Píratar standa með sjómönnum Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar 18. september 2021 19:00 Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Píratar Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Sjómenn eru samningslausir, aftur. Félög sjómanna sendu frá sér yfirlýsingu þann 16. september, með titlinum „Svik við sjómenn eru svik við þjóðina!“ Í henni eru raktar grunsemdir um að allt að tuttugu milljarða vanti inn í launauppgjör og skattheimtu ríkisins í útflutningi fiskafurða milli tengdra aðila. Þeirra útreikningar leiða af sér að um 8,3% vanti upp á verðmæti afurðanna þegar þær eru skráðar út úr landinu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér svar um hæl þar sem í grófum dráttum er rakið að núverandi fyrirkomulag sé fullkomlega eðlilegt og allt lögum samkvæmt. Þar liggur samt einmitt hundurinn grafinn, núverandi kerfi bíður upp á tvöfalda verðlagningu fisks. Fiskur sem er seldur inn til vinnslu á Íslandi innan sama félags er að jafnaði 20-25% ódýrari heldur en fiskur sem er seldur inn á fiskmarkað. Það er svo sem lögum samkvæmt en algjörlega óásættanlegt og kallar á tafarlausa lagabreytingu. Lóðrétt samþætting þýðir að sami aðili hefur stjórn á allri virðiskeðju afurðarinnar frá veiði til sölu og öll stökk þar á milli. Laun sjómanna eru reiknuð út frá aflaverðmæti, af þeim er síðan reiknaður tekjuskattur. Það þýðir að allur afsláttur af aflaverðmæti er afsláttur af tekjuskatti. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður. Tilgangur stofnunarinnar var í upphafi göfugur, að jafna aðstöðumun sjómanna og útgerða og leysa deilur um fiskverð. Þetta hefur með árunum hins vegar orðið meira til trafala þar sem ferlar og aðferðarfræði gagnaöflunar hafa ekki þróast í takt við tímann. Félög sjómanna geta með ágætum leyst þetta hlutverk með nýstárlegri aðferðum. Fiskmarkaðir á Íslandi eru í einkaeign, en miðlægt gagnakerfi þeirra, Reiknistofa fiskmarkaða, safnar og miðlar upplýsingum til kaupenda og seljanda. Þessi gögn koma til af þeim fisk sem er seldur á uppboðum þar sem hæstbjóðandi hreppir hverja stæðu. Gögnin eru hinsvegar ekki opinber nema að litlu leyti en það þarf að skoða gaumgæfilega að gera þau aðgengileg almenningi. Píratar lögðu til breytingar á frumvarpi á lögum um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum um Fiskistofu þann 31. maí árið 2017. Hún hljóðaði svo: „Vigtunarleyfishöfum er skylt að láta liggja frammi yfirlit um selt aflamagn hvers dags, kaupendur þess og verð. Skulu þeir daglega senda Fiskistofu afrit af slíku yfirliti. Þá skulu þeir senda félaga- og hagsmunasamtökum sjómanna skýrslu um seljendur, afla, aflamagn, kaupendur og verð, sé þess óskað.“ Markmið Pírata er að gagnsæi leiði af sér eðlilega verðmyndun fisks. Við viljum líka aðskilja veiðar og vinnslu. Það þýðir að sami aðili getur ekki rekið bæði fiskvinnslu og útgerð. Það væri í eðli sínu hægt í kerfi þar sem allar afurðir fara á íslenskan fiskmarkað eftir löndun. En það þýðir líka að sami aðili þarf að greiða markaðsverð fyrir fiskinn. Árið 2020 jókst hagnaður 10 stærstu aðilanna í sjávarútvegi um 52%, en á sama ári lækkuðu veiðigjöld um þrjá milljarða. Ef okkar óskir yrðu uppfylltar væri veiðigjald tekið sem prósenta við sölu á fiskmarkaði. Það þýðir að dægursveiflur fiskverðs hafa áhrif á veiðigjaldið en það er þó öllum aðilum máls ljóst fyrirfram hvaða hlutfall aflans fer í gjöld. Þess vegna leggja Píratar til að Verðlagstofa skiptaverðs verði lögð niður, allur fiskur fari á fiskmarkað og að öll gögn tengdum sölu á fisk og fiskafurðum verði opinber. Þannig stöndum við vörð um að sjómenn fái sanngjarnan hlut í þeim verðmætum sem þeir skapa með sinni vinnu. Nýtum kosningaréttinn þann 25. september næstkomandi og stöndum með sjómönnum. Saman getum við breytt samfélaginu til hins betra. Höfundur skipar 2. sæti á lista Pírata í Norðvesturkjördæmi
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun