Stjórnarmyndunarviðræður í fullum gangi í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2021 08:44 Jonas Gahr Støre reynir nú að mynda meirihlutastjórn með sósíalistum og Miðflokki. Takist það ekki gæti hann þurft að klambra saman minnihlutastjórn. Vísir/EPA Þrír flokkra af vinstri væng og miðju norskra stjórnmála koma saman til síns fyrsta fundar til að ræða mögulega stjórnarmyndun í dag. Framtíð olíuiðnaðarins, skattamál og samskiptin við Evrópusambandið eru talin helstu ágreiningsmál flokkanna. Ríkisstjórn Ernu Solberg féll í þingkosningunum í Noregi fyrr í þessum mánuði. Verkamannaflokkurinn, Vinstri sósíalistar og Miðflokkurinn unnu meirihluta þingsæta. Fastlega er búist við því að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Gahr Støre hefur fundað með Trygve Slagsvold Vedum, leiðtoga Miðflokksins, og Auðun Lysbakken, leiðtoga sósíalista, hvorum í sínum lagi síðustu vikuna en í dag funda þeir allir saman í fyrsta skipti svo vitað sé, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum skýrt umboð til breytinga úr kosningunum og við ætlum að ræða hvernig við getum látið þær breytingar verða. Ég er mjög bjartsýnn á það,“ sagði Gahr Støre við fréttamenn. Leiðtogarnir eru sagðir ætla að ræða hvort tilefni sé til að hefja ítarlegri viðræður í næstu viku eða hvort að Gahr Støre þurfi mögulega að mynda minnihlutastjórn. Ýmis ágreiningsmál eru á milli flokkanna. Loftslagsmál og olíuframleiðsla Norðmanna voru ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Sósíalistar vilja hætta leit að nýjum olíulindum á norsku hafsvæði en bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn eru andsnúnir því. Síðarnefndu flokkarnir óttast atvinnumissi þegar fjarar undan olíuiðnaðinum og vilja heldur að ríkið ýti undir að verkfræðiþekking úr olíuvinnslu nýtist við framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Um fjörutíu prósent af útflutningstekjum Noregs koma frá útflutningi á olíu og gasi. Norðmenn framleiða nú um fjórar milljónir tunnur á dag en búist er við því að framleiðslan byrji að dragast saman eftir 2030. Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira
Ríkisstjórn Ernu Solberg féll í þingkosningunum í Noregi fyrr í þessum mánuði. Verkamannaflokkurinn, Vinstri sósíalistar og Miðflokkurinn unnu meirihluta þingsæta. Fastlega er búist við því að Jonas Gahr Støre, leiðtogi Verkamannaflokksins, verði næsti forsætisráðherra. Gahr Støre hefur fundað með Trygve Slagsvold Vedum, leiðtoga Miðflokksins, og Auðun Lysbakken, leiðtoga sósíalista, hvorum í sínum lagi síðustu vikuna en í dag funda þeir allir saman í fyrsta skipti svo vitað sé, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Við höfum skýrt umboð til breytinga úr kosningunum og við ætlum að ræða hvernig við getum látið þær breytingar verða. Ég er mjög bjartsýnn á það,“ sagði Gahr Støre við fréttamenn. Leiðtogarnir eru sagðir ætla að ræða hvort tilefni sé til að hefja ítarlegri viðræður í næstu viku eða hvort að Gahr Støre þurfi mögulega að mynda minnihlutastjórn. Ýmis ágreiningsmál eru á milli flokkanna. Loftslagsmál og olíuframleiðsla Norðmanna voru ofarlega á baugi í kosningabaráttunni. Sósíalistar vilja hætta leit að nýjum olíulindum á norsku hafsvæði en bæði Verkamannaflokkurinn og Miðflokkurinn eru andsnúnir því. Síðarnefndu flokkarnir óttast atvinnumissi þegar fjarar undan olíuiðnaðinum og vilja heldur að ríkið ýti undir að verkfræðiþekking úr olíuvinnslu nýtist við framleiðslu endurnýjanlegrar orku. Um fjörutíu prósent af útflutningstekjum Noregs koma frá útflutningi á olíu og gasi. Norðmenn framleiða nú um fjórar milljónir tunnur á dag en búist er við því að framleiðslan byrji að dragast saman eftir 2030.
Noregur Bensín og olía Loftslagsmál Þingkosningar í Noregi Mest lesið Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Fleiri fréttir Tíu látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Sjá meira