Íslandsmetið í að skíta upp á bak! Björn Steinbekk skrifar 2. september 2021 10:31 Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr. Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum. Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur. Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja. Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill. Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara. Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum. Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens. Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Steinbekk Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Að eiga Íslandsmet er eftirsóknarvert og krefst þess að fólk leggi á sig mikla vinnu og fórnir til að ná markmiði sínu. Að vera afrekskona eða maður er að taka ábyrgð á eigin lífi og sýna aga, að skara fram úr. Síðan er það Íslandsmetið sem engin sækist eftir að eiga og það er Íslandsmetið í að skíta upp á bak. Til að ná því meti þarf ekki neina sérstaka æfingu né hæfileika og getur í raun hver sem er reynt við þetta Íslandsmet og þá algjörlega á eigin forsendum. Hafandi krækt mér í Íslandsmetið í að skíta upp á bak árið 2016, skömmu eftir að Sigmundur Davíð kannaðist ekki við Wintris hef ég iðulega verið boðinn og búinn til að ráðleggja þeim sem hirtu þetta met af mér og fleirum, um hvað eigi að gera þegar allt er komið í brókina og upp á bak en merkilegt nokkuð er aldrei hringt og þegar ég hef boðið fram aðstoð svarar engin. Þess vegna langar mig að deila mínum lærdóm sem var dýru verði keyptur. Fyrir það fyrsta, ekki ljúga. Út með skítinn strax því ef það er byrjað að gramsa í þínum (einka)málum þá mun eitthvað koma upp sem þú hefðir vilja koma frá þér, svona eftir á að hyggja. Taktu ábyrgð og ekki kenna öðrum um. Ef þetta var á þinni vakt þá er það þín ábyrgð. Gott dæmi er um framkvæmdastjóra Perlunnar sem kom í fjölmiðla korteri eftir að hoppukastali tókst á loft á Akureyri í sumar og sagði að engin nema hann bæri ábyrgð. Slæm dæmi er Miðflokkurinn og Sigmundur Davíð á barnum. Brúnegg og Sigríður Andersen. Ingó og Villi Vill. Þú ert ekki ómissandi. Sýndu auðmýkt. Vertu hluti af lausninni, ekki vandanum því í raun er öllum sama um vandan á þessum tímapunkti. Fólk vill bara lausnir, niðurstöðu og meðan þú ert ekki hluti af lausninni ertu, út á við, bara að hugsa um sjálfan þig og vandamálið stækkar hratt samanber stjórn KSÍ og Klara. Ekki væla. Það vill engin heyra hvað þú eða þitt fólk á bágt út af því þú tókst ranga ákvörðun. Samúð er munaðarvara í miðjum storminum og þú ert síðastur á biðlistanum. Ekki lesa kommentakerfin því þau eru oftast yfirfull af fólki sem hefur aldrei þurft eða viljað bera af, bera ábyrgð né haft til þess hæfileika því flest okkar sem höfum átt Íslandsmet í að gera upp á bak fórum oftast af stað í góðum tilgangi og oft með göfug markmið en shit happens. Höfundur flýgur stundum drónum og vinnur við markaðsmál.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar