Þakkar lífsgæðum landsbyggðarinnar í túnfæti Reykjavíkur fyrir mikinn vöxt Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 7. september 2021 22:17 Hveragerði vex og vex. Visir/Vilhelm Íbúum Hveragerðis hefur fjölgað um hátt í fimmtung á þremur árum og tvö hundruð íbúðir eru nú í byggingu til að mæta þeirri fjölgun. Bæjarstjórinn reiknar með að bæjarbúar verði orðnir fimm þúsund eftir tíu ár, en þeir voru 2.777 um áramótin síðustu. Þau sem aka þjóðveg 1 austur Hellisheiðina og niður Kambana hafa ef til vill tekið eftir því að Hveragerði stækkar nú ört, svo ört að byggingarland bæjarins nær nánast að veginum niður Kambana. Þar er nú verið að útbúa nýtt hverfi, sem hefur einmitt fengið heitið Kambaland. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að eitt aðalatriðið sé það að hér býðst húsnæði á hagstæðari kjörum en á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir líka máli hér bjóðast fólki lífsgæði landsbyggðarinnar en samt í túnfæti Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Hér getum við notið náttúru, þeirra gæða sem að hún gefur og göngustíga og umhverfis, um leið og við getum sótt þjónustu til Reykjavíkur á þrjátíu mínútum,“ sagði Aldís. Eruð þið að sjá þessa þróun halda áfram og eruð þið að gera ráð fyrir henni á einhvern hátt? „Já, ég sé ekkert í kortunum annað en að þetta haldi áfram. Hér er verið að byggja mjög mikið. Bara þar sem við stöndum núna, í Kambalandinu, er verið að byggja um tvö hundruð íbúðir í dag. Við ætlum okkur að úthluta á næsta ári einum 150 í viðbót. Á öðrum stöðum í bæjarfélaginu eru einhverjar tvö hundruð íbúðir í farvatninu.“ Hver verður þá íbúafjöldi Hveragerðis eftir nokkur ár? „Núna um áramótin erum við að spá að það gæti farið yfir þrjú þúsund og á næstu tíu árum held ég að við förum yfir fimm þúsund.“ Hveragerði Skipulag Byggðamál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Þau sem aka þjóðveg 1 austur Hellisheiðina og niður Kambana hafa ef til vill tekið eftir því að Hveragerði stækkar nú ört, svo ört að byggingarland bæjarins nær nánast að veginum niður Kambana. Þar er nú verið að útbúa nýtt hverfi, sem hefur einmitt fengið heitið Kambaland. Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis, ræddi við Birgi Olgeirsson fréttamann um málið í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég held að eitt aðalatriðið sé það að hér býðst húsnæði á hagstæðari kjörum en á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir líka máli hér bjóðast fólki lífsgæði landsbyggðarinnar en samt í túnfæti Reykjavíkur og höfuðborgarsvæðisins. Hér getum við notið náttúru, þeirra gæða sem að hún gefur og göngustíga og umhverfis, um leið og við getum sótt þjónustu til Reykjavíkur á þrjátíu mínútum,“ sagði Aldís. Eruð þið að sjá þessa þróun halda áfram og eruð þið að gera ráð fyrir henni á einhvern hátt? „Já, ég sé ekkert í kortunum annað en að þetta haldi áfram. Hér er verið að byggja mjög mikið. Bara þar sem við stöndum núna, í Kambalandinu, er verið að byggja um tvö hundruð íbúðir í dag. Við ætlum okkur að úthluta á næsta ári einum 150 í viðbót. Á öðrum stöðum í bæjarfélaginu eru einhverjar tvö hundruð íbúðir í farvatninu.“ Hver verður þá íbúafjöldi Hveragerðis eftir nokkur ár? „Núna um áramótin erum við að spá að það gæti farið yfir þrjú þúsund og á næstu tíu árum held ég að við förum yfir fimm þúsund.“
Hveragerði Skipulag Byggðamál Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira