Kannast hvorki við að hafa beitt konurnar ofbeldi né áreitt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2021 16:15 Kolbeinn hefur verið borinn þungum sökum en segist ekkert kannast við að hafa beitt konurnar tvær ofbeldi, þó að hegðun hans hafi ekki verið til fyrirmyndar. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana sem Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur borið á hann. Hann segist ekki kannast við að hafa áreitt hana eða vinkonu hennar og neitar sök. Hegðun hans hafi hins vegar ekki verið til fyrirmyndar og hann beðið konurnar afsökunar. „Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum, verið andlega á slæmum stað, mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu. Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti,“ svona hefst yfirlýsing frá Kolbeini sem send var á fjölmiðla fyrir stuttu. Hann segist ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar á skemmtistaðnum B5 haustið 2017. Hann hafi hitt þær vorið 2018 og hlustað á þær en ekki kannast við að hafa beitt þær ofbeldi og hann hafi neitað sök. „Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúnin að leita sátta.“ Hann segist hafa greitt Þórhildi og vinkonu hennar sáttgreiðslu auk þess sem hann hafi greitt Stígamótum þrjár milljónir króna og þannig stutt við mikilvæga baráttu gegn kynferðisofbeldi. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kolbeins í heild sinni. Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum, verið andlega á slæmum stað, mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu.Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur stigið fram og lýst sinni upplifun af atviki á skemmtistaðnum B5 haustið 2017. Vorið 2018 hitti ég Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar og hlustaði á þeirra upplifun. Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsökunarbeiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 milljónir króna til samtakanna Stígamóta og studdi þannig mikilvæga baráttu samtakanna gegn kynferðisofbeldi. Með þessu var málinu lokið af okkar hálfu. KSÍ var upplýst um framvindu sáttaviðræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þórhildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skilning á því. Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn markvisst að vinna í mínum málum. KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53 Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum, verið andlega á slæmum stað, mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu. Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti,“ svona hefst yfirlýsing frá Kolbeini sem send var á fjölmiðla fyrir stuttu. Hann segist ekki hafa kannast við að hafa áreitt Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar á skemmtistaðnum B5 haustið 2017. Hann hafi hitt þær vorið 2018 og hlustað á þær en ekki kannast við að hafa beitt þær ofbeldi og hann hafi neitað sök. „Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúnin að leita sátta.“ Hann segist hafa greitt Þórhildi og vinkonu hennar sáttgreiðslu auk þess sem hann hafi greitt Stígamótum þrjár milljónir króna og þannig stutt við mikilvæga baráttu gegn kynferðisofbeldi. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu Kolbeins í heild sinni. Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum, verið andlega á slæmum stað, mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu.Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur stigið fram og lýst sinni upplifun af atviki á skemmtistaðnum B5 haustið 2017. Vorið 2018 hitti ég Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar og hlustaði á þeirra upplifun. Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsökunarbeiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 milljónir króna til samtakanna Stígamóta og studdi þannig mikilvæga baráttu samtakanna gegn kynferðisofbeldi. Með þessu var málinu lokið af okkar hálfu. KSÍ var upplýst um framvindu sáttaviðræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þórhildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skilning á því. Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn markvisst að vinna í mínum málum.
Á undanförnum árum hef ég átt í erfiðleikum, verið andlega á slæmum stað, mikið meiddur og framtíð ferils míns sem knattspyrnumanns í mikilli hættu.Ég kom mér í aðstæður þar sem ég hegðaði mér með óviðeigandi hætti. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur stigið fram og lýst sinni upplifun af atviki á skemmtistaðnum B5 haustið 2017. Vorið 2018 hitti ég Þórhildi Gyðu og vinkonu hennar og hlustaði á þeirra upplifun. Ég kannaðist ekki við að hafa áreitt þær eða beitt ofbeldi og neitaði sök. Hegðun mín var hins vegar ekki til fyrirmyndar og baðst ég afsökunar á henni. Ég iðraðist og tók á því ábyrgð og var tilbúinn að leita sátta. Þær höfðu uppi kröfu um afsökunarbeiðni og greiðslu sem ég féllst á. Auk þess greiddi ég 3 milljónir króna til samtakanna Stígamóta og studdi þannig mikilvæga baráttu samtakanna gegn kynferðisofbeldi. Með þessu var málinu lokið af okkar hálfu. KSÍ var upplýst um framvindu sáttaviðræðna og lyktir þeirra en afneitun KSÍ leiddi til þess að Þórhildi Gyðu fannst hún rænd sinni sátt. Ég hef skilning á því. Ég harma mína hegðun á þessum tíma og tek harða afstöðu gegn hvers kyns ofbeldi. Ég er enn markvisst að vinna í mínum málum.
KSÍ Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26 Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53 Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
KSÍ-málið í kastljósi heimspressunnar BBC, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, fjallar um KSÍ-málið svokallaða í dag. BBC slær því upp að Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sé sorgmædd yfir stöðu mála hjá KSÍ í tengslum við þær ásakanir sem settar hafa verið fram að undanförnu. Aðrir stórir enskumælandi miðlar eru einnig byrjaðir að fjalla um málið. 1. september 2021 15:26
Klara Bjartmarz farin í leyfi Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, er farin í leyfi frá störfum. Þetta staðfestir Óskar Örn Guðbrandsson á samskiptadeild KSÍ í samtali við fréttastofu. Hann vísaði á fulltrúa stjórnar varðandi nánari upplýsingar. 1. september 2021 12:53
Sífellt fleiri fórnarlömb landsliðsmanna leita til Þórhildar sem vill að Klara víki Mikið hefur gengið á í íslensku íþróttalífi á þeim fjórum dögum sem liðnir eru frá því að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir greindi frá ofbeldi af hálfu landsliðsmanns. 1. september 2021 07:00