Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2021 20:01 Þau Ragnhildur Hjaltadóttir og Alfreð Garðarsson giftu sig í Miðgarðakirkju og skírðu og fermdu börnin sína þar. Vísir/Sigurjón Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539. Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira
Það var um ellefu leitið í gærkvöldi sem annar slökkviliðsmanna í Grímsey fékk tilkynningu um að Miðgarðakirkja í eyjunni væri orðin alelda. Strax varð ljóst að ekki tækist að bjarga kirkjunni en hins vegar var sprautað vatni á leiði og krossa í kring. Þá var lögð áhersla á að verja gamla prestsbústaðinn við hliðina. Slökkviliðið lauk störfum um klukkan tvö í nótt og þá var ljóst að altjón hafði orðið. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar í Grímsey segir mikinn missi af kirkjunni fyrir alla eyjaskeggja. „Þetta er rosalega mikið tjón, aðallega tilfinningalegt. Það eru bara allir í áfalli sem urðu vitni að þessu. Svo voru þarna ótal munir sem eru óbætanlegir,“ segir Alfreð. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867 og byggt við hana 1932. Árið 1956 voru gerðar miklar endurbætur á henni og hún endurvígð. Kirkjan var svo friðuð 1. janúar 1990. Alfreð segir að mikil menningarverðmæti hafi falist í innanstokksmunum. „Þarna voru menningarverðmæti eins og skírnarfontur og útidyrahurð sem Einar djákni skar út um miðja síðustu öld. Þá málaði Snorri Guðvarðarson kirkjuna þannig að hún leit út eins og listaverk. Ég var hringjari í kirkjunni og nú eru ævafornar kirkjuklukkur horfnar. Þær komu frá Siglufirði. Ég held að engin hafi vitað hvað þær voru gamlar. Þarna voru gamlar kirkjubækur, gestabækur og ljósmyndir. Þetta er allt bara horfið,“ segir Alfreð. Alfreð á eins og allir eyjaskeggjar margar minningar úr kirkjunni. „Mínar fyrstu minningar voru að fara í messu þarna til séra Péturs sem síðar varð biskup og fá Jesúmyndir. Maður er búinn að ferma öll börnin þarna og við hjónin giftum okkur þarna. Og svo hafa verið sorglegir atburðir eins og jarðafarir. Þannig að það eiga allir í eyjunni miklar minningar um kirkjuna sína,“ segir Alfreð. Forsætisráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar búast við að allir flokkar myndu vilja setja fjármagn í að endurreisa kirkjuna. Alfreð segir að þegar sé byrjað að tala um að byggja kirkjuna á ný. „Síminn hefur ekki stoppað hjá mér í dag. Það eru bara allir að hringja og samhryggast. Flestir segja, „þið verðið ekkert kirkjulausir í Grímsey“. Við höfum aðeins rætt saman í sóknarnefndinni og menn eru að jafna sig og ná áttum. Okkur finnst þetta enn svo óraunverulegt. Við keyrum ekki í næstu kirkju þannig að við verðum eitthvað að skoða málin,“ segir Alfreð. Alfreð segir að styrktarreikningur hafi þegar verið stofnaður fyrir þá sem vilja taka þátt í endurreisn Miðgarðakirkju í Grímsey. Reikningnúmerið er: 565-04-250731-kt: 4602692539.
Kirkjubruni í Grímsey Grímsey Menning Fornminjar Akureyri Þjóðkirkjan Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Sjá meira