Vantar fjölda manns til starfa á Austurlandi vegna mikilla anna Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2021 23:41 Stefán Vignisson er framkvæmdastjóri MVA byggingaverktaka. Fyrir aftan er verið að byggja leikskóla. Arnar Halldórsson Mikil umsvif eru núna í byggingageiranum á Austurlandi og segir framkvæmdastjóri stærsta byggingafélags fjórðungsins að fjölda fólks vanti þar til starfa. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvar verið er að byggja sjöhundruð milljóna króna leikskóla í Fellabæ, úthverfi Egilsstaða. Þetta er eitt af mörgum verkum MVA byggingaverktaka. Nafnið stendur fyrir Múrverktakar Austurlands og þeir eiga að skila leikskólanum fullbúnum að ári. „Þriggja deilda leikskóla sem verður mjög góð viðbót fyrir bæjarfélagið,“ segir Stefán Vignisson, framkvæmdastjóri MVA byggingaverktaka. Frá smíði nýs leikskóla í Fellabæ.Arnar Halldórsson Þeir byrjuðu þrír í fyrirtækinu árið 2012. Það hefur síðan sameinast öðrum og bætt við starfsemi, síðast með kaupum á steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ. Starfsmannafjöldinn telur núna tugi manna. „Við erum í kringum fjörutíu í dag. Gætum verið mun fleiri. Það vantar.. ég kæmi allavega tíu að í viðbót.“ -Er svona mikið að gera á Austurlandi? „Það er rosalega mikið að gera.“ Þar segir Stefán mestu muna um fjárfestingar í sjávarútvegi. „Fiskvinnslufyrirtækin bara um alla firði eru að framkvæma. Á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði.“ Eskja á Eskifirði er meðal þeirra austfirsku sjávarútvegsfyrirtækja sem eru að byggja.Arnar Halldórsson Starfssvæðið segir hann stórt. „Það má eiginlega segja frá Hornafirði og norður á Akureyri.“ Þeir steypa einingar fyrir skógarböðin á Akureyri, á Hornafirði byggðu þeir parhús, á Kópaskeri er það fiskeldisstöð, í Berufirði brú og á Eskifirði flóðvarnir. Og hann segir margt í pípunum. „Það á eftir að verða gríðarleg uppbygging í fiskeldi hérna. Sjávarútvegurinn er náttúrlega rosalega sterkur í þessum fjórðungi. Og það er mikil þörf á innviðabyggingum í sveitarfélögunum, bæði í Múlaþingi og hérna í kring. Þannig að framtíðin er bara mjög björt,“ segir Stefán Vignisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. 31. ágúst 2021 20:40 Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. 7. september 2021 23:10 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. 1. desember 2014 19:45 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá hvar verið er að byggja sjöhundruð milljóna króna leikskóla í Fellabæ, úthverfi Egilsstaða. Þetta er eitt af mörgum verkum MVA byggingaverktaka. Nafnið stendur fyrir Múrverktakar Austurlands og þeir eiga að skila leikskólanum fullbúnum að ári. „Þriggja deilda leikskóla sem verður mjög góð viðbót fyrir bæjarfélagið,“ segir Stefán Vignisson, framkvæmdastjóri MVA byggingaverktaka. Frá smíði nýs leikskóla í Fellabæ.Arnar Halldórsson Þeir byrjuðu þrír í fyrirtækinu árið 2012. Það hefur síðan sameinast öðrum og bætt við starfsemi, síðast með kaupum á steypueiningaverksmiðju VHE í Fellabæ. Starfsmannafjöldinn telur núna tugi manna. „Við erum í kringum fjörutíu í dag. Gætum verið mun fleiri. Það vantar.. ég kæmi allavega tíu að í viðbót.“ -Er svona mikið að gera á Austurlandi? „Það er rosalega mikið að gera.“ Þar segir Stefán mestu muna um fjárfestingar í sjávarútvegi. „Fiskvinnslufyrirtækin bara um alla firði eru að framkvæma. Á Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði.“ Eskja á Eskifirði er meðal þeirra austfirsku sjávarútvegsfyrirtækja sem eru að byggja.Arnar Halldórsson Starfssvæðið segir hann stórt. „Það má eiginlega segja frá Hornafirði og norður á Akureyri.“ Þeir steypa einingar fyrir skógarböðin á Akureyri, á Hornafirði byggðu þeir parhús, á Kópaskeri er það fiskeldisstöð, í Berufirði brú og á Eskifirði flóðvarnir. Og hann segir margt í pípunum. „Það á eftir að verða gríðarleg uppbygging í fiskeldi hérna. Sjávarútvegurinn er náttúrlega rosalega sterkur í þessum fjórðungi. Og það er mikil þörf á innviðabyggingum í sveitarfélögunum, bæði í Múlaþingi og hérna í kring. Þannig að framtíðin er bara mjög björt,“ segir Stefán Vignisson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Vinnumarkaður Sjávarútvegur Fiskeldi Tengdar fréttir Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. 31. ágúst 2021 20:40 Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. 7. september 2021 23:10 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. 1. desember 2014 19:45 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur látinn af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Síðasta þéttbýli Austurlands tengist brátt bundnu slitlagi Endurbygging fimmtán kílómetra vegarkafla á Fljótsdalshéraði í átt til Borgarfjarðar eystra markar þáttaskil í samgöngumálum Austurlands. Þegar malbikun vegarins lýkur verða allir þéttbýlisstaðir fjórðungsins tengdir bundnu slitlagi. 31. ágúst 2021 20:40
Árnar á Eskifirði hamdar með steyptum stokkum Fimm ár sem renna í gegnum Eskifjarðarbæ eru að missa náttúrulega farvegi sína og flæða í framtíðinni um steypta stokka, með framkvæmdum sem kosta vel á þriðja milljarð króna. Tilgangurinn er að verja byggðina fyrir ofanflóðum. 7. september 2021 23:10
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57
Ferðamennirnir héldu verksmiðju gangandi Hröð uppbygging gistirýmis hefur reynst happafengur fyrir byggingariðnaðinn og er helsta ástæða þess að einu steypueiningaverksmiðju Austurlands tókst að þreyja þorrann. 1. desember 2014 19:45
Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30