Sitt er hvað, samvinna og samvinna Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 1. september 2021 15:00 Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista. Mér þótti það áhugavert þegar Gunnar Smári tók sósíalíska trú fyrir skemmstu og hefði fyrir tveimur árum síðan ekki getað sagt fyrir um það að Sósíalistar yrðu haustið 2021 að mælast í könnunum með þingmenn inni á Alþingi Íslendinga. Samvinna frjálsra íslenskra bænda Gunnar Smári finnur að því að Framsókn hafi þroskast með árunum, en Framsókn er orðin rúmlega aldargömul. Rætur Framsóknar er að finna í samvinnuhreyfingunni sem Gunnar Smári telur vera sósíalíska. Það má svo sem teygja það svo til að það sé eitthvað til í því en eðli þeirrar hreyfingar bænda sem kaupfélögin urðu til úr snerist ekki um sósíalisma eins og við þekkjum hann heldur um það að bændur tóku höndum saman til að bæta kjör sín. Þeir stofnuðu með sér kaupfélög til að geta einbeitt sér að ræktuninni. Bændur lögðu dilka sína inn í kaupfélögin sem sáu jafnan um að slátra, vinna og selja vörur bændanna. Svipaða sögu er að segja af mjólkinni. Einhverjir myndu sjá í þessu einhvern kapítalískan þráð. Það styður líka við það sem ég hef sagt um að Framsókn, samvinnan og framtíðin eigi sér lögheimili og varnarþing á miðju stjórnmálanna. Hugsjón samvinnuhreyfingarinnar var sterk og er sterk og kaupfélög frjálsra íslenskra bænda eiga ekkert sameiginlegt með samyrkjubúum Sovétsins. Samvinnuhreyfingin er sterk alþjóðleg hreyfing enn í dag. Í Bandaríkjunum, til að mynda, er stór hluti raforkuflutningskerfisins rekinn af samvinnufélögum. Í Bretlandi eru sterk samvinnufélög sem reka verslanakeðjur, flutningafyrirtæki og fleira. Draumur úr svefni fortíðar Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er skeleggur maður og oft gaman að hlusta á hann halda sínar eldræður. Það er ekki síst þegar maður þekkir lítið til málaflokkanna sem manni þykir hann sannfærandi. En þegar hann talar um stjórnmál er eins og hann hafi lent í tímavél. Auðvitað þroskast stjórnmálin með tímanum og miðjan færist í róti samfélagsins, líkt og jaðrarnir til hægri og vinstri. Það sem felst í því að vera miðjuflokkur eins og Framsókn er að við höfnum þessum öfgum og trúum á raunverulega samvinnu sem leiðir okkur að niðurstöðu sem er til hagsbóta fyrir almenning. Sú bylting sem Sósíalistaflokkurinn boðar er hins vegar eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafna vaknað af – en því miður ekki allir. Það vildi ég að sósíalisminn hefði þroskast með tímanum eins og stefna Framsóknar. Samfélagið hefur nefnilega tekið jákvæðum stakkaskiptum frá því í upphafi síðustu aldar. Fátt er það í fortíðinni sem stenst kröfur nútímans, allra síst þau lífsgæði sem voru almenn fyrir miðja síðustu öld. Það er nefnilega þannig að á öllum mælikvörðum er Ísland í efstu sætum þegar kemur að lífsgæðum; á öllum mælikvörðum nema á mælikvarða nostalgíunnar. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista. Mér þótti það áhugavert þegar Gunnar Smári tók sósíalíska trú fyrir skemmstu og hefði fyrir tveimur árum síðan ekki getað sagt fyrir um það að Sósíalistar yrðu haustið 2021 að mælast í könnunum með þingmenn inni á Alþingi Íslendinga. Samvinna frjálsra íslenskra bænda Gunnar Smári finnur að því að Framsókn hafi þroskast með árunum, en Framsókn er orðin rúmlega aldargömul. Rætur Framsóknar er að finna í samvinnuhreyfingunni sem Gunnar Smári telur vera sósíalíska. Það má svo sem teygja það svo til að það sé eitthvað til í því en eðli þeirrar hreyfingar bænda sem kaupfélögin urðu til úr snerist ekki um sósíalisma eins og við þekkjum hann heldur um það að bændur tóku höndum saman til að bæta kjör sín. Þeir stofnuðu með sér kaupfélög til að geta einbeitt sér að ræktuninni. Bændur lögðu dilka sína inn í kaupfélögin sem sáu jafnan um að slátra, vinna og selja vörur bændanna. Svipaða sögu er að segja af mjólkinni. Einhverjir myndu sjá í þessu einhvern kapítalískan þráð. Það styður líka við það sem ég hef sagt um að Framsókn, samvinnan og framtíðin eigi sér lögheimili og varnarþing á miðju stjórnmálanna. Hugsjón samvinnuhreyfingarinnar var sterk og er sterk og kaupfélög frjálsra íslenskra bænda eiga ekkert sameiginlegt með samyrkjubúum Sovétsins. Samvinnuhreyfingin er sterk alþjóðleg hreyfing enn í dag. Í Bandaríkjunum, til að mynda, er stór hluti raforkuflutningskerfisins rekinn af samvinnufélögum. Í Bretlandi eru sterk samvinnufélög sem reka verslanakeðjur, flutningafyrirtæki og fleira. Draumur úr svefni fortíðar Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er skeleggur maður og oft gaman að hlusta á hann halda sínar eldræður. Það er ekki síst þegar maður þekkir lítið til málaflokkanna sem manni þykir hann sannfærandi. En þegar hann talar um stjórnmál er eins og hann hafi lent í tímavél. Auðvitað þroskast stjórnmálin með tímanum og miðjan færist í róti samfélagsins, líkt og jaðrarnir til hægri og vinstri. Það sem felst í því að vera miðjuflokkur eins og Framsókn er að við höfnum þessum öfgum og trúum á raunverulega samvinnu sem leiðir okkur að niðurstöðu sem er til hagsbóta fyrir almenning. Sú bylting sem Sósíalistaflokkurinn boðar er hins vegar eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafna vaknað af – en því miður ekki allir. Það vildi ég að sósíalisminn hefði þroskast með tímanum eins og stefna Framsóknar. Samfélagið hefur nefnilega tekið jákvæðum stakkaskiptum frá því í upphafi síðustu aldar. Fátt er það í fortíðinni sem stenst kröfur nútímans, allra síst þau lífsgæði sem voru almenn fyrir miðja síðustu öld. Það er nefnilega þannig að á öllum mælikvörðum er Ísland í efstu sætum þegar kemur að lífsgæðum; á öllum mælikvörðum nema á mælikvarða nostalgíunnar. Höfundur er formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.