Samstarf Vinstri Grænna og Sjálfstæðisflokks ekki æskilegt til lengri tíma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. september 2021 18:20 Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri Grænna og Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mættust í Pallborðinu í dag. vísir/Vilhelm Forseti Alþingis og einn stofnenda Vinstri Grænna efast um að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn sé góður kostur til lengri tíma. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur samstarfið hafa leitt af sér pólitískan óróleika sem hafi skilað sér í fjölgun flokka. Þingmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Pírata sem eru að segja skilið við stjórnmálin mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Steingrímur sagði Vinstri Græna ganga óbundna til kosninga þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna hafi viðrað áhuga á áframhaldandi samstarfi. Mikil andstaða hefur verið gagnvart því innan raða Vinstri Grænna og samkvæmt könnun sem var gerð fyrir fréttastofuna í júní eru sjötíu prósent kjósenda VG mótfallin samstarfinu. Steingrímur sagðist skilja blendnar tilfinningar. Það hafi reynst mörgum erfitt að vinna með „höfuðandstæðingnum“. „Ég hef efasemdir um að svona samstarf eigi að vera til mjög langs tíma. Þá er ég að hugsa um langtímaþróun stjórnmálanna. En það getur verið mjög vel réttlætanlegt, skilað góðum árangri og gott fyrir land og þjóð eins og ég tel að þetta samstarf hafi verið,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað er það málefnalega séð miku þægilegri og auðveldari kostur fyrir okkur að vinna með flokkum sem eru nær okkur í hinu pólitíska litrófi, ef það er í boði. Það er að segja ef hægt er að mynda sæmilega trausta ríkisstjórn frá vinstri til miðjunnar. En það verður að vera efniviður í hana.“ Sigríður Á. Andersen sagði flatneskju yfir Sjálfstæðisflokknum og að samtarfið hafi kallað á miklar málamiðlanir „Það getur verið vænlegt í skamman tíma en mér finsnt það ekki æskilegt og mér finnst það ekki eðlilegt til lengri tíma, hafi menn áhuga á að viðhalda einhverri hugmyndafræði og skýrum stefnum einstaklinga sem bjóða sig fram.“ Jón Þór Ólafsson sagði flokkanna hafa sameinast um íhaldið. „Þessir flokkar eru allir með framsóknararma. Þú ert með framsóknararm Vinstri Grænna og ert með framsóknararm Sjálfstæðismanna,“ sagði Jón Þór áður en Steingrímur greip orðið og gagnrýndi orðanotkunina. „Þetta er götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. Jón Þór hélt áfram og sagði þessa arma flokkanna hafa sameinast um að breyta hvorki landbúnaðar- né sjávarútvegskerfinu og halda sig við íhaldssöm fjármál. „Þarna sameinast vinstri og hægri í því að vera með íhaldið, að halda þessu óbreytt og standa vörð um kerfin.“ Steingrímur J. Sigfússon, er að kveðja stjórnmálin eftir að hafa setið á þingi í 38 ár.vísir/Vilhelm Sigríður gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi á kjörtímabilinu og sagði samstarf flokkanna hafa leitt af sér pólitískan óróleika og fjölgun flokka þar sem ósátt hægri- og vinstrifólk hafi fundið sér nýjan samastað. Litið til baka yfir kjörtímabilið sagðist Sigríður stoltust af skipan dómara í Landsrétt - skipan sem leiddi til afsagnar hennar sem ráðherra og sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ólögmæta. „Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera,“ sagði Sigríður. Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Þingmenn Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Pírata sem eru að segja skilið við stjórnmálin mættust í Pallborðinu á Vísi í dag. Steingrímur sagði Vinstri Græna ganga óbundna til kosninga þrátt fyrir að formenn stjórnarflokkanna hafi viðrað áhuga á áframhaldandi samstarfi. Mikil andstaða hefur verið gagnvart því innan raða Vinstri Grænna og samkvæmt könnun sem var gerð fyrir fréttastofuna í júní eru sjötíu prósent kjósenda VG mótfallin samstarfinu. Steingrímur sagðist skilja blendnar tilfinningar. Það hafi reynst mörgum erfitt að vinna með „höfuðandstæðingnum“. „Ég hef efasemdir um að svona samstarf eigi að vera til mjög langs tíma. Þá er ég að hugsa um langtímaþróun stjórnmálanna. En það getur verið mjög vel réttlætanlegt, skilað góðum árangri og gott fyrir land og þjóð eins og ég tel að þetta samstarf hafi verið,“ sagði Steingrímur. „Auðvitað er það málefnalega séð miku þægilegri og auðveldari kostur fyrir okkur að vinna með flokkum sem eru nær okkur í hinu pólitíska litrófi, ef það er í boði. Það er að segja ef hægt er að mynda sæmilega trausta ríkisstjórn frá vinstri til miðjunnar. En það verður að vera efniviður í hana.“ Sigríður Á. Andersen sagði flatneskju yfir Sjálfstæðisflokknum og að samtarfið hafi kallað á miklar málamiðlanir „Það getur verið vænlegt í skamman tíma en mér finsnt það ekki æskilegt og mér finnst það ekki eðlilegt til lengri tíma, hafi menn áhuga á að viðhalda einhverri hugmyndafræði og skýrum stefnum einstaklinga sem bjóða sig fram.“ Jón Þór Ólafsson sagði flokkanna hafa sameinast um íhaldið. „Þessir flokkar eru allir með framsóknararma. Þú ert með framsóknararm Vinstri Grænna og ert með framsóknararm Sjálfstæðismanna,“ sagði Jón Þór áður en Steingrímur greip orðið og gagnrýndi orðanotkunina. „Þetta er götustrákapólitík,“ sagði Steingrímur. Jón Þór hélt áfram og sagði þessa arma flokkanna hafa sameinast um að breyta hvorki landbúnaðar- né sjávarútvegskerfinu og halda sig við íhaldssöm fjármál. „Þarna sameinast vinstri og hægri í því að vera með íhaldið, að halda þessu óbreytt og standa vörð um kerfin.“ Steingrímur J. Sigfússon, er að kveðja stjórnmálin eftir að hafa setið á þingi í 38 ár.vísir/Vilhelm Sigríður gagnrýndi stjórnarandstöðuna fyrir máttleysi á kjörtímabilinu og sagði samstarf flokkanna hafa leitt af sér pólitískan óróleika og fjölgun flokka þar sem ósátt hægri- og vinstrifólk hafi fundið sér nýjan samastað. Litið til baka yfir kjörtímabilið sagðist Sigríður stoltust af skipan dómara í Landsrétt - skipan sem leiddi til afsagnar hennar sem ráðherra og sem Mannréttindadómstóll Evrópu taldi ólögmæta. „Þegar ég tók þá ákvörðun að láta ekki sjálfskipaða elítu með órökstuddum hætti taka fram fyrir hendurnar á mér eins og menn reyndu að gera,“ sagði Sigríður.
Pallborðið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira