Facebook þarf að afhenda gögn um þjóðarmorð á róhingjum Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 10:34 Hatur á róhingjum í Búrma var dreift víða á Facebook í aðdraganda þjóðarmorðsins á þeim. Facebook brást seint við og hefur neitað að veita upplýsingar um reikninga sem það eyddi vegna færslnanna. Vísir/EPA Alríkisdómari í Bandaríkjunum skipaði samfélagsmiðlarisanum Facebook að gera opinber gögn um reikninga sem tengdust þjóðarmorði á róhingjum í Búrma en var lokað. Skammaði hann Facebook fyrir að afhenda ekki alþjóðlegum rannsakendum gögnin. Facebook hefur neitað að afhenda gögn um reikninga sem hvöttu til þjóðarmorð á róhingjum. Fyrirtækið ber fyrir sig að það væri lögbrot í Bandaríkjunum að veita upplýsingar um fjarskipti notenda þess. Dómari í Washington-borg sagði færslurnar sem um ræðir ekki njóta verndar á grundvelli þeirra laga. Afhenti Facebook ekki gögnin væri fyrirtækið að auka enn hörmungarnar sem hafa dunið á róhingjum, að því er segir í frétt Reuters. Fleiri en 730.000 róhingjamúslimar flúðu ofsóknir stjórnarhersins í Rakhine í Búrma árið 2017. Flóttamennirnir hafa lýst fjöldamorðum og nauðgunum. Hermenn eru sakaðir um að hafa myrt óbreytta borgara og kveikt í þorpum. Stjórnvöld í Búrma héldu því fram að þau ættu í höggi við uppreisnaröfl og neituðu að hafa framið kerfisbundin voðaverk. Þau hafa engu að síður verið sökuð um þjóðarmorð á vettvangi Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag. Gambísk stjórnvöld höfðuðu mál gegn Búrma þar og vilja þau frá gögnin frá Facebook í tengslum við málið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna töldu Facebbok hafa átt þátt í að dreifa hatri á róhingjum sem kynti undir ofbeldið gegn þeim. Fyrirtækið viðurkenndi sjálft að það hefði brugðist of seint við upplýsingafalsi og hatri í Búrma. Bandaríski alríkisdómarinn taldi að Facebook hefði gert rétt með að eyða reikningum sem deildu hatri á róhingjum en fyrirtækið hefði gert mistök með því að deila ekki upplýsingum um þá. Talsmaður Facebook sagði að fyrirtækið færi nú yfir niðurstöðu dómstólsins en benti á að það hefði þegar veitt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrma upplýsingar sjálfviljugt og í samræmi við lög. Facebook Róhingjar Mjanmar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira
Facebook hefur neitað að afhenda gögn um reikninga sem hvöttu til þjóðarmorð á róhingjum. Fyrirtækið ber fyrir sig að það væri lögbrot í Bandaríkjunum að veita upplýsingar um fjarskipti notenda þess. Dómari í Washington-borg sagði færslurnar sem um ræðir ekki njóta verndar á grundvelli þeirra laga. Afhenti Facebook ekki gögnin væri fyrirtækið að auka enn hörmungarnar sem hafa dunið á róhingjum, að því er segir í frétt Reuters. Fleiri en 730.000 róhingjamúslimar flúðu ofsóknir stjórnarhersins í Rakhine í Búrma árið 2017. Flóttamennirnir hafa lýst fjöldamorðum og nauðgunum. Hermenn eru sakaðir um að hafa myrt óbreytta borgara og kveikt í þorpum. Stjórnvöld í Búrma héldu því fram að þau ættu í höggi við uppreisnaröfl og neituðu að hafa framið kerfisbundin voðaverk. Þau hafa engu að síður verið sökuð um þjóðarmorð á vettvangi Alþjóðasakamáladómstólsins í Haag. Gambísk stjórnvöld höfðuðu mál gegn Búrma þar og vilja þau frá gögnin frá Facebook í tengslum við málið. Rannsakendur Sameinuðu þjóðanna töldu Facebbok hafa átt þátt í að dreifa hatri á róhingjum sem kynti undir ofbeldið gegn þeim. Fyrirtækið viðurkenndi sjálft að það hefði brugðist of seint við upplýsingafalsi og hatri í Búrma. Bandaríski alríkisdómarinn taldi að Facebook hefði gert rétt með að eyða reikningum sem deildu hatri á róhingjum en fyrirtækið hefði gert mistök með því að deila ekki upplýsingum um þá. Talsmaður Facebook sagði að fyrirtækið færi nú yfir niðurstöðu dómstólsins en benti á að það hefði þegar veitt rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna í Búrma upplýsingar sjálfviljugt og í samræmi við lög.
Facebook Róhingjar Mjanmar Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Sjá meira