Fimm nýir kjörstaðir í Reykjavík og breytt kjördæmamörkun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2021 10:29 Höfðatorg er einn af fimm nýjum kjörstöðum í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Alþingiskosningar fara fram laugardaginn 25. september næstkomandi. Kosið verður á 23 stöðum í Reykjavík og bætast fimm nýir kjörstaðir við í þessum kosningum. Þeir eru Frostaskjól (KR-heimilið), Höfðatorg, Álftamýrarskóli, Foldaskóli og Rimaskóli. Kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að það sé stefna borgarinnar að bæta aðgengi kjósenda að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna. Liður í því sé að fjölga kjörstöðum og færa þjónustuna þannig sem næst íbúum. Opið frá 9-22 á kjördag Í mörgum tilfellum hefur kjörstaður færst nær heimili fólks og eru kjósendur því eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Þær upplýsingar ásamt ýmsum öðrum má finna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þarna er til dæmis búið að merkja inn á kortið gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má fletta upp sínum kjörstað út frá kennitölu á vef Þjóðskrár hér. Kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fatlað fólk en aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða borgarinnar hér. Leita má upplýsinga um allt sem varðar kosningar í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Áhrif breyttrar kjördæmamörkunar Vakin er athygli á því að Landskjörsstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Nánar má lesa um breytingu kjördæmamarkanna hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni í Reykjavík og í Smáralind í Kópavogi og er opið milli 10 og 22 alla daga. Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að það sé stefna borgarinnar að bæta aðgengi kjósenda að kjörstöðum og hvetja til vistvænna samgangna. Liður í því sé að fjölga kjörstöðum og færa þjónustuna þannig sem næst íbúum. Opið frá 9-22 á kjördag Í mörgum tilfellum hefur kjörstaður færst nær heimili fólks og eru kjósendur því eindregið hvattir til að fletta upp hvar þeir eiga að kjósa. Þær upplýsingar ásamt ýmsum öðrum má finna hér á vef Reykjavíkurborgar. Þarna er til dæmis búið að merkja inn á kortið gönguleið á kjörstað, vegalengd hennar og staðsetningu næstu strætóbiðstöðvar. Einnig má fletta upp sínum kjörstað út frá kennitölu á vef Þjóðskrár hér. Kjörstaðir í borginni verða opnir frá klukkan 9 til 22 á kjördag og að kjörfundi loknum fer talning fram í Laugardalshöll. Hún er öllum opin og verður myndstreymi frá talningunni á vef borgarinnar, reykjavik.is. Allir kjörstaðir í Reykjavík eru aðgengilegir fyrir fatlað fólk en aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks í Reykjavík safnar ábendingum um aðgengismál kjörstaða borgarinnar hér. Leita má upplýsinga um allt sem varðar kosningar í síma 411-4915 eða með pósti á netfangið kosningar@reykjavik.is. Áhrif breyttrar kjördæmamörkunar Vakin er athygli á því að Landskjörsstjórn hefur ákveðið að breyta kjördæmamörkum Reykjavíkurkjördæmanna. Áhrifin eru þau að kjósendur í Grafarholti sem búsettir eru fyrir norðan Kristnibraut en vestan Jónsgeisla kjósa nú í Reykjavíkurkjördæmi suður, en voru áður í Reykjavíkurkjördæmi norður. Kjörstaður þeirra breytist ekki og er sem fyrr í Ingunnarskóla. Nánar má lesa um breytingu kjördæmamarkanna hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Kringlunni í Reykjavík og í Smáralind í Kópavogi og er opið milli 10 og 22 alla daga.
Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira