Fréttastofa RÚV og réttlát málsmeðferð Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. september 2021 12:31 Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila. Þótt það sé mikilvægt í öllum dómsmálum að leiða fram sannleikann verður í sakamálum að leiða hann í ljós með aðferðum sem takmarkast af tveim grundvallarreglum, annars vegar að sérhver sá sem borinn er sökum er talinn saklaus uns sekt er sönnuð og hins vegar að allan vafa ber að skýra sakborningi í hag. Þessi grundvallaratriði réttarríkisins byggja á yfirburðarstöðu lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka mál í samanburði við stöðu einstaklings sem borinn er sökum. Blaðamennska nútímans og hlutlægniskylda fjölmiðla Það er freistandi í erfiðum málum, þar sem sönnunarfærsla er snúin, svo sem í kynferðisbrotamálum, að reka slík mál í fjölmiðlum eða öðrum álíka vettvangi er stendur utan hins hefðbundna réttarvörslukerfis. Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt. Áður fyrr báru fjölmiðlar ríkulega ábyrgð á hvað kæmi til vitundar almennings. Stundum hefur verið sagt að fjölmiðlamenn hafi starfað sem hliðverðir er gegndu því hlutverki að stýra þeim lágmarkskröfum sem efni þyrfti að uppfylla til að geta komið fyrir sjónir almennings. Núna virðist sem þessi hlutlægniskylda sé á undanhaldi, a.m.k. í ákveðnum málaflokkum. Sem dæmi, virðist núna hægt að setja fram ásakanir um kynferðislegt áreiti og annað álíka ofbeldi án þess að fjölmiðlafólk kanni með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim. Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt. Fréttastofa RÚV og KSÍ-málið Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði. Sem dæmi um nýleg vinnubrögð fréttastofunnar, sem mér þykir ekki til eftirbreytni, má nefna frétt sem enn er aðgengileg á vef stofnunarinnar og er frá 27. ágúst síðastliðnum. Í þessari frétt er sagt frá viðtali við unga konu sem taldi farir sínar ekki sléttar í samskiptum við landsliðsmann í knattspyrnu á skemmtistað í september 2017 og með hvaða hætti KSÍ hafi höndlað það mál. Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar. Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar. Hvaða máli skiptir þetta? Mögulega telur almenningur það í lagi að fara fram með ósannindi í jafn viðkvæmu máli sem þessu eða þá að eingöngu um ónákvæmni sé að ræða, eftir allt saman voru einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til að ljúka málinu, þar með talið að veita Stígamótum veglegan fjárhagslegan styrk. Kjarni þessarar greinar lýtur hins vegar ekki að þessu heldur að vinnubrögðum fréttastofu RÚV og þær spurningar sem augljóslega vakna við þau. Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn? Fleiri spurninga mætti spyrja um framgöngu fréttastofu RÚV í KSÍ-málinu en aðalatriðið að svo stöddu, er að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem dregin er upp einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum. Slík málsmeðferð er ekki réttlætanleg, allra síst af fjölmiðli sem aðallega er rekinn fyrir skattfé. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila. Þótt það sé mikilvægt í öllum dómsmálum að leiða fram sannleikann verður í sakamálum að leiða hann í ljós með aðferðum sem takmarkast af tveim grundvallarreglum, annars vegar að sérhver sá sem borinn er sökum er talinn saklaus uns sekt er sönnuð og hins vegar að allan vafa ber að skýra sakborningi í hag. Þessi grundvallaratriði réttarríkisins byggja á yfirburðarstöðu lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka mál í samanburði við stöðu einstaklings sem borinn er sökum. Blaðamennska nútímans og hlutlægniskylda fjölmiðla Það er freistandi í erfiðum málum, þar sem sönnunarfærsla er snúin, svo sem í kynferðisbrotamálum, að reka slík mál í fjölmiðlum eða öðrum álíka vettvangi er stendur utan hins hefðbundna réttarvörslukerfis. Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt. Áður fyrr báru fjölmiðlar ríkulega ábyrgð á hvað kæmi til vitundar almennings. Stundum hefur verið sagt að fjölmiðlamenn hafi starfað sem hliðverðir er gegndu því hlutverki að stýra þeim lágmarkskröfum sem efni þyrfti að uppfylla til að geta komið fyrir sjónir almennings. Núna virðist sem þessi hlutlægniskylda sé á undanhaldi, a.m.k. í ákveðnum málaflokkum. Sem dæmi, virðist núna hægt að setja fram ásakanir um kynferðislegt áreiti og annað álíka ofbeldi án þess að fjölmiðlafólk kanni með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim. Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt. Fréttastofa RÚV og KSÍ-málið Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði. Sem dæmi um nýleg vinnubrögð fréttastofunnar, sem mér þykir ekki til eftirbreytni, má nefna frétt sem enn er aðgengileg á vef stofnunarinnar og er frá 27. ágúst síðastliðnum. Í þessari frétt er sagt frá viðtali við unga konu sem taldi farir sínar ekki sléttar í samskiptum við landsliðsmann í knattspyrnu á skemmtistað í september 2017 og með hvaða hætti KSÍ hafi höndlað það mál. Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar. Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar. Hvaða máli skiptir þetta? Mögulega telur almenningur það í lagi að fara fram með ósannindi í jafn viðkvæmu máli sem þessu eða þá að eingöngu um ónákvæmni sé að ræða, eftir allt saman voru einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til að ljúka málinu, þar með talið að veita Stígamótum veglegan fjárhagslegan styrk. Kjarni þessarar greinar lýtur hins vegar ekki að þessu heldur að vinnubrögðum fréttastofu RÚV og þær spurningar sem augljóslega vakna við þau. Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn? Fleiri spurninga mætti spyrja um framgöngu fréttastofu RÚV í KSÍ-málinu en aðalatriðið að svo stöddu, er að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem dregin er upp einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum. Slík málsmeðferð er ekki réttlætanleg, allra síst af fjölmiðli sem aðallega er rekinn fyrir skattfé. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar