Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2021 11:04 Yfirvöld víða umheim hafa varað við notkun ivermectin, bæði vegna þess að ekki hefur verið sýnt frá á virkni lyfsins gegn Covid-19 og vegna þess að það getur hreinlega verið hættulegt. Getty/NurPhoto/Soumyabrata Roy Sífellt fleiri viðskiptavinir neita að upplýsa lyfjafræðinga um það við hverju þeir fengu ávísað lyfjum sem innihalda ivermectin. Þetta segja samtök ástralskra lyfjafræðinga, sem hafa ráðlagt félögum sínum að fylgjast grannt með sölu ivermectin. Ivermectin er eitt umdeilasta lyfið í Covid-umræðunni. Deilur um ágæti lyfsins hófust þegar vísindamenn við Monash University í Melbourne greindu frá því að þeim hefði tekist að útrýma SARS-CoV-2 í frumum á aðeins 48 klukkustundum með því að nota ivermectin. Hinar góðu fréttir fóru á flug og hafa orðið til þess að fjöldi fólks telur lyfið virka gegn Covid-19 en því sé haldið frá almenningi af ýmsum skuggalegum ástæðum. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni, og aðrir, hafa hins vegar bent á að um hafi verið að ræða tilraun á vísindastofu en ekki skipulagða rannsókn á öryggi og virkni lyfsins í mönnum. Lyfjastofnun Ástralíu segir innflutning á lyfinu hafa tífaldast og þá hafi myndast skortur á lyfinu Stromectol, sem inniheldur ivermectin, í ágúst. Stromectol er notað við meðferð á ýmsum sníkjudýrum sem herja á menn en borið hefur á því að einstaklingar hafi gripið til þess að nota ivermectin-lyf ætluð hestum til að freista þess að læknast af Covid-19. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur raunar séð sig tilneydda til að minna Bandaríkjamenn á að þeir séu ekki hross. You are not a horse. You are not a cow. Seriously, y'all. Stop it. https://t.co/TWb75xYEY4— U.S. FDA (@US_FDA) August 21, 2021 Monash University hefur einnig biðlað til fólks um að reyna ekki að lækna sjálft sig með ivermectin né nota ivermectin sem ætlað er dýrum. Rannsóknir háskólans á lyfinu standa enn yfir en hafa staðið í stað vegna fárra Covid-tilvika í Ástralíu. Greint hefur verið frá því að fjöldi einstaklinga ræði nú saman á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum um það hvernig komast má yfir ivermectin og deili jafnvel upplýsingum um lækna sem eru reiðubúnir til að ávísa lyfinu. Því hafa samtök lyfjarfræðinga í Ástralíu, sem telja 18 þúsund félaga, beint því til lyfjafræðinga að vera á varðbergi þegar fólk mætir með lyfseðil fyrir ivermectin og hafa samband við lækninn sem ávísaði lyfinu ef viðskiptavinurinn getur ekki gefið greinargóða útskýringu á notkuninni. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Grunur um alvarlegar aukaverkanir: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Lyfjastofnun og embætti landlæknis vilja árétta að lyfið Soolantra (ivermektín) er einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar hafa áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. 24. ágúst 2021 09:00 Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. 18. ágúst 2021 16:00 Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. 23. júní 2021 07:20 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Ivermectin er eitt umdeilasta lyfið í Covid-umræðunni. Deilur um ágæti lyfsins hófust þegar vísindamenn við Monash University í Melbourne greindu frá því að þeim hefði tekist að útrýma SARS-CoV-2 í frumum á aðeins 48 klukkustundum með því að nota ivermectin. Hinar góðu fréttir fóru á flug og hafa orðið til þess að fjöldi fólks telur lyfið virka gegn Covid-19 en því sé haldið frá almenningi af ýmsum skuggalegum ástæðum. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni, og aðrir, hafa hins vegar bent á að um hafi verið að ræða tilraun á vísindastofu en ekki skipulagða rannsókn á öryggi og virkni lyfsins í mönnum. Lyfjastofnun Ástralíu segir innflutning á lyfinu hafa tífaldast og þá hafi myndast skortur á lyfinu Stromectol, sem inniheldur ivermectin, í ágúst. Stromectol er notað við meðferð á ýmsum sníkjudýrum sem herja á menn en borið hefur á því að einstaklingar hafi gripið til þess að nota ivermectin-lyf ætluð hestum til að freista þess að læknast af Covid-19. Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna hefur raunar séð sig tilneydda til að minna Bandaríkjamenn á að þeir séu ekki hross. You are not a horse. You are not a cow. Seriously, y'all. Stop it. https://t.co/TWb75xYEY4— U.S. FDA (@US_FDA) August 21, 2021 Monash University hefur einnig biðlað til fólks um að reyna ekki að lækna sjálft sig með ivermectin né nota ivermectin sem ætlað er dýrum. Rannsóknir háskólans á lyfinu standa enn yfir en hafa staðið í stað vegna fárra Covid-tilvika í Ástralíu. Greint hefur verið frá því að fjöldi einstaklinga ræði nú saman á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum um það hvernig komast má yfir ivermectin og deili jafnvel upplýsingum um lækna sem eru reiðubúnir til að ávísa lyfinu. Því hafa samtök lyfjarfræðinga í Ástralíu, sem telja 18 þúsund félaga, beint því til lyfjafræðinga að vera á varðbergi þegar fólk mætir með lyfseðil fyrir ivermectin og hafa samband við lækninn sem ávísaði lyfinu ef viðskiptavinurinn getur ekki gefið greinargóða útskýringu á notkuninni.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Tengdar fréttir Grunur um alvarlegar aukaverkanir: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Lyfjastofnun og embætti landlæknis vilja árétta að lyfið Soolantra (ivermektín) er einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar hafa áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. 24. ágúst 2021 09:00 Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. 18. ágúst 2021 16:00 Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. 23. júní 2021 07:20 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sjá meira
Grunur um alvarlegar aukaverkanir: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Lyfjastofnun og embætti landlæknis vilja árétta að lyfið Soolantra (ivermektín) er einungis notað til útvortis notkunar á húð, en ekki til inntöku. Stofnanirnar hafa áreiðanlegar upplýsingar um að sjúklingar með COVID-19 hafi tekið lyfið um munn og rökstuddan grun um að það hafi haft alvarlegar aukaverkanir í för með sér. 24. ágúst 2021 09:00
Lyfjastofnun geti ekki mælt með notkun sníkjudýralyfs gegn Covid Lyfjastofnun hefur fengið upplýsingar um notkun sníkjudýralyfsins Ivermectin við Covid hér á landi. Stofnunin mælir ekki með notkun lyfsins, sem ekki hefur verið sýnt fram á að sýni nokkra virkni gegn Covid-19, hvorki sem fyrirbyggjandi lyf né í meðferð sjúklinga. 18. ágúst 2021 16:00
Hyggjast rannsaka áhrif Ivermectin gegn Covid-19 Rannsakendur við Oxford-háskóla hyggjast gefa einstaklingum eldri en 50 ára með einkenni Covid-19 lyfið Ivermectin til að kanna hvort notkun þess sporni gegn sjúkrahúsinnlögnum af völdum sjúkdómsins. 23. júní 2021 07:20