Tekur við starfi forseta samfélagssviðs af nýráðnum rektor Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2021 13:24 Bryndís Björk Ásgeirsdóttir. HR Bryndís Björk Ásgeirsdóttir hefur verið ráðin sviðsforseti samfélagssviðs Háskólans í Reykjavík, en undir sviðið heyra sálfræðideild, viðskiptadeild, lagadeild og íþróttafræðideild. Bryndís tekur við stöðunni af Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR. Í tilkynningu frá skólanum segir að Bryndís hafi lokið doktorsnámi í sálfræði við King's College í London árið 2011, MA prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. „Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og hefur verið forseti sálfræðideildar frá 2019 og prófessor frá 2021. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og sviðsstjóri sálfræðisviðs. Hún hefur starfað við HR síðan 2005 og gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu sálfræðideildar og uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði og hagnýtri atferlisgreiningu, sem og doktorsnáms í sálfræði við háskólann. Þá hefur hún setið í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið þátt í öðrum verkefnum fyrir sveitarfélög, ráðuneyti dómsmála, menntamála, félagsmála, heilbrigðis og viðskipta, Landlæknisembættið og Rauða kross Íslands. Hún situr í stjórn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði og í fjölskylduráði Garðabæjar og var um tíma framkvæmdarstjóri Rannsóknar og greiningar. Bryndís er virtur vísindamaður og meðal fremstu rannsakenda á sviði heilsu og líðan barna og ungmenna og afleiðingum ofbeldis. Hún hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum, skrifað bókakafla og rannsóknarskýrslur fyrir ráðuneyti og sveitarfélög og haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum. Þá hefur hún mikla reynslu í kennslu á háskólastigi, er leiðbeinandi doktorsnema í sálfræði við sálfræðideild HR og hefur leiðbeint fjölda meistaranema og BSc nema í rannsóknarverkefnum. Starf sviðsforseta er 100% stjórnunarstaða. Rektor ræður í stöðuna að undangengnu áliti matsnefndar, í samræmi við skipulags- og starfsreglur HR. Í matsnefndinni sátu Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor, Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri og Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Bryndís tekur við stöðunni af Ragnhildi Helgadóttur sem nýlega var skipuð rektor HR. Í tilkynningu frá skólanum segir að Bryndís hafi lokið doktorsnámi í sálfræði við King's College í London árið 2011, MA prófi í félagsfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og BA prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1999. „Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu og hefur verið forseti sálfræðideildar frá 2019 og prófessor frá 2021. Áður var hún forstöðumaður grunnnáms í sálfræði og íþróttafræði og sviðsstjóri sálfræðisviðs. Hún hefur starfað við HR síðan 2005 og gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu sálfræðideildar og uppbyggingu meistaranáms í klínískri sálfræði og hagnýtri atferlisgreiningu, sem og doktorsnáms í sálfræði við háskólann. Þá hefur hún setið í fjölmörgum opinberum nefndum og tekið þátt í öðrum verkefnum fyrir sveitarfélög, ráðuneyti dómsmála, menntamála, félagsmála, heilbrigðis og viðskipta, Landlæknisembættið og Rauða kross Íslands. Hún situr í stjórn Heilsustofnunarinnar í Hveragerði og í fjölskylduráði Garðabæjar og var um tíma framkvæmdarstjóri Rannsóknar og greiningar. Bryndís er virtur vísindamaður og meðal fremstu rannsakenda á sviði heilsu og líðan barna og ungmenna og afleiðingum ofbeldis. Hún hefur birt fjölda vísindagreina í alþjóðlegum vísindaritum, skrifað bókakafla og rannsóknarskýrslur fyrir ráðuneyti og sveitarfélög og haldið fjölmörg erindi á innlendum og erlendum vísindaráðstefnum. Þá hefur hún mikla reynslu í kennslu á háskólastigi, er leiðbeinandi doktorsnema í sálfræði við sálfræðideild HR og hefur leiðbeint fjölda meistaranema og BSc nema í rannsóknarverkefnum. Starf sviðsforseta er 100% stjórnunarstaða. Rektor ræður í stöðuna að undangengnu áliti matsnefndar, í samræmi við skipulags- og starfsreglur HR. Í matsnefndinni sátu Ari Kristinn Jónsson, fráfarandi rektor, Ester Gústavsdóttir, mannauðsstjóri og Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Tengdar fréttir Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Ragnhildur Helgadóttir nýr rektor HR Stjórn Háskólans í Reykjavík hefur skipað Ragnhildi Helgadóttur, sviðsforseta samfélagssviðs og prófessor við lagadeild, nýjan rektor Háskólans í Reykjavík. Ragnhildur tekur við stöðunni af Ara Kristni Jónssyni, sem hefur gengt stöðunni undanfarin ellefu ár. 1. september 2021 13:45