Land vaxtanna Jón Steindór Valdimarsson skrifar 22. september 2021 17:00 Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. Spá bankans er hrollvekjandi sýn fyrir alla þá sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum. Það er nefnilega gríðarleg hækkun að vextir fari úr 1,25% í 3,5%. Sé gengið út frá því að meðallán sé 40 milljónir þá hækkar greiðslubyrðin um 900.000 krónur á ári. Það eru 75.000 krónur í hverjum mánuði. Hætt er við að flestum reynist erfitt að rísa undir þessari hækkun. Skuldari þarf að auka tekjur sínar um 125 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt til þess að geta staðið í skilum fyrir vaxtahækkunina eina og sér. Land tækfæranna bíður ekki þessa fólks. Nei, það er land vaxtanna ef ekki verður gripið til raunhæfra en róttækra lausna. Enn og aftur kemur í ljós að án breytinga verður íslenskur almenningur að greiða mun hærri vexti fyrir sín húsnæðislán en í þeim löndum sem nota evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru. Viðreisn vill raunhæfa en róttæka lausn sem breytir þessu. Í stað þess að vextir og kostnaður heimilanna hækki þá mun hvoru tveggja lækka verulega. Viðreisn vill tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu. Reynsla annarra ríkja sýnir svart á hvítu að kostnaður vegna húsnæðislána og rekstrarkostnaður heimila mun lækka svo um munar. Við höfum sett fram dæmi um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán af rekstri heimilis myndi lækka um 72.000 krónur á mánuði. Við höfnum landi vaxtanna. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Íslandsbanki gaf út nýja þjóðhagsspá í dag. Hann spáir meðal annars að stýrivextir fari í 1,5% fyrir lok árs. Verðikomnir í 2,5% um mitt ár 2022 og í 3,5% á 3. ársfjórðungi 2023. Spá bankans er hrollvekjandi sýn fyrir alla þá sem eru með óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum. Það er nefnilega gríðarleg hækkun að vextir fari úr 1,25% í 3,5%. Sé gengið út frá því að meðallán sé 40 milljónir þá hækkar greiðslubyrðin um 900.000 krónur á ári. Það eru 75.000 krónur í hverjum mánuði. Hætt er við að flestum reynist erfitt að rísa undir þessari hækkun. Skuldari þarf að auka tekjur sínar um 125 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt til þess að geta staðið í skilum fyrir vaxtahækkunina eina og sér. Land tækfæranna bíður ekki þessa fólks. Nei, það er land vaxtanna ef ekki verður gripið til raunhæfra en róttækra lausna. Enn og aftur kemur í ljós að án breytinga verður íslenskur almenningur að greiða mun hærri vexti fyrir sín húsnæðislán en í þeim löndum sem nota evru eða hafa tengt gjaldmiðil sinn við evru. Viðreisn vill raunhæfa en róttæka lausn sem breytir þessu. Í stað þess að vextir og kostnaður heimilanna hækki þá mun hvoru tveggja lækka verulega. Viðreisn vill tengja krónuna við evru með samningi við Seðlabanka Evrópu. Reynsla annarra ríkja sýnir svart á hvítu að kostnaður vegna húsnæðislána og rekstrarkostnaður heimila mun lækka svo um munar. Við höfum sett fram dæmi um að kostnaður fjögurra manna fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán af rekstri heimilis myndi lækka um 72.000 krónur á mánuði. Við höfnum landi vaxtanna. Gefðu framtíðinni tækifæri - kjóstu Viðreisn. Höfundur er alþingismaður og skipar 2. sæti í Reykjavík norður á lista Viðreisnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar