkt og þar stendur upp á þingið. En hins vegar er erfiðara fyrir ríkisstjórnir nú að deila út gæðunum í aðdraganda kosninga með nýjum hætti við gerð fjárlaga, með lengri tíma fjármálaáætluninni sem stuðst er við í seinni tíð.“
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira