Laxeldisiðnaðurinn beitir sefjun fyrir kosningar Elvar Örn Friðriksson skrifar 22. september 2021 11:46 Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Fiskeldi Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nýlega náði Veiga Grétarsdóttir, umhverfisverndarsinni og kajakræðari, ógeðfelldu myndefni í sjókvíum á Austurlandi. Nú er þetta í annað skipti á skömmum tíma þar sem myndefni Veigu sýnir hve slæmt opið sjókvíaeldi er í raun. Á myndinni sáust hundruðir dauðra laxa, rotnandi og úldnir, fljótandi innan um þá fiska sem ætlaðir eru til neyslu. Ástandið gæti versnað enn frekar með marglyttufarladri og rauðþörungablóma sem rústaði fiskeldi fyrir austan fyrir rúmum 20 árum. Á meðan Veiga aflaði myndefnisins af verulegum laxadauða í kvíunum kepptust fiskeldisfyrirtækin við að slá ryki í augu landsmanna. Þau höfðu í ágúst efast um uppruna myndefnisins og sögðu þá að dauðir og illa leiknir fiskar væru algjör undantekning. Allt reyndist það auðvitað rangt hjá þeim. Síðan þá hefur framafólki innan stjórnmálaflokkanna verið boðið að skoða eldiskvíarnar og opnuð var áróðursmiðstöð í miðbæ Reykjavíkur. Peningum og mannafla er nú dælt í það að reyna að láta sjókvíaeldið líta sem best út. Fréttir af verðmætasköpun fiskeldisins birtast daglega og í þeim öllum er skautað framhjá hliðinni sem snýr að náttúruvernd og umhverfisáhrifum og þeirri staðreynd að Norðmenn eiga laxeldið í sjó við Ísland að mestu. Komandi ríkisstjórn mun breyta fiskeldislögum, verður það í þágu hagsmuna iðnaðarins? Sama dag og nýtt myndefni frá Reyðarfirði birtist í fjölmiðlum kom lofgrein um fiskeldið í Reyðarfirði. Það var auðvitað peningurinn sem var lofaður en ekkert minnst á umhverfisáhrif og laxadauða né þá staðreynd að rotnandi lax væri út um allt í hverri kví. Er það ekki frekar furðulegt að þegar stjórnmálamönnum og blaðamönnum er boðið í heimsókn þá er allt svo hreint og snyrtilegt, en svo þegar talið er að enginn sé að fylgjast með sjókvíunum þá er allt morandi í dauðum og illa leiknum laxi? Nýleg könnun leiddi í ljós að 55,6% landsmanna eru neikvæðir gagnvart sjókvíeldi og nefndu þar helst umhverfisáhrif, erfðablöndun við villta stofna og dýraníð. Í komandi kosningum verður kjörin sú ríkisstjórn sem mun breyta fiskeldislögum. Það er mikilvægara nú en nokkru sinni fyrr að Íslendingar hugi að náttúrunni og segi nei við opnu sjókvíaeldi. Ástandið er slæmt núna, en þó stendur til að nær þrefalda umfang sjókvíaeldisins. Hvernig verður það þá eiginlega? Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun