Auðlind og auðvald Árni Múli Jónasson skrifar 12. september 2021 07:01 Í síðustu viku var sagt frá því fjölmiðlum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi og hafi þar með enn bætt við fiskveiðikvóta FISK Seafood, sem er í eigu kaupfélagsins og er nú þriðja stærsta útgerð landsins, miðað við kvótastöðu. Í fréttum um þessi kaup í Morgunblaðinu og Stundinni er rætt við Kristin Jónsson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Í viðtalið við Morgunblaðið sagði Kristin m.a.: „vissulega hræða spor sögunnar,“ og bæjarstórinn sagði einnig: „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn farinn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum forsendum. Sögur líkar þessari eru margar.“ Í frétt Morgunblaðsins um söluna segir einnig: „Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðarfyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélagsins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum." Hér er bara enn eitt dæmið af mjög mörgum um þá nöturlegu staðreynd að útgerðarmenn, sem hafa fengið úthlutað frá ríkinu einkarétti til að nýta fiskveiðiauðlindina, sem öll íslenska þjóðin á, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér. Og þeir geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu hvenær sem þeim þóknast og þeim hentar, með því að selja kvótann fyrirhafnarlaust hæstbjóðanda, oft fyrir marga milljarða og þurfa ekki að láta fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og vinna hann njóta nokkurs af þeim mikla ágóða með sér. En það er ekki nóg með það. Stórkostlegur auður, sem safnast á hendur eigenda og stjórnenda stórra útgerðarfyrirtækja, í krafti einkaréttar til að nýta fiskveiðiauðlindina sem við öll eigum saman, hefur gert þá gríðarlega valdamikla og valdhrokinn og virðingarleysið gagnvart þeim, sem fólkið sem á auðlindina, hefur treyst til að gæta hagsmuni sinna er mjög oft yfirgengilegt og gjörsamlega óþolandi. Segja þessi orð bæjarstjórans í Snæfellsbæ í viðtalinu við Stundina ekki sitt um það? „Þeir ætla sér að byggja hérna upp en mér þykir miður að hafa ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekki nákvæmlega hver áform þeirra eru, nema það sem stendur í fréttatilkynningunni.“ Með öðrum orðum. Fiskveiðiauðvaldið nennir ekki að ræða við sveitarstjórnarfólkið, sem íbúarnir hafa kosið með lýðræðislegum hætti. Þetta auðvald ber svo litla virðingu fyrir lýðræðislegu valdi að það nennir ekki einu sinni að þykjast bera virðingu fyrir því. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum á Íslandi stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Múli Jónasson Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var sagt frá því fjölmiðlum að Kaupfélag Skagfirðinga hefði keypt meirihluta í stærstu útgerðinni í Ólafsvík á Snæfellsnesi og hafi þar með enn bætt við fiskveiðikvóta FISK Seafood, sem er í eigu kaupfélagsins og er nú þriðja stærsta útgerð landsins, miðað við kvótastöðu. Í fréttum um þessi kaup í Morgunblaðinu og Stundinni er rætt við Kristin Jónsson, bæjarstjóra í Snæfellsbæ. Í viðtalið við Morgunblaðið sagði Kristin m.a.: „vissulega hræða spor sögunnar,“ og bæjarstórinn sagði einnig: „Eitt sinn keypti KEA hér útgerð og rækjuvinnslu, sem átti að efla. Fáum mánuðum síðar var kvótinn farinn og verksmiðjunni lokað og borið við breyttum forsendum. Sögur líkar þessari eru margar.“ Í frétt Morgunblaðsins um söluna segir einnig: „Steinunn ehf. er eitt stærsta útgerðarfyrirtækið í Ólafsvík og hefur skilað miklu til samfélagsins. Svo verður áfram, skv. því sem sagt hefur verið, en Kristinn segist taka öllu með fyrirvara og hefði kosið að heimamönnum hefði verið boðið að koma að kaupunum." Hér er bara enn eitt dæmið af mjög mörgum um þá nöturlegu staðreynd að útgerðarmenn, sem hafa fengið úthlutað frá ríkinu einkarétti til að nýta fiskveiðiauðlindina, sem öll íslenska þjóðin á, hafa líf og framtíð fólksins og heilu byggðarlaganna í hendi sér. Og þeir geta svipt fólkið sem þar býr lífsviðurværi sínu hvenær sem þeim þóknast og þeim hentar, með því að selja kvótann fyrirhafnarlaust hæstbjóðanda, oft fyrir marga milljarða og þurfa ekki að láta fólkið sem hefur unnið við að veiða fiskinn og vinna hann njóta nokkurs af þeim mikla ágóða með sér. En það er ekki nóg með það. Stórkostlegur auður, sem safnast á hendur eigenda og stjórnenda stórra útgerðarfyrirtækja, í krafti einkaréttar til að nýta fiskveiðiauðlindina sem við öll eigum saman, hefur gert þá gríðarlega valdamikla og valdhrokinn og virðingarleysið gagnvart þeim, sem fólkið sem á auðlindina, hefur treyst til að gæta hagsmuni sinna er mjög oft yfirgengilegt og gjörsamlega óþolandi. Segja þessi orð bæjarstjórans í Snæfellsbæ í viðtalinu við Stundina ekki sitt um það? „Þeir ætla sér að byggja hérna upp en mér þykir miður að hafa ekkert heyrt frá þeim þannig að ég veit ekki nákvæmlega hver áform þeirra eru, nema það sem stendur í fréttatilkynningunni.“ Með öðrum orðum. Fiskveiðiauðvaldið nennir ekki að ræða við sveitarstjórnarfólkið, sem íbúarnir hafa kosið með lýðræðislegum hætti. Þetta auðvald ber svo litla virðingu fyrir lýðræðislegu valdi að það nennir ekki einu sinni að þykjast bera virðingu fyrir því. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum á Íslandi stórkostlega fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins. Ef þú vilt leggja lið við það þjóðþrifaverk geturðu gert það með einföldum og mjög áhrifaríkum hætti: Greiddu Sósíalistaflokknum atkvæði þitt í alþingiskosningunum 25. september. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og er á framboðslista flokksins í Norðvesturkjördæmi.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun