Karlvígið í Bjarnareyjarfélaginu í Eyjum fallið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. september 2021 21:26 Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Karlvígið í Bjarnareyjarfélaginu í Vestmannaeyjum er nú endanlega fallið eftir að fyrsta konan var tekin formlega inn í félagið. Konan segist vilja gera strákahluti. Kristín Bernharðsdóttir býr í fallega húsi við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, sem fjölskyldan hefur verið að gera upp síðustu ár en þau búa í Reykjavík en nýta hvert tækifæri til að koma til Eyja og vera í húsinu sínu. Kristín er ekki bara þekkt fyrir að hafa verið kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1979 því hún er líka fyrsta konan, sem hefur verið tekin inn í Bjarnareyjarfélagið í Vestmannaeyjum og þá er nú mikið sagt. „Ég meina, einhvers staðar verða konur líka fá að vera. Ég hef gaman af því að mála, ég hef gaman af því að bera á, ég hef gaman af því að gera strákahluti, en það eru samt ekki strákahlutir,“ segir Kristín. En heldur hún að andinn muni breytast eitthvað í félaginu með tilkomu þinni? „Hann hefur ekki breyst hingað til, ekkert breyst, ég er bara hluti af strákunum, það er bara Stína og strákarnir.“ Gárungarnir tala um að Bjarnareyarfélagið sé að breytast í kvenfélag, er eitthvað til í því? „Það verður að fá að vera smá kýtingur milli eyja og það er svona partur af því að hafa gaman,“ segir Kristín og hlær. Kristín segir að tilgangur félagsins sé fyrst og fremst að viðhalda húsinu í eynni og passa upp á eyjuna og ekki síst að hafa gaman saman. Kristín er nú að hugsa um að flytja alfarið til Vestmannaeyja, þá aðallega út af fólkinu sem þar býr. „Það er svo glatt, hérna hjálpast allir að og það gerir nálægðin, nálægðin fær mig til að fara til nágrannans og spyrja, get ég hjálpað. Mér finnst gott að vera hérna, mér finnst gaman að vera hérna og að geta farið út í eyju og að geta farið á sjóinn, já, mér finnst einhvern veginn, já ég er tilbúin að koma hér og vera hér alveg og eiga svo bara athvarf í bænum,“ segir Kristín. Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum.Aðsend Vestmannaeyjar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira
Kristín Bernharðsdóttir býr í fallega húsi við Hásteinsveg í Vestmannaeyjum, sem fjölskyldan hefur verið að gera upp síðustu ár en þau búa í Reykjavík en nýta hvert tækifæri til að koma til Eyja og vera í húsinu sínu. Kristín er ekki bara þekkt fyrir að hafa verið kjörin fegurðardrottning Íslands árið 1979 því hún er líka fyrsta konan, sem hefur verið tekin inn í Bjarnareyjarfélagið í Vestmannaeyjum og þá er nú mikið sagt. „Ég meina, einhvers staðar verða konur líka fá að vera. Ég hef gaman af því að mála, ég hef gaman af því að bera á, ég hef gaman af því að gera strákahluti, en það eru samt ekki strákahlutir,“ segir Kristín. En heldur hún að andinn muni breytast eitthvað í félaginu með tilkomu þinni? „Hann hefur ekki breyst hingað til, ekkert breyst, ég er bara hluti af strákunum, það er bara Stína og strákarnir.“ Gárungarnir tala um að Bjarnareyarfélagið sé að breytast í kvenfélag, er eitthvað til í því? „Það verður að fá að vera smá kýtingur milli eyja og það er svona partur af því að hafa gaman,“ segir Kristín og hlær. Kristín segir að tilgangur félagsins sé fyrst og fremst að viðhalda húsinu í eynni og passa upp á eyjuna og ekki síst að hafa gaman saman. Kristín er nú að hugsa um að flytja alfarið til Vestmannaeyja, þá aðallega út af fólkinu sem þar býr. „Það er svo glatt, hérna hjálpast allir að og það gerir nálægðin, nálægðin fær mig til að fara til nágrannans og spyrja, get ég hjálpað. Mér finnst gott að vera hérna, mér finnst gaman að vera hérna og að geta farið út í eyju og að geta farið á sjóinn, já, mér finnst einhvern veginn, já ég er tilbúin að koma hér og vera hér alveg og eiga svo bara athvarf í bænum,“ segir Kristín. Kristín elskar það að fá að vinna út í Bjarnarey með körlunum í félaginu. Hún segist vera sérstaklega góð á penslinum.Aðsend
Vestmannaeyjar Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Fleiri fréttir Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Sjá meira