Sebastian Vettel kom við á Íslandi á leiðinni á Monza Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2021 15:55 Vettel virðir fyrir sér hreinsistöðina á Hellisheiðinni á miðvikudaginn. @sebvettelnews Formúlu 1 ökuþórinn Sebastian Vettvel var staddur á Íslandi á miðvikudag þegar starfsemi hófst í fyrstu og stærstu lofthreinsi- og förgunarstöð í heiminum við Hellisheiðarvirkjun. Vettel, sem er mikill umhverfissinni, er á meðal fjárfesta í Orca verkefninu sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Hreinsistöðin fangar fjögur þúsund tonn af koltvísýring úr andrúmsloftinu á ári og fargar því neðanjarðar. Forsvarsmenn verkefnsins tjáðu fréttastofu á miðvikudag að þetta væri ekki töfralausnin við loftslagsvandanum. Sebastian Vettel hefur verið sigursæll á formúlubrautinni í gegnum tíðina og varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010-2013.Nordic Photos/Getty Images „En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ sagði Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks. „Við megum engan tíma að missa,“ segir Vettel sem skrifar um heimsókn sína á heimasíðu sinni. Um sé að ræða mikilvægt tól til að nota í baráttunni við loftslagsvandann. Vettel gerir mörg samfélagsmál að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar berst hann gegn því að fólk fleygi rusli á víðavangi, minnir á mikilvægi býflugnanna og styður hinsegin fólk í réttindabaráttu sinni. https://twitter.com/sebvettelnews/status/1435957012320243713 Næsti formúlukappakstur fer fram á Monza brautinni á Ítalíu. Vettel ekur fyrir Aston Martin Mercedes og situr í tólfta sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen hjá Red Bull Racing Honda er efstur með 224,5 stig. Formúla Orkumál Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Íslandsvinir Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira
Vettel, sem er mikill umhverfissinni, er á meðal fjárfesta í Orca verkefninu sem fjallað var um í fréttum Stöðvar 2. Svissneska fyrirtækið Climeworks opnaði lofthreinsistöðina Orca með formlegum hætti í dag en aðeins eru liðnir sextán mánuðir frá því uppbygging stöðvarinnar hófst í maí í fyrra. Tæknin byggir á safnkössum sem tiltölulega einfalt er að setja upp og þar með að stækka stöðina og auka afköstin. Hreinsistöðin fangar fjögur þúsund tonn af koltvísýring úr andrúmsloftinu á ári og fargar því neðanjarðar. Forsvarsmenn verkefnsins tjáðu fréttastofu á miðvikudag að þetta væri ekki töfralausnin við loftslagsvandanum. Sebastian Vettel hefur verið sigursæll á formúlubrautinni í gegnum tíðina og varð heimsmeistari fjögur ár í röð frá 2010-2013.Nordic Photos/Getty Images „En með minni losun og öðrum aðferðum við að fjarlægja koltvísýring úr loftinu getur þetta orðið lausnin ef það er byggt upp nógu fljótt,“ sagði Chrostoph Buettler yfirmaður loftlagsstefnu Climeworks. „Við megum engan tíma að missa,“ segir Vettel sem skrifar um heimsókn sína á heimasíðu sinni. Um sé að ræða mikilvægt tól til að nota í baráttunni við loftslagsvandann. Vettel gerir mörg samfélagsmál að umtalsefni á heimasíðu sinni. Þar berst hann gegn því að fólk fleygi rusli á víðavangi, minnir á mikilvægi býflugnanna og styður hinsegin fólk í réttindabaráttu sinni. https://twitter.com/sebvettelnews/status/1435957012320243713 Næsti formúlukappakstur fer fram á Monza brautinni á Ítalíu. Vettel ekur fyrir Aston Martin Mercedes og situr í tólfta sæti í keppni ökuþóra. Max Verstappen hjá Red Bull Racing Honda er efstur með 224,5 stig.
Formúla Orkumál Loftslagsmál Ölfus Jarðhiti Íslandsvinir Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Sjá meira