Endurkomuleið öryrkja í landi tækifæranna Bergur Þorri Benjamínsson skrifar 17. september 2021 16:30 Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978. Reyndar var Þorsteinn Víglundsson í Sjálfstæðisflokknum áður en hann gekk til lið við Viðreisn en hann var með ráðuneytið þann stutta tíma sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar lifði árið 2017.Samt er umræðan þannig að öll þau bútasaumuðu kerfi sem nú valda örykjum ama hafi verið smíðuð í tíð ráðherra Sjálfstæðisflokks.Það þarf hins vegar að laga þau kerfi. Ein tillaga sem lögð er áhersla á af hálfu Sjálfstæðisflokks er endurkomuleið inn á vinnumarkaðinn. Hún samrýmist því sem fram kom rannsókn sem VARÐA lét gera fyrir ÖBÍ. Þar kemur fram að 20% fólks sem er á örorkulífeyri treystir sér til að fara aftur á vinnumarkaðinn í hlutastarf. Þarna er rakið tækifæri til að byrja á og finna þennan hóp og hjálpa honum til sjálfshjálpar. Ég ætla að við Einar séum sammála um það ?Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja verður ekki gerð nema í nánu samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að í þeirri vinnu verði byggt á þeim meginsjónarmiðum að öryrkjar njóti þess og hafi ávinning af því að afla sér tekna, meðal annars með endurkomusamningum í fyrra kerfi og einnig verði að tryggja öryrkjum sem hafa enga möguleika til atvinnuþátttöku . Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra. Víða vantar stefnu og skilning á málefnum fatlaðra, allt frá grunnskóla- og framhaldsmenntun og áfram. En úr því verður ekki leyst nema með aðkomu allra ráðuneyta. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þeir eiga rétt til að stýra sinni þjónustu sjálfir m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjölga þarf NPA-samningum. Flutningur þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélagahefur skapað erfiðleika í tengslum við fjármögnun þjónustunnar, sem þarf að leysa. Það er nefnilega miklu styttra á milli flokka en menn halda. Hættum að reyna benda á aðra flokka og láta í veðri vaka að þeir sé öxulveldi hins illa, sérstaklega gagnvart öryrkjum. Virða á rétt allra til aðgengis að samfélaginu, á öllum sviðum þess. Það getum við verið öll sammála um! Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sv-kjördæmi auk þess að hafa 75% örorkumat. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Einar Brynjólfsson skrifar grein um stöðu öryrkja og beinir augljóslega orðum til frambjóðenda Sjálfstæðisflokks. Nú er það þannig að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki farið með félagsmálaráðuneytið síðan Gunnar Thoroddsen fór með ráðuneytið 28. ágúst 1974 - 1. september 1978. Reyndar var Þorsteinn Víglundsson í Sjálfstæðisflokknum áður en hann gekk til lið við Viðreisn en hann var með ráðuneytið þann stutta tíma sem Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar Framtíðar lifði árið 2017.Samt er umræðan þannig að öll þau bútasaumuðu kerfi sem nú valda örykjum ama hafi verið smíðuð í tíð ráðherra Sjálfstæðisflokks.Það þarf hins vegar að laga þau kerfi. Ein tillaga sem lögð er áhersla á af hálfu Sjálfstæðisflokks er endurkomuleið inn á vinnumarkaðinn. Hún samrýmist því sem fram kom rannsókn sem VARÐA lét gera fyrir ÖBÍ. Þar kemur fram að 20% fólks sem er á örorkulífeyri treystir sér til að fara aftur á vinnumarkaðinn í hlutastarf. Þarna er rakið tækifæri til að byrja á og finna þennan hóp og hjálpa honum til sjálfshjálpar. Ég ætla að við Einar séum sammála um það ?Uppstokkun á tryggingakerfi öryrkja verður ekki gerð nema í nánu samráði við hagsmunasamtök þeirra og í samvinnu við lífeyrissjóðina. Sjálfstæðisflokkurinn vill að í þeirri vinnu verði byggt á þeim meginsjónarmiðum að öryrkjar njóti þess og hafi ávinning af því að afla sér tekna, meðal annars með endurkomusamningum í fyrra kerfi og einnig verði að tryggja öryrkjum sem hafa enga möguleika til atvinnuþátttöku . Afnema þarf krónu á móti krónu skerðingu og viðmiðið þarf að miðast við að tryggja lágmarkstekjur til lífsviðurværis án þess að draga úr hvötum til sjálfsbjargar. Einfalda verður kerfið og gera það gagnsærra og skiljanlegra. Víða vantar stefnu og skilning á málefnum fatlaðra, allt frá grunnskóla- og framhaldsmenntun og áfram. En úr því verður ekki leyst nema með aðkomu allra ráðuneyta. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Bæta verður samráð við hagsmunasamtök fatlaðra, samtök atvinnulífsins, auk verkalýðshreyfingarinnar. Tryggja verður sjálfstæði fatlaðra einstaklinga. Þeir eiga rétt til að stýra sinni þjónustu sjálfir m.a. með notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA). Fjölga þarf NPA-samningum. Flutningur þessa málaflokks frá ríki til sveitarfélagahefur skapað erfiðleika í tengslum við fjármögnun þjónustunnar, sem þarf að leysa. Það er nefnilega miklu styttra á milli flokka en menn halda. Hættum að reyna benda á aðra flokka og láta í veðri vaka að þeir sé öxulveldi hins illa, sérstaklega gagnvart öryrkjum. Virða á rétt allra til aðgengis að samfélaginu, á öllum sviðum þess. Það getum við verið öll sammála um! Bergur Þorri Benjamínsson Höfundur er í 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í sv-kjördæmi auk þess að hafa 75% örorkumat.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar