Fréttastofa RÚV og réttlát málsmeðferð Helgi Áss Grétarsson skrifar 10. september 2021 12:31 Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila. Þótt það sé mikilvægt í öllum dómsmálum að leiða fram sannleikann verður í sakamálum að leiða hann í ljós með aðferðum sem takmarkast af tveim grundvallarreglum, annars vegar að sérhver sá sem borinn er sökum er talinn saklaus uns sekt er sönnuð og hins vegar að allan vafa ber að skýra sakborningi í hag. Þessi grundvallaratriði réttarríkisins byggja á yfirburðarstöðu lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka mál í samanburði við stöðu einstaklings sem borinn er sökum. Blaðamennska nútímans og hlutlægniskylda fjölmiðla Það er freistandi í erfiðum málum, þar sem sönnunarfærsla er snúin, svo sem í kynferðisbrotamálum, að reka slík mál í fjölmiðlum eða öðrum álíka vettvangi er stendur utan hins hefðbundna réttarvörslukerfis. Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt. Áður fyrr báru fjölmiðlar ríkulega ábyrgð á hvað kæmi til vitundar almennings. Stundum hefur verið sagt að fjölmiðlamenn hafi starfað sem hliðverðir er gegndu því hlutverki að stýra þeim lágmarkskröfum sem efni þyrfti að uppfylla til að geta komið fyrir sjónir almennings. Núna virðist sem þessi hlutlægniskylda sé á undanhaldi, a.m.k. í ákveðnum málaflokkum. Sem dæmi, virðist núna hægt að setja fram ásakanir um kynferðislegt áreiti og annað álíka ofbeldi án þess að fjölmiðlafólk kanni með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim. Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt. Fréttastofa RÚV og KSÍ-málið Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði. Sem dæmi um nýleg vinnubrögð fréttastofunnar, sem mér þykir ekki til eftirbreytni, má nefna frétt sem enn er aðgengileg á vef stofnunarinnar og er frá 27. ágúst síðastliðnum. Í þessari frétt er sagt frá viðtali við unga konu sem taldi farir sínar ekki sléttar í samskiptum við landsliðsmann í knattspyrnu á skemmtistað í september 2017 og með hvaða hætti KSÍ hafi höndlað það mál. Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar. Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar. Hvaða máli skiptir þetta? Mögulega telur almenningur það í lagi að fara fram með ósannindi í jafn viðkvæmu máli sem þessu eða þá að eingöngu um ónákvæmni sé að ræða, eftir allt saman voru einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til að ljúka málinu, þar með talið að veita Stígamótum veglegan fjárhagslegan styrk. Kjarni þessarar greinar lýtur hins vegar ekki að þessu heldur að vinnubrögðum fréttastofu RÚV og þær spurningar sem augljóslega vakna við þau. Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn? Fleiri spurninga mætti spyrja um framgöngu fréttastofu RÚV í KSÍ-málinu en aðalatriðið að svo stöddu, er að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem dregin er upp einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum. Slík málsmeðferð er ekki réttlætanleg, allra síst af fjölmiðli sem aðallega er rekinn fyrir skattfé. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Mest lesið Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Réttlát málsmeðferð er lykilatriði í réttarríkishugmyndinni. Kjarninn í slíkri málsmeðferð er að tveir málsaðilar sem deila um staðreyndir og túlkun laga fái jöfn tækifæri til að koma á framfæri gögnum og rökum fyrir hlutlausum úrlausnaraðila. Þótt það sé mikilvægt í öllum dómsmálum að leiða fram sannleikann verður í sakamálum að leiða hann í ljós með aðferðum sem takmarkast af tveim grundvallarreglum, annars vegar að sérhver sá sem borinn er sökum er talinn saklaus uns sekt er sönnuð og hins vegar að allan vafa ber að skýra sakborningi í hag. Þessi grundvallaratriði réttarríkisins byggja á yfirburðarstöðu lögreglu og ákæruvalds við að rannsaka mál í samanburði við stöðu einstaklings sem borinn er sökum. Blaðamennska nútímans og hlutlægniskylda fjölmiðla Það er freistandi í erfiðum málum, þar sem sönnunarfærsla er snúin, svo sem í kynferðisbrotamálum, að reka slík mál í fjölmiðlum eða öðrum álíka vettvangi er stendur utan hins hefðbundna réttarvörslukerfis. Auðveldara er þá að sannfæra almenning um hvað sé satt og rétt, hvaða staðreyndir eigi að leggja til grundvallar við mat á mönnum og málefnum. Vandinn við þessa nálgun er að hún tekur ekki tillit til áðurnefndra grundvallarreglna og of þægilegt verður að lita lygi sem sannleik og öfugt. Áður fyrr báru fjölmiðlar ríkulega ábyrgð á hvað kæmi til vitundar almennings. Stundum hefur verið sagt að fjölmiðlamenn hafi starfað sem hliðverðir er gegndu því hlutverki að stýra þeim lágmarkskröfum sem efni þyrfti að uppfylla til að geta komið fyrir sjónir almennings. Núna virðist sem þessi hlutlægniskylda sé á undanhaldi, a.m.k. í ákveðnum málaflokkum. Sem dæmi, virðist núna hægt að setja fram ásakanir um kynferðislegt áreiti og annað álíka ofbeldi án þess að fjölmiðlafólk kanni með sjálfstæðum hætti hvað sé hæft í þeim. Fjölmiðlar hafa tekið upp á að endursegja staðhæfingar þess sem setur fram ásakanir og virðast samfélagsmiðlar leika stórt hlutverk í þessari þróun. Ímynd er mikilvægari en hvað sé efnislega satt. Fréttastofa RÚV og KSÍ-málið Álit mitt á vinnubrögðum fréttastofu RÚV í tilteknum málaflokkum er ekki ýkja mikið, jafnvel þótt þessi fjölmiðill sé rekinn að stórum hluta fyrir skattfé og nýtur forréttinda á fjölmiðlamarkaði. Sem dæmi um nýleg vinnubrögð fréttastofunnar, sem mér þykir ekki til eftirbreytni, má nefna frétt sem enn er aðgengileg á vef stofnunarinnar og er frá 27. ágúst síðastliðnum. Í þessari frétt er sagt frá viðtali við unga konu sem taldi farir sínar ekki sléttar í samskiptum við landsliðsmann í knattspyrnu á skemmtistað í september 2017 og með hvaða hætti KSÍ hafi höndlað það mál. Viðtal þetta hlýtur að hafa verið undirbúið af fjölmiðlamanni í vinnu hjá fréttastofunni en svo virðist sem að viðmælandinn hafi ekki þurft að leggja fram mikið af gögnum til að sanna fullyrðingar sínar. Sem dæmi sagði viðmælandinn „[é]g var með áverka í tvær til þrjá vikur eftir hann“ og að hún hafi fengið símtal frá lögmanni um að mæta á fund hjá KSÍ. Núna liggur fyrir að fyrri fullyrðingin var sett fram gegn betri vitund enda hafa verið lögð fram gögn í fjölmiðlum sem varpa ljósi á þá staðreynd að samkvæmt áverkavottorði hafi viðmælandi fréttastofunnar enga áverka haft. Síðari fullyrðingin reyndist einnig efnislega röng, KSÍ hafði enga aðkomu að sáttum sem náðust á milli landsliðsmannsins og viðmælanda fréttastofunnar. Hvaða máli skiptir þetta? Mögulega telur almenningur það í lagi að fara fram með ósannindi í jafn viðkvæmu máli sem þessu eða þá að eingöngu um ónákvæmni sé að ræða, eftir allt saman voru einhverjar undirliggjandi ástæður fyrir því að knattspyrnumaðurinn greiddi háa fjárhæð til að ljúka málinu, þar með talið að veita Stígamótum veglegan fjárhagslegan styrk. Kjarni þessarar greinar lýtur hins vegar ekki að þessu heldur að vinnubrögðum fréttastofu RÚV og þær spurningar sem augljóslega vakna við þau. Sem dæmi, hvers vegna aflaði fréttastofan sér ekki gagna til að skilja málið í heild áður en viðtalið við konuna ungu var birt? Var ekki einfalt að biðja viðmælandann um aðgang að lögregluskýrslum til að fá frásögnina staðfesta? Og hvers vegna hefur fréttastofa RÚV lítið sem ekkert sagt um framlagningu gagna í fjölmiðlum síðustu daga sem sýna að konan unga hafði samkvæmt áverkavottorði enga áverka haft eftir samskipti sín við knattspyrnumanninn? Fleiri spurninga mætti spyrja um framgöngu fréttastofu RÚV í KSÍ-málinu en aðalatriðið að svo stöddu, er að benda á vinnubrögð fjölmiðils þar sem dregin er upp einhliða mynd af málefni þar sem brýn nauðsyn bar til þess að leita heimilda sem gætu vefengt þá mynd af málavöxtum. Slík málsmeðferð er ekki réttlætanleg, allra síst af fjölmiðli sem aðallega er rekinn fyrir skattfé. Höfundur er lögfræðingur.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun