Mbappé meiddur af velli er PSG mistókst að vinna | Haller skoraði fjögur í Portúgal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 21:30 Kylian Mbappé fór meiddur af velli í kvöld. Joris Verwijsty/Getty Images Öllum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er nú lokið. Í A-riðli mættust Club Brugge og París Saint-Germain í Belgíu. Var þetta fyrsti leikurinn sem Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé byrja fyrir Parísarliðið. Það kom því ef til vill örlítið á óvart þegar Ander Herrera skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum í 1-0. Herrera hefur verið heitur í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar til þessa þar og nú eitt mark í Meistaradeildinni. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar tæpur hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins og segja má að þetta séu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem talið var að Brugge ætti ekki möguleika gegn ógnarsterku liði PSG. Til að gera stöðuna enn dekkri fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans þá haltraði Mbappé af velli snemma í síðari hálfleik. Óvíst er hversu illa meiddur hann er. Kylian Mbappe is forced out of PSG s game against Brugge with an injury pic.twitter.com/gRyWXNOYzX— B/R Football (@brfootball) September 15, 2021 Í hinum leik A-riðils vann Manchester City 6-3 sigur á RB Leipzig í ótrúlegum leik. Í B-riðli gerðu Atlético Madríd og FC Porto markalaust jafntefli. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á AC Milan í mjög sveiflukenndum leik. Í C-riðli vann Ajax magnaðan 5-1 útisigur á Sporting. Sebastian Haller gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Sá hinn sami og Ajax gleymdi að skrá í Evrópuhóp sinn á síðstu leiktíð. Last season, ex-West Ham forward Sebastian Haller was accidentally left out of Ajax's Europa League squad, in a real-life FM administration error.Tonight, the Frenchman has a hat-trick - just so his employers don't forget about him again #UCL pic.twitter.com/fzVwqckz29— FourFourTwo (@FourFourTwo) September 15, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Borussia Dortmund 2-1 sigur á Besiktas í Tyrklandi fyrr í dag. Í D-riðli vann Real Madríd nauman 1-0 sigur á Inter Mílanó. Fyrr í kvöld höfðu nýliðar FC Sheriff unnið 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira
Í A-riðli mættust Club Brugge og París Saint-Germain í Belgíu. Var þetta fyrsti leikurinn sem Lionel Messi, Neymar og Kylian Mbappé byrja fyrir Parísarliðið. Það kom því ef til vill örlítið á óvart þegar Ander Herrera skoraði fyrsta mark leiksins og kom gestunum í 1-0. Herrera hefur verið heitur í frönsku úrvalsdeildinni það sem af er tímabili. Þrjú mörk og tvær stoðsendingar til þessa þar og nú eitt mark í Meistaradeildinni. Heimamenn jöfnuðu þó metin þegar tæpur hálftími var liðinn og staðan 1-1 í hálfleik. Reyndust það lokatölur leiksins og segja má að þetta séu óvæntustu úrslit kvöldsins þar sem talið var að Brugge ætti ekki möguleika gegn ógnarsterku liði PSG. Til að gera stöðuna enn dekkri fyrir Mauricio Pochettino og lærisveina hans þá haltraði Mbappé af velli snemma í síðari hálfleik. Óvíst er hversu illa meiddur hann er. Kylian Mbappe is forced out of PSG s game against Brugge with an injury pic.twitter.com/gRyWXNOYzX— B/R Football (@brfootball) September 15, 2021 Í hinum leik A-riðils vann Manchester City 6-3 sigur á RB Leipzig í ótrúlegum leik. Í B-riðli gerðu Atlético Madríd og FC Porto markalaust jafntefli. Þá vann Liverpool 3-2 sigur á AC Milan í mjög sveiflukenndum leik. Í C-riðli vann Ajax magnaðan 5-1 útisigur á Sporting. Sebastian Haller gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í leiknum. Sá hinn sami og Ajax gleymdi að skrá í Evrópuhóp sinn á síðstu leiktíð. Last season, ex-West Ham forward Sebastian Haller was accidentally left out of Ajax's Europa League squad, in a real-life FM administration error.Tonight, the Frenchman has a hat-trick - just so his employers don't forget about him again #UCL pic.twitter.com/fzVwqckz29— FourFourTwo (@FourFourTwo) September 15, 2021 Í hinum leik C-riðils vann Borussia Dortmund 2-1 sigur á Besiktas í Tyrklandi fyrr í dag. Í D-riðli vann Real Madríd nauman 1-0 sigur á Inter Mílanó. Fyrr í kvöld höfðu nýliðar FC Sheriff unnið 2-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Keflavík fær bandarískan framherja Körfubolti „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Fótbolti ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Sjá meira