Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 13:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að jarðir landsins safnist ekki á of fáar hendur. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. Hann segist hafa keypt sína síðustu íslensku jörð. „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," sagði Ratcliffe við fréttastofu í gær. Þar vísar hann í lög um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2020. Í lögunum má finna ákvæði um að afsali verði ekki þinglýst nema kaupverð eignar sé gefið upp. Sömuleiðis á að setja á fót landeignaskrá hvar nálgast má upplýsingar um eigendur lands án endurgjalds. Markmiðið var yfirsýn fyrir stjórnvöld og almenning hver ætti jarðir landsins. Katrín fagnar tíðindum gærdagsins. „Þetta er til marks um það að stefna mín í jarðamálum hefur skilað árangri en markmiðið var að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook. Hún finnur að því að enginn í stjórnarandstöðunni hafi stutt frumvarp hennar. „Merkilegt nokk þá treysti sér enginn úr stjórnarandstöðunni til að styðja frumvarp mitt um breytingar á jarðalögum - sem varð samt að lögum sem betur fer. Það fjallaði í grunninn um að tryggja réttláta auðlindanýtingu og að enginn einn aðili eða aðilar honum tengdir gætu náð yfirráðum yfir of miklu landi. Það er áhugaverð staðreynd.“ Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. Hann segist hafa keypt sína síðustu íslensku jörð. „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," sagði Ratcliffe við fréttastofu í gær. Þar vísar hann í lög um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2020. Í lögunum má finna ákvæði um að afsali verði ekki þinglýst nema kaupverð eignar sé gefið upp. Sömuleiðis á að setja á fót landeignaskrá hvar nálgast má upplýsingar um eigendur lands án endurgjalds. Markmiðið var yfirsýn fyrir stjórnvöld og almenning hver ætti jarðir landsins. Katrín fagnar tíðindum gærdagsins. „Þetta er til marks um það að stefna mín í jarðamálum hefur skilað árangri en markmiðið var að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook. Hún finnur að því að enginn í stjórnarandstöðunni hafi stutt frumvarp hennar. „Merkilegt nokk þá treysti sér enginn úr stjórnarandstöðunni til að styðja frumvarp mitt um breytingar á jarðalögum - sem varð samt að lögum sem betur fer. Það fjallaði í grunninn um að tryggja réttláta auðlindanýtingu og að enginn einn aðili eða aðilar honum tengdir gætu náð yfirráðum yfir of miklu landi. Það er áhugaverð staðreynd.“
Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35
Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56
Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01