Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Snorri Másson skrifar 21. september 2021 18:48 Kristrún Frostadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar og Andrés Jónsson almannatengill. Vísir Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Kristrún Frostadóttir birti langa færslu í gær þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Þar var hún að vísa til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um sérstakan kaupréttarauka sem henni var veittur ásamt fáum öðrum starfsmönnum Kviku banka á sínum tíma. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kristrún hafi ekki brugðist við fyrirspurnum blaðsins um málið. Hún gagnrýndi blaðið síðan harðlega fyrir að reyna að tortryggja störf hennar vegna þessa. Rætt er um málið frá sjöundu mínútu í Pallborði dagsins sem sjá má hér að neðan: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ skrifaði Kristrún. Andrés Jónsson almannatengill líkti atburðarásinni við leikrit af hálfu beggja. „Hún ákveður væntanlega ekki að vera hluti í því leikriti, þannig að hún býr til sitt eigið leikrit á sínum samfélagsmiðli. Það er verið að skylmast,“ sagði Andrés. Máni Pétursson sagði viðbrögðin til marks um óeðlilega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla. Gríðarleg hræsni hjá Kristrúnu, sagði Máni Pétursson.Vísir/Vilhelm „Hræsnin í þessu, sorry to say, er gríðarlega mikil. Þú getur alveg svarað blaðamanninum. En málið er hins vegar er að þetta er ekkert mál, en Kristrún Frostadóttir er að spila það vitlaust,“ sagði Máni. Svanhildur Hólm sagði eðlilegt að taka fjárfestinguna til umfjöllunar en að ekkert hafi verið í umfjöllun dagblaðanna sem ætti að varpa rýrð á Kristrúnu. „Hún fær auðvitað það út úr þessu sem hún ætlar sér sem er mikil umfjöllun og mikil athygli. Hún fær sitt fólk með sér. Þú ert að smala liðinu þínu saman. Hér er eitthvað ósanngjarnt að gerast, það er að beinast að mér og svona svara ég, og ég geri það með sleggju. Þið takið mig ekki niður,“ sagði Svanhildur. Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir birti langa færslu í gær þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Þar var hún að vísa til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um sérstakan kaupréttarauka sem henni var veittur ásamt fáum öðrum starfsmönnum Kviku banka á sínum tíma. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kristrún hafi ekki brugðist við fyrirspurnum blaðsins um málið. Hún gagnrýndi blaðið síðan harðlega fyrir að reyna að tortryggja störf hennar vegna þessa. Rætt er um málið frá sjöundu mínútu í Pallborði dagsins sem sjá má hér að neðan: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ skrifaði Kristrún. Andrés Jónsson almannatengill líkti atburðarásinni við leikrit af hálfu beggja. „Hún ákveður væntanlega ekki að vera hluti í því leikriti, þannig að hún býr til sitt eigið leikrit á sínum samfélagsmiðli. Það er verið að skylmast,“ sagði Andrés. Máni Pétursson sagði viðbrögðin til marks um óeðlilega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla. Gríðarleg hræsni hjá Kristrúnu, sagði Máni Pétursson.Vísir/Vilhelm „Hræsnin í þessu, sorry to say, er gríðarlega mikil. Þú getur alveg svarað blaðamanninum. En málið er hins vegar er að þetta er ekkert mál, en Kristrún Frostadóttir er að spila það vitlaust,“ sagði Máni. Svanhildur Hólm sagði eðlilegt að taka fjárfestinguna til umfjöllunar en að ekkert hafi verið í umfjöllun dagblaðanna sem ætti að varpa rýrð á Kristrúnu. „Hún fær auðvitað það út úr þessu sem hún ætlar sér sem er mikil umfjöllun og mikil athygli. Hún fær sitt fólk með sér. Þú ert að smala liðinu þínu saman. Hér er eitthvað ósanngjarnt að gerast, það er að beinast að mér og svona svara ég, og ég geri það með sleggju. Þið takið mig ekki niður,“ sagði Svanhildur.
Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55
„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47
Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38