Þórólfur segir Kára í jötunmóð og beina sverðinu að fóstbróður sínum í faraldrinum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2021 12:07 Þórólfur Guðnason vísar því til föðurhúsana að sóttvarnaryfirvöld séu að rústa menningarlífi í landinu. Kári Stefánsson hefur lagt til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar. vísir/samsett Sóttvarnalæknir telur ekki tilefni til snemmbúinna tilslakana líkt og ráðherrar hafa kallað eftir. Þá sé ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir líkt og Kári Stefánsson leggur til. Hann segir Kára í jötunmóð og nú beina sverðinu að fóstbróður sínum í Covid. Dómsmálaráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær binda vonir við að hægt væri að stíga skref til afléttinga áður en núgildandi takmarkair renna úr gildi föstudaginn 17. spetember vegna góðrar stöðu á Landspítalanum og í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. Heilbrigðisráðherra tók undir að staðan gefi tilefni til tilslakana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist nú vinna að nýju minnisblaði og gerir ráð fyrir að senda það á næstu dögum. Hann telur ekki ástæðu til þess að nýjar reglur taki gildi fyrir föstudaginn í næstu viku en bendir á að það sé í höndum ráðherra. „Ég tel að við þurfum að flýta okkur hægt og ég sé ekki neinar sérstakar forsendur fyrir því að vera flýta sér eitthvað meira en við höfum ákveðið til þessa. Reglugerðin sem nú er í gildi er ekki komin að fullu til framkvæmda einu sinni. Þannig ég held að við ættum að flýta okkur hægt en ég held þó að það sé alveg ráðrúm til tilslakana,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, skrifðaði grein á Vísi á dögunum þar sem hann leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar og gagnrýndi sóttvarnaryfirvöld fyrir óskýrleika. „Kári er í jötunmóð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóstbróður sínum í Covid að þessu sinni. Hann er með hugmyndir um miklu meiri tilslakanir, eða töluvert meiri, en við erum með og hann hefur yfirleitt verið á hinni línunni. Þetta er bara ágætis innlegg í umræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum óskýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur. „Annað sem kom mér mjög á óvart er að það sé verið að kenna okkur um það að leggja listalífið í rúst. Ég skil ekki þá ásökun og við höfum verið í samráði við forsvarsmenn sviðslista um þessar tilslakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föðurhúsanna að við séum að eyðileggja listalíf í landinu.“ Þórólfur telur ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir. „Ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðarmótin júní/júlí með afleiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Faraldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og ef við fáum meiri útbreiðslu í faraldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Dómsmálaráðherra sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær binda vonir við að hægt væri að stíga skref til afléttinga áður en núgildandi takmarkair renna úr gildi föstudaginn 17. spetember vegna góðrar stöðu á Landspítalanum og í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. Heilbrigðisráðherra tók undir að staðan gefi tilefni til tilslakana. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist nú vinna að nýju minnisblaði og gerir ráð fyrir að senda það á næstu dögum. Hann telur ekki ástæðu til þess að nýjar reglur taki gildi fyrir föstudaginn í næstu viku en bendir á að það sé í höndum ráðherra. „Ég tel að við þurfum að flýta okkur hægt og ég sé ekki neinar sérstakar forsendur fyrir því að vera flýta sér eitthvað meira en við höfum ákveðið til þessa. Reglugerðin sem nú er í gildi er ekki komin að fullu til framkvæmda einu sinni. Þannig ég held að við ættum að flýta okkur hægt en ég held þó að það sé alveg ráðrúm til tilslakana,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, skrifðaði grein á Vísi á dögunum þar sem hann leggur til að fjöldatakmarkanir verði afnumdar og gagnrýndi sóttvarnaryfirvöld fyrir óskýrleika. „Kári er í jötunmóð og hefur sveiflað sverðinu til hægri og vinstri og meðal annars beint því að fóstbróður sínum í Covid að þessu sinni. Hann er með hugmyndir um miklu meiri tilslakanir, eða töluvert meiri, en við erum með og hann hefur yfirleitt verið á hinni línunni. Þetta er bara ágætis innlegg í umræðuna en hins vegar er margt sem þarna kemur fram. Eins og til dæmis að við séum óskýr og höfum ekki trú á því sem við erum að gera núna. Ég skil ekki alveg hvað er meint með því,“ segir Þórólfur. „Annað sem kom mér mjög á óvart er að það sé verið að kenna okkur um það að leggja listalífið í rúst. Ég skil ekki þá ásökun og við höfum verið í samráði við forsvarsmenn sviðslista um þessar tilslakanir sem eru í gangi núna. Ég vísa því nú til föðurhúsanna að við séum að eyðileggja listalíf í landinu.“ Þórólfur telur ekki rétt að afnema fjöldatakmarkanir. „Ég fellst ekki á það og við reyndum það um mánaðarmótin júní/júlí með afleiðingum sem mér finnst margir vera búnir að gleyma. Faraldurinn fór á flug og um 2,5 prósent af þeim sem hafa smitast hafa þurft að leggjast inn á spítala. Hundrað manns hafa þurft að leggjast inn á sjúkrahús og ef við fáum meiri útbreiðslu í faraldrinum heldur en þetta fáum við bara enn þá fleiri inn á spítala.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira