Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2021 12:07 Þórólfur Guðnason vísar því til föðurhúsana að sóttvarnaryfirvöld séu að rústa menningarlífi í landinu. Kári Stefánsson hefur lagt til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar. vísir/samsett Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. Dómsmálaráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær binda vonir við að hægt væri að stíga skref til afléttinga áður en núgildandi takmarkair renna úr gildi föstudaginn 17. spetember vegna góðrar stöðu á Landspítalanum og í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. Heilbrigðisráðherra tók undir að staðan gefi tilefni til tilslakana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist nú vinna að nýju minnisblaði og gerir ráð fyrir að senda það á næstu dögum. Hann telur ekki ástæðu til þess að nýjar reglur taki gildi fyrir föstudaginn í næstu viku en bendir á að það sé í höndum ráðherra. „Ég tel að við þurfum að flýta okkur hægt og ég sé ekki neinar sérstakar forsendur fyrir því að vera flýta sér eitthvað meira en við höfum ákveðið til þessa. Reglugerðin sem nú er í gildi er ekki komin að fullu til framkvæmda einu sinni. Þannig ég held að við ættum að flýta okkur hægt en ég held þó að það sé alveg ráðrúm til tilslakana,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, skrifðaði grein á Vísi á dögunum þar sem hann leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar og gagnrýndi sóttvarnaryfirvöld fyrir óskýrleika. „Kári er í jötunmóð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóstbróður sínum í Covid að þessu sinni. Hann er með hugmyndir um miklu meiri tilslakanir, eða töluvert meiri, en við erum með og hann hefur yfirleitt verið á hinni línunni. Þetta er bara ágætis innlegg í umræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum óskýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur. „Annað sem kom mér mjög á óvart er að það sé verið að kenna okkur um það að leggja listalífið í rúst. Ég skil ekki þá ásökun og við höfum verið í samráði við forsvarsmenn sviðslista um þessar tilslakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föðurhúsanna að við séum að eyðileggja listalíf í landinu.“ Þórólfur telur ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir. „Ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðarmótin júní/júlí með afleiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Faraldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og ef við fáum meiri útbreiðslu í faraldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær binda vonir við að hægt væri að stíga skref til afléttinga áður en núgildandi takmarkair renna úr gildi föstudaginn 17. spetember vegna góðrar stöðu á Landspítalanum og í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. Heilbrigðisráðherra tók undir að staðan gefi tilefni til tilslakana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist nú vinna að nýju minnisblaði og gerir ráð fyrir að senda það á næstu dögum. Hann telur ekki ástæðu til þess að nýjar reglur taki gildi fyrir föstudaginn í næstu viku en bendir á að það sé í höndum ráðherra. „Ég tel að við þurfum að flýta okkur hægt og ég sé ekki neinar sérstakar forsendur fyrir því að vera flýta sér eitthvað meira en við höfum ákveðið til þessa. Reglugerðin sem nú er í gildi er ekki komin að fullu til framkvæmda einu sinni. Þannig ég held að við ættum að flýta okkur hægt en ég held þó að það sé alveg ráðrúm til tilslakana,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, skrifðaði grein á Vísi á dögunum þar sem hann leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar og gagnrýndi sóttvarnaryfirvöld fyrir óskýrleika. „Kári er í jötunmóð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóstbróður sínum í Covid að þessu sinni. Hann er með hugmyndir um miklu meiri tilslakanir, eða töluvert meiri, en við erum með og hann hefur yfirleitt verið á hinni línunni. Þetta er bara ágætis innlegg í umræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum óskýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur. „Annað sem kom mér mjög á óvart er að það sé verið að kenna okkur um það að leggja listalífið í rúst. Ég skil ekki þá ásökun og við höfum verið í samráði við forsvarsmenn sviðslista um þessar tilslakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föðurhúsanna að við séum að eyðileggja listalíf í landinu.“ Þórólfur telur ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir. „Ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðarmótin júní/júlí með afleiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Faraldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og ef við fáum meiri útbreiðslu í faraldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira