Hefur farið í 100 sýnatökur: „Get haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2021 10:03 Jóhannes Haukur Jóhannesson, leikari, er mögulegur sýnatökukóngur landsins. vísir/Vilhelm Það væri heiður að vera sýnatökukóngur Íslands, segir leikarinn Jóhannes Haukur sem fór í sína eitt hundruðustu skimun á föstudag. Hann segist vanur sýnatökupinnanum og gæti haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann. Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Í dag hafa um milljón sýni vegna kórónuveirufaraldursins verið tekin hér á landi, ýmist við landamærin eða innanlands. Skimunum er misskipt milli landsmanna en sennilega hafa fáir fengið sýnatökupinnan eins oft upp í nefið og leikarinn Jóhannes Haukur. „Ég náði minni hundruðustu covid skimun á föstudag, eða hundraðasta PCR prófinu. Það er svona ákveðinn áfangi.“ Þessi fjöldi skimana á sér eðlilegar skýringar þar sem Jóhannes hefur verið við tökur á Netflix þáttunum Vikings í Írlandi og tökulið er skimað daglega. Þar að auki hafa ferðalög verið tíð vegna þáttanna. Hann segir orðinn vanur sýnatökunum sem hafi þó verið erfiðar í fyrstu. „Fyrstu skiptin eru skrýtin en svo venst þetta, það er bara eins og með allt í lífinu. Þegar þú ert kominn upp í hundrað skipti, þó einhver stingi eyrnapinna lengst aftan í nefholurnar að þá er það ekkert mál. Þetta er vont fyrst en svo venst þetta,“ segir Jóhannes brattur. „Ég get alveg haldið þessu áfram fram í rauðan dauðann.“ Hann segist ekki hafa heyrt af neinum sem hefur oftar farið í skimun. „Það væri kannski áhugavert að vita hvort maður væri allavega á topp fimm eða tíu. Þetta er ákveðinn heiður að hafa. Ég veit ekki betur en að ég sé sýnatökukóngur landsins.“ „En þetta er lítil fyrirhöfn af minni hálfu. Ég sit bara og opna munnin og glenni út nasavængina. Það eru aðrir sem sjá um að taka sýnin og greina þau. En ég á minn þátt í þessu,“ segir Jóhannes nokkuð stoltur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira