Ísland, land fákeppninnar Jón Ingi Hákonarson skrifar 17. september 2021 12:00 Það sem skiptir felst heimili landsins miklu máli er aukinn kaupmáttur og auknar ráðstöfunartekjur. Stærstu útgjaldaliðir heimila eru skattar, fasteignalán eða leiga, vextir, dagvara og tryggingar. Því miður höfum við tekið þá ákvörðun að hamla raunverulegri samkeppni á flestum sviðum með því að halda í gjaldmiðil sem enginn notar utan Íslands, gjaldmiðil sem enginn vill brúka til verslunar og viðskipta nema við. Það eitt og sér kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni í bankastarfssemi sem þýðir margfalt hærri vaxtagjöld heimilanna. Krónan kemur í veg fyrir samkeppni í tryggingastarfsemi sem þýðir margfalt hærri iðgjöld fyrir heimilin. Hún kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni á dagvörumarkaði sem leiðir til hærri matarútgjalda. Fákeppnin er okkur lifandi að drepa. Krónan viðheldur fákeppni og heldur ráðstöfunartekjum okkar niðri. Þessi tekjutilfærsla er réttlætt í nafni sjálfstæðis og frelsis. Sumir flokkar vilja standa vörð um þjóðfrelsið líkt og um sé að ræða fornminjar sem vernda þurfi á Þjóðminjasafninu. Ég hef ekki efni á því að loka sjálfstæðið og frelsið inni. Ég vil frekar nota frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar til að bæta hér lífskjör allra. Því miður hafa þúsundir Íslendinga flúið fákeppnina og komið sér fyrir í löndum þar sem stöðugleiki, frelsi, tækifæri og samkeppni er raunveruleikinn en ekki frasar fyrir kosningar. Þegar upp verður staðið mun ég verða af ráðstöfunartekjum sem jafngilda verðmæti fasteignar minnar. Allt í nafni úreltrar þjóðernishyggju 19. aldar. Mig munar um þessa peninga um hver mánaðarmót. Hvað með þig? Það er m.a. vegna þessa sem ég mun kjósa Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það sem skiptir felst heimili landsins miklu máli er aukinn kaupmáttur og auknar ráðstöfunartekjur. Stærstu útgjaldaliðir heimila eru skattar, fasteignalán eða leiga, vextir, dagvara og tryggingar. Því miður höfum við tekið þá ákvörðun að hamla raunverulegri samkeppni á flestum sviðum með því að halda í gjaldmiðil sem enginn notar utan Íslands, gjaldmiðil sem enginn vill brúka til verslunar og viðskipta nema við. Það eitt og sér kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni í bankastarfssemi sem þýðir margfalt hærri vaxtagjöld heimilanna. Krónan kemur í veg fyrir samkeppni í tryggingastarfsemi sem þýðir margfalt hærri iðgjöld fyrir heimilin. Hún kemur í veg fyrir raunverulega samkeppni á dagvörumarkaði sem leiðir til hærri matarútgjalda. Fákeppnin er okkur lifandi að drepa. Krónan viðheldur fákeppni og heldur ráðstöfunartekjum okkar niðri. Þessi tekjutilfærsla er réttlætt í nafni sjálfstæðis og frelsis. Sumir flokkar vilja standa vörð um þjóðfrelsið líkt og um sé að ræða fornminjar sem vernda þurfi á Þjóðminjasafninu. Ég hef ekki efni á því að loka sjálfstæðið og frelsið inni. Ég vil frekar nota frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar til að bæta hér lífskjör allra. Því miður hafa þúsundir Íslendinga flúið fákeppnina og komið sér fyrir í löndum þar sem stöðugleiki, frelsi, tækifæri og samkeppni er raunveruleikinn en ekki frasar fyrir kosningar. Þegar upp verður staðið mun ég verða af ráðstöfunartekjum sem jafngilda verðmæti fasteignar minnar. Allt í nafni úreltrar þjóðernishyggju 19. aldar. Mig munar um þessa peninga um hver mánaðarmót. Hvað með þig? Það er m.a. vegna þessa sem ég mun kjósa Viðreisn. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar