Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 14:55 Frá JFK-flugvellinum í New York. Spencer Platt/Getty Images) Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. Reuters greinir frá og hefur eftir Jeff Zients, embættismanni sem heldur utan um viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við kórónuveirufaraldrinum. Hvíta húsið hefur einnig staðfest tíðindin. Í frétt Reuters segir að Bandaríkin munu opna á ferðir fullbólusettra ríkisborgara Kína, Indlands, Bretlands og fjölda ríkja Evrópu. Fastlega má gera ráð fyrir að Ísland sé þar á meðal. Munu tilslakanirnar taka gildi snemma í nóvember. Zients segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða bóluefni verði tekin gild í Bandaríkjunum, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna muni ákveða það. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru ekki bandarískir ríkisborgarar þurfa að sýna fram á bólusetningu áður en ferðast er til landsins, auk neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem ekki er eldri en þriggja daga. Fullbólusettir farþegar þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Bandaríkjanna. „Nýja kerfið miðast við einstaklinga, fremur en frá hvaða löndum þeir koma og er þar af leiðandi sterkara kerfi,“ hefur fréttaveitan AP eftir Zients. Ferðabann, með ákveðnum undantekningum þó, hefur verið í gildi fyrir ríkisborgara þessara landa og fleiri, frá og með í mars á síðasta ári þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti þrjátíu daga ferðabann í upphafi kórónuveirufaraldursins, svo hefta mætti útbreiðslu veirunnar. Ferðabannið sem er í gildi nú tekur fyrir að nær allir ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna sem dvalið hafa í tvær vikur í Bretlandi, hinum 26 Schengen ríkjum (þar með talið Íslandi), Írlandi, Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Íran og Brasilíu ferðist til Bandaríkjanna. Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Reuters greinir frá og hefur eftir Jeff Zients, embættismanni sem heldur utan um viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við kórónuveirufaraldrinum. Hvíta húsið hefur einnig staðfest tíðindin. Í frétt Reuters segir að Bandaríkin munu opna á ferðir fullbólusettra ríkisborgara Kína, Indlands, Bretlands og fjölda ríkja Evrópu. Fastlega má gera ráð fyrir að Ísland sé þar á meðal. Munu tilslakanirnar taka gildi snemma í nóvember. Zients segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða bóluefni verði tekin gild í Bandaríkjunum, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna muni ákveða það. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru ekki bandarískir ríkisborgarar þurfa að sýna fram á bólusetningu áður en ferðast er til landsins, auk neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem ekki er eldri en þriggja daga. Fullbólusettir farþegar þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Bandaríkjanna. „Nýja kerfið miðast við einstaklinga, fremur en frá hvaða löndum þeir koma og er þar af leiðandi sterkara kerfi,“ hefur fréttaveitan AP eftir Zients. Ferðabann, með ákveðnum undantekningum þó, hefur verið í gildi fyrir ríkisborgara þessara landa og fleiri, frá og með í mars á síðasta ári þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti þrjátíu daga ferðabann í upphafi kórónuveirufaraldursins, svo hefta mætti útbreiðslu veirunnar. Ferðabannið sem er í gildi nú tekur fyrir að nær allir ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna sem dvalið hafa í tvær vikur í Bretlandi, hinum 26 Schengen ríkjum (þar með talið Íslandi), Írlandi, Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Íran og Brasilíu ferðist til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira