Hefur farið í 100 sýnatökur: „Get haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2021 10:03 Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, er mögulegur sýnatökukóngur landsins. vísir/Vilhelm Það væri heiður að vera sýnatökukóngur Íslands, segir leikarinn Jóhannes Haukur sem fór í sína eitt hundruðustu skimun á föstudag. Hann segist vanur sýnatökupinnanum og gæti haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann. Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira