Ólafía heiðruð fyrir baráttu sína fyrir náttúruvernd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. september 2021 16:06 Ólafía Jakobsdóttir tekur við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar umhverfisráðherra. Ólafía Jakobsdóttir hlaut í dag náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Umhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson veitti Ólafíu verðlaunin í dag. Er þetta í tólfta sinn sem náttúruverndarviðurkenningin er afhent að því er segir í tilkynningu. Ólafía hefur starfað á Kirkjubæjarstofu í tæp 20 ár, lengst af sem forstöðumaður á þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri, sem sinnir rannsóknum og fræðistörfum á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Í tíð Ólafíu á Kirkjubæjarstofu hefur t.a.m. verið lögð mikil áhersla á skráningu örnefna, fornra leiða og sagna úr Skaftárhreppi. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að í tíð sinni sem sveitarstjóri hafi Ólafía m.a. beitt sér fyrir því að koma á skipulagi og umhirðu í Friðlandinu í Lakagígum, einu viðkvæmasta svæði íslenskrar náttúru, og uppbyggingu annarra innviða til verndar náttúrunni í Skaftárhreppi. Ólafía átti drjúgan þátt í endurreisn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands árið 2005 og var ein aðaldriffjöðurin í stofnun Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi árið 2010. Hún hefur látið víða að sér kveða á vettvangi frjálsra félagasamtaka sem starfa að náttúru- og umhverfisvernd. Þá sat sem hún sem fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í svæðisráði vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans til ársins 2019. Ráðherra sagði Ólafíu vera boðbera nýrra tíma. „Hetja heima í héraði sem gefst aldrei upp og heldur á lofti rétti náttúrunnar. Ólafía sem hefur látið sig vernd íslenskrar náttúru varða, sérstaklega í Skaftárhreppi, hefur sýnt einstaka elju og þrautseigju. Hún er mjög vel að þessum verðlaunum komin.“ Umhverfismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Ólafía hefur starfað á Kirkjubæjarstofu í tæp 20 ár, lengst af sem forstöðumaður á þekkingarsetri á Kirkjubæjarklaustri, sem sinnir rannsóknum og fræðistörfum á sviði náttúrufars, sögu og menningar. Í tíð Ólafíu á Kirkjubæjarstofu hefur t.a.m. verið lögð mikil áhersla á skráningu örnefna, fornra leiða og sagna úr Skaftárhreppi. Í máli ráðherra við athöfnina í dag kom fram að í tíð sinni sem sveitarstjóri hafi Ólafía m.a. beitt sér fyrir því að koma á skipulagi og umhirðu í Friðlandinu í Lakagígum, einu viðkvæmasta svæði íslenskrar náttúru, og uppbyggingu annarra innviða til verndar náttúrunni í Skaftárhreppi. Ólafía átti drjúgan þátt í endurreisn Náttúruverndarsamtaka Suðurlands árið 2005 og var ein aðaldriffjöðurin í stofnun Eldvatna - samtaka um náttúruvernd í Skaftárhreppi árið 2010. Hún hefur látið víða að sér kveða á vettvangi frjálsra félagasamtaka sem starfa að náttúru- og umhverfisvernd. Þá sat sem hún sem fulltrúi umhverfisverndarsamtaka í svæðisráði vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans til ársins 2019. Ráðherra sagði Ólafíu vera boðbera nýrra tíma. „Hetja heima í héraði sem gefst aldrei upp og heldur á lofti rétti náttúrunnar. Ólafía sem hefur látið sig vernd íslenskrar náttúru varða, sérstaklega í Skaftárhreppi, hefur sýnt einstaka elju og þrautseigju. Hún er mjög vel að þessum verðlaunum komin.“
Umhverfismál Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira