Vill afsökunarbeiðni frá KSÍ og íhugar bótamál Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2021 17:15 Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu. VÍSIR/GETTY Lögmaður Kolbeins Sigþórssonar vill að Knattspyrnusamband Íslands biðjist afsökunar á því að hafa tekið leikmanninn úr leikmannahópi landsliðsins undir lok ágústmánaðar. Þá segir lögmaðurinn að sambandið gæti þurft að greiða miska- og fjártjónsbætur. Kemur þetta fram í bréfaskiptum Harðar Felix Harðarsonar, lögmanns Kolbeins, við KSÍ en DV greindi fyrst frá. Sendi hann sambandinu erindi þess efnis og var málið tekið fyrir á fundi sambandsins þann 9. september síðastliðinn. Þann 21. september birti KSÍ fundargerðina á vef sínum og degi síðar birti DV frétt þess efnis eftir að hafa óskað eftir samskiptum Harðar Felix og KSÍ - og fengið þau, líkt og fréttastofa Vísis hefur nú. „Umbjóðandi minn, Kolbeinn Sigþórsson, hefur falið mér að gæta hagsmuna sinna gagnvart KSÍ vegna þeirra stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar stjórnar sambandsins um að taka hann úr landsliðshópi,“ segir í bréfi lögmannsins til KSÍ þann 7. septemer. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. „Af fjölmiðlaumfjöllun verður ráðið að þessa ákvörðun megi rekja til þess að kona steig fram og gagnrýndi fráfarandi formann fyrir að greina ekki rétt frá atvikum í sjónvarpsviðtali. Vísaði hún þar til þess að formaðurinn, og reyndar fleiri starfsmenn KSÍ, hafi verið upplýstir um atvik sem upp kom á árinu 2017 og tengdist henni,“ segir í bréfi Harðar Felix til KSÍ. Einnig segir lögmaðurinn að það sé ljóst að KSÍ hafi vitað af málinu frá árinu 2018. Það hafi ekki haft áhrif á þátttöku Kolbeins sem var reglulega valinn þau verkefni sem voru framundan. „Sú umræða sem spratt í kjölfar sjónvarpsviðtals fráfarandi formanns (innskot: Guðna Bergssonar), og þrýstingur frá utanaðkomandi aðilum, virðist hins vegar hafa orðið til þess að stjórn sambandsins tók þessa afdrifaríku ákvörðun,“ segir Hörður Felix. Segir KSÍ aldrei hafa haft samband við Kolbein „Af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga má sjá að ætlaðir þolendur í þessu máli hafa farið fram með margvíslegar rangfærslur, bæði um eðli ætlaðra brota og um tildrög þess að sátt komst á í málinu. Ljóst er að sannleikurinn um þau atvik er þeim alls ekki hagfelldur.“ „Þetta hefði stjórn KSÍ getað kannað með því einu að leita skýringa eða afstöðu Kolbeins áður en tekin var ákvörðun um að víkja honum úr landsliðinu,“ segir Hörður Felix. Þar með staðfestir lögmaðurinn að stjórn KSÍ hafi aldrei haft samband við leikmanninn eftir að ákveðið var að hann yrði ekki í leikmannahóp Íslands að þessu sinni. Segir Kolbein hafa gengist við brotunum Hörður Felix nefnir yfirlýsingu Kolbeins um málið en þar segist leikmaðurinn ekki kannast við að hafa beitt konurnar ofbeldi né áreitt. Hann hafi viðurkennt að hafa brugðist rangt við áreiti á skemmtistað hins vegar. „Hann brást við umkvörtunum kvennanna með því að ræða við þær af einlægni og sætta málið.“ „Ekki fór hins vegar á milli mála að hann galt fyrir það að vera þekktur einstaklingur og í viðkvæmri stöðu, bæði gagnvart félagsliði og landsliði. Þrátt fyrir að kröfur kvennanna hafi bæði verið óhóflegar og ósmekklegar, en um þær hefur að hluta til verið fjallað í fjölmiðlum, ákvað hann að verða við þeim og loka málinu. KSÍ var fullkomlega upplýst um efni málsins og þessi málalok.“ Þá segir lögmaður Kolbeins að ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið tekin vegna þeirra umræðu sem sprottin var upp í samfélaginu. „... að innan knattspyrnu-hreyfingarinnar viðgengist kvenfyrirlitning og orðið „nauðgunarmenning“ hefur endurtekið verið notað í því sambandi.“ Segir ákvörðun KSÍ hafa haft áhrif á tekjuöflunarhæfi Kolbeins Þá heldur Hörður Felix því fram að sökum fjölmiðlaumfjöllunar hér á landi sem og í sænskum fjölmiðlum hafi Kolbeinn verið tekinn úr hópi hjá félagsliði sínu, tímabundið. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að umbjóðandi minn hefur ennfremur verið tekinn úr hópi hjá félagsliði sínu, að minnsta kosti. tímabundið. Er sú ákvörðun alfarið byggð á fjölmiðlaumfjöllun um málið hérlendis, og síðar í sænskum fjölmiðlum, í kjölfar þessarar misráðnu ákvörðunar stjórnar KSÍ. Að óbreyttu getur ákvörðunin því haft veruleg áhrif á tekjuöflunarhæfi umbjóðanda míns til framtíðar.“ „Umbjóðandi minn trúir því að fráfarandi stjórn KSÍ geri sér grein fyrir því að ákvörðun um að víkja honum til hliðar var röng. Umbjóðandi minn veit ekki til þess að sú ákvörðun hans að ganga frá sátt um atvikin, án nokkurrar viðurkenningar á sök, brjóti gegn skrifuðum eða óskrifuðum reglum KSÍ.“ „Þá liggur fyrir að KSÍ var að fullu upplýst um málið og málalok, auk þess sem ætlaðir þolendur hafa frá upphafi lýst því yfir að þeir eigi ekkert sökótt við umbjóðanda minn. Síðast en ekki síst eru þetta einstaklega döpur skilaboð til einstaklings sem er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi og hefur verið boðinn og búinn að nýta starfskrafta sína í þágu landsliðsins, þrátt fyrir erfið meiðsli í gegnum tíðina.“ Skorar á stjórn KSÍ að biðjast afsökunar „Umbjóðandi minn skorar á stjórn KSÍ að draga fyrri ákvörðun til baka og koma opinberlega á framfæri afsökunarbeiðni til umbjóðanda míns. Að öðrum kosti er ljóst að umbjóðandi minn mun verða fyrir enn frekari skaða og hugsanlega missa tekjuöflunarhæfi sitt að fullu. Mikilvægt er að ákvörðun um þetta efni verði hraðað og komið á framfæri með áberandi hætti í fjölmiðlum.“ „Umbjóðandi minn verður óhjákvæmilega að áskilja sér allan rétt til miska- og fjártjónsbóta, ekki síst ef hlutur hans verður ekki réttur hið fyrsta,“ segir að endingu í bréfi til stjórnar KSÍ. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira
Kemur þetta fram í bréfaskiptum Harðar Felix Harðarsonar, lögmanns Kolbeins, við KSÍ en DV greindi fyrst frá. Sendi hann sambandinu erindi þess efnis og var málið tekið fyrir á fundi sambandsins þann 9. september síðastliðinn. Þann 21. september birti KSÍ fundargerðina á vef sínum og degi síðar birti DV frétt þess efnis eftir að hafa óskað eftir samskiptum Harðar Felix og KSÍ - og fengið þau, líkt og fréttastofa Vísis hefur nú. „Umbjóðandi minn, Kolbeinn Sigþórsson, hefur falið mér að gæta hagsmuna sinna gagnvart KSÍ vegna þeirra stöðu sem upp er komin í kjölfar ákvörðunar stjórnar sambandsins um að taka hann úr landsliðshópi,“ segir í bréfi lögmannsins til KSÍ þann 7. septemer. Kolbeinn hafði, án þess að vera nafngreindur, tveimur dögum fyrr verið sakaður um ofbeldi, meðal annars kynferðislegt, gegn tveimur konum. Ofbeldið átti sér stað haustið 2017 og var málið útkljáð með samkomulagi um miskabætur vorið 2018. „Af fjölmiðlaumfjöllun verður ráðið að þessa ákvörðun megi rekja til þess að kona steig fram og gagnrýndi fráfarandi formann fyrir að greina ekki rétt frá atvikum í sjónvarpsviðtali. Vísaði hún þar til þess að formaðurinn, og reyndar fleiri starfsmenn KSÍ, hafi verið upplýstir um atvik sem upp kom á árinu 2017 og tengdist henni,“ segir í bréfi Harðar Felix til KSÍ. Einnig segir lögmaðurinn að það sé ljóst að KSÍ hafi vitað af málinu frá árinu 2018. Það hafi ekki haft áhrif á þátttöku Kolbeins sem var reglulega valinn þau verkefni sem voru framundan. „Sú umræða sem spratt í kjölfar sjónvarpsviðtals fráfarandi formanns (innskot: Guðna Bergssonar), og þrýstingur frá utanaðkomandi aðilum, virðist hins vegar hafa orðið til þess að stjórn sambandsins tók þessa afdrifaríku ákvörðun,“ segir Hörður Felix. Segir KSÍ aldrei hafa haft samband við Kolbein „Af fjölmiðlaumfjöllun undanfarinna daga má sjá að ætlaðir þolendur í þessu máli hafa farið fram með margvíslegar rangfærslur, bæði um eðli ætlaðra brota og um tildrög þess að sátt komst á í málinu. Ljóst er að sannleikurinn um þau atvik er þeim alls ekki hagfelldur.“ „Þetta hefði stjórn KSÍ getað kannað með því einu að leita skýringa eða afstöðu Kolbeins áður en tekin var ákvörðun um að víkja honum úr landsliðinu,“ segir Hörður Felix. Þar með staðfestir lögmaðurinn að stjórn KSÍ hafi aldrei haft samband við leikmanninn eftir að ákveðið var að hann yrði ekki í leikmannahóp Íslands að þessu sinni. Segir Kolbein hafa gengist við brotunum Hörður Felix nefnir yfirlýsingu Kolbeins um málið en þar segist leikmaðurinn ekki kannast við að hafa beitt konurnar ofbeldi né áreitt. Hann hafi viðurkennt að hafa brugðist rangt við áreiti á skemmtistað hins vegar. „Hann brást við umkvörtunum kvennanna með því að ræða við þær af einlægni og sætta málið.“ „Ekki fór hins vegar á milli mála að hann galt fyrir það að vera þekktur einstaklingur og í viðkvæmri stöðu, bæði gagnvart félagsliði og landsliði. Þrátt fyrir að kröfur kvennanna hafi bæði verið óhóflegar og ósmekklegar, en um þær hefur að hluta til verið fjallað í fjölmiðlum, ákvað hann að verða við þeim og loka málinu. KSÍ var fullkomlega upplýst um efni málsins og þessi málalok.“ Þá segir lögmaður Kolbeins að ákvörðun stjórnar KSÍ hafi verið tekin vegna þeirra umræðu sem sprottin var upp í samfélaginu. „... að innan knattspyrnu-hreyfingarinnar viðgengist kvenfyrirlitning og orðið „nauðgunarmenning“ hefur endurtekið verið notað í því sambandi.“ Segir ákvörðun KSÍ hafa haft áhrif á tekjuöflunarhæfi Kolbeins Þá heldur Hörður Felix því fram að sökum fjölmiðlaumfjöllunar hér á landi sem og í sænskum fjölmiðlum hafi Kolbeinn verið tekinn úr hópi hjá félagsliði sínu, tímabundið. „Fram hefur komið í fjölmiðlum að umbjóðandi minn hefur ennfremur verið tekinn úr hópi hjá félagsliði sínu, að minnsta kosti. tímabundið. Er sú ákvörðun alfarið byggð á fjölmiðlaumfjöllun um málið hérlendis, og síðar í sænskum fjölmiðlum, í kjölfar þessarar misráðnu ákvörðunar stjórnar KSÍ. Að óbreyttu getur ákvörðunin því haft veruleg áhrif á tekjuöflunarhæfi umbjóðanda míns til framtíðar.“ „Umbjóðandi minn trúir því að fráfarandi stjórn KSÍ geri sér grein fyrir því að ákvörðun um að víkja honum til hliðar var röng. Umbjóðandi minn veit ekki til þess að sú ákvörðun hans að ganga frá sátt um atvikin, án nokkurrar viðurkenningar á sök, brjóti gegn skrifuðum eða óskrifuðum reglum KSÍ.“ „Þá liggur fyrir að KSÍ var að fullu upplýst um málið og málalok, auk þess sem ætlaðir þolendur hafa frá upphafi lýst því yfir að þeir eigi ekkert sökótt við umbjóðanda minn. Síðast en ekki síst eru þetta einstaklega döpur skilaboð til einstaklings sem er markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi og hefur verið boðinn og búinn að nýta starfskrafta sína í þágu landsliðsins, þrátt fyrir erfið meiðsli í gegnum tíðina.“ Skorar á stjórn KSÍ að biðjast afsökunar „Umbjóðandi minn skorar á stjórn KSÍ að draga fyrri ákvörðun til baka og koma opinberlega á framfæri afsökunarbeiðni til umbjóðanda míns. Að öðrum kosti er ljóst að umbjóðandi minn mun verða fyrir enn frekari skaða og hugsanlega missa tekjuöflunarhæfi sitt að fullu. Mikilvægt er að ákvörðun um þetta efni verði hraðað og komið á framfæri með áberandi hætti í fjölmiðlum.“ „Umbjóðandi minn verður óhjákvæmilega að áskilja sér allan rétt til miska- og fjártjónsbóta, ekki síst ef hlutur hans verður ekki réttur hið fyrsta,“ segir að endingu í bréfi til stjórnar KSÍ. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Sjá meira