Fleiri ríki vilja nýta sér smuguna sem Texas fann Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2021 11:45 Andstæðingar þungunarrofs mótmæla fyrir utan Hæstarétt Bandaríkjanna í Washington-borg árið 2018. Þeir fagna nú úrskurði réttarins um að umdeild lög í Texas fái að taka gildi. AP/J. Scott Applewhite Að minnsta kosti sex ríki Bandaríkjanna þar sem repúblikanar fara með völdin íhuga nú að leggja fram frumvörp um bann við þungunarrofi sem eru sambærileg við umdeild lög í Texas sem Hæstiréttur Bandaríkjanna leyfði að taka gildi. Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Fjöldi ríkja þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völd hafa samþykkt alls kyns takmarkanir á starfsemi heilsugæslustöðva sem bjóða upp á þungunarrof undanfarin ár. Alríkisdómstólar hafa aftur á móti fellt úr gildi lög sem banna þungunarrof nær alfarið og á allra fyrstu vikum meðgöngu þar sem þau stríða gegn dómafordæmi Hæstaréttar um að konur eigi stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs. Repúblikönum í Texas tókst hins vegar að útfæra lög sem Hæstiréttur Bandaríkjanna treysti sér ekki til að stöðva. Lögin banna þungunarrof frá því að hjartastarfsemi greinist í fóstri. Það gerist oft við sjöttu viku meðgöngu en það er fyrr en margar konur gera sér einu sinni grein fyrir að þær séu óléttar. Engar undanþágur eru í tilfelli sifjaspells eða nauðgana. Íhaldsmenn sem mynda meirihluta hæstaréttardómaranna töldu flókin réttarfarsleg álitamál koma í veg fyrir að þeir gætu stöðvað að lögin tækju gildi á meðal alríkisdómstólar fjalla um lögmæti þeirra. Lagaflækjurnar sem dómararnir vísuðu til eru óvenjuleg ákvæði laganna í Texas sem fela óbreyttum borgurum frekar en embættismönnum heimild að framfylgja þeim. Horfa öll til Texas AP-fréttastofan segir að í það minnsta sex íhaldssöm ríki vilji nú fara sömu leið og Texas og samþykkja sambærileg frumvörp: Mississippi, Arkansas, Flórída, Indíana og Norður- og Suður-Dakóta. „Ég held að flest íhaldssöm ríki í suðrinu líti á aðgerðaleysi réttarins og sjái að þetta sé kannski tækifæri til að láta til skarar skríða í þessum málum,“ segir Chris McDaniel, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Mississippi. Í Arkansas hefur frumvarp í anda Texas-laganna verið boðað en Asa Hutchinson, ríkisstjóri og repúblikani, segir að fyrst verði beðið úrskurðar dómstóla um ströng þungunarrofslög sem ríkið samþykkti. Alríkisdómstólar eiga enn eftir að fjalla um lögmæti laganna í Texas og þau enda líklega á borði Hæstaréttar fyrr en síðar. Hutchinson segir að þó að ákvörðun Hæstaréttar um að leyfa lögunum í Texas að öðlast gildi séu „réttarfarslegur sigur“ fyrir andstæðinga þungunarrofs sé enn ekki ljóst hvort að rétturinn ætli sér að snúa við dómafordæmi um að konur eigi rétt á þungunarrofi. Það er helsti draumur andstæðinga þungunarrofs í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Þungunarrof Tengdar fréttir Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Hæstiréttur neitar að fella „hjartsláttarlöggjöfina“ úr gildi Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hafnað því að fella úr gildi ný lög í Texas sem banna þungunarrof í nær öllum tilfellum. Lögin tóku gildi í gær og kröfðust þá fjöldi samtaka sem berjast fyrir rétti kvenna til þungunarrofs þess að Hæstiréttur landsins myndi fella þau úr gildi. 2. september 2021 07:59