Sjóðsstaða sterkari en áætlað var þrátt fyrir fjórðu bylgjuna Eiður Þór Árnason skrifar 31. ágúst 2021 19:18 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Handbært fé frá rekstri flugfélagsins Play er meira en áætlanir gerðu ráð fyrir eftir fyrri árshelming. Þá er sjóðsstaða sterkari og eftirspurn eftir flugi sögð vaxandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnir árshlutauppgjör sitt á morgun. Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, sem eru nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Að sögn stjórnenda gengur undirbúningur vel fyrir fyrirhugað flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor. Betri kjör færsluhirða, sem mátti rekja til sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og vel heppnuðu upphafi rekstrar, eigi meðal annars þátt í því að auka handbært fé frá rekstri. Búið er að ganga frá leigu á sex nýjum flugvélum og áætlar félagið að stækka flota Play úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni. Kjör á þessum samningum eru betri en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlunum félagsins, að sögn Play. Reikna með tvöfaldri sætanýtingu í september Tíðar breytingar á ferðatakmörkunum af hálfu stjórnvalda og ný bylgja kórónuveirunnar hér á landi í júlí hafði neikvæð áhrif á eftirspurn meðal íslenskra farþega. Viðskiptavinir nýttu sér þá sveigjanlega breytingaskilmála og endurskipulögðu ferðalög sín í nokkrum mæli. Fyrir Play þýddi þetta tekjuflutningur en ekki tap á tekjum. Í júlí flutti félagið 9.899 farþega og sætanýting var 41,7%, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ágúst sýndi jákvæð teikn og miðasala jókst á ný. Sætanýting í ágúst var 46,4% og PLAY flutti rúmlega 17.300 farþega, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Tölurnar endurspegla vaxandi eftirspurn íslenskra viðskiptavina í kjölfar fækkandi COVID-19 tilfella. Útlit er fyrir að sætanýting í september muni aukast enn frekar, annan mánuðinn í röð.“ Forgangsatriði að undirbúa Ameríkuflug Play undirritaði í ágúst tvær viljayfirlýsingar við tvo alþjóðlega flugvélaleigusala. Fyrri viljayfirlýsingin er vegna tveggja nýrra A320neo flugvéla af 2020 árgerðinni. Flugvélarnar verða afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2022. Seinni viljayfirlýsingin er vegna þriggja A320neo flugvéla og einnar A321neo sem koma í rekstur vorið 2023. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá Airbus fyrir milligöngu flugvélaleigusalans. „Þessar ráðstafanir gera PLAY kleift að nýta hagstæð kjör sem bjóðast við núverandi markaðsaðstæður vegna COVID-19. PLAY verður þannig með sex flugvélar í flotanum vorið 2022 þegar félagið hefur flug vestur um haf.“ Þá standa yfir viðræður um viðbætur við flotann fyrir 2024 og 2025 en hann mun telja 15 vélar í lok árs 2025. Að sögn Play sýna niðurstöður annars ársfjórðungs að allt sé vel á áætlun fyrir VIA viðskiptamódelið sem til stendur að hefjist vorið 2022 en módelið byggist á tengiflugi. „Forgangsmál næstu mánaða verður undirbúningur fyrir flug PLAY til Norður-Ameríku.“ Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu sem kynnir árshlutauppgjör sitt á morgun. Rúmlega 17.300 farþegar flugu með Play í ágúst, sem eru nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Að sögn stjórnenda gengur undirbúningur vel fyrir fyrirhugað flug til Norður-Ameríku og tengiflug næsta vor. Betri kjör færsluhirða, sem mátti rekja til sterkrar fjárhagsstöðu fyrirtækisins og vel heppnuðu upphafi rekstrar, eigi meðal annars þátt í því að auka handbært fé frá rekstri. Búið er að ganga frá leigu á sex nýjum flugvélum og áætlar félagið að stækka flota Play úr þremur flugvélum í níu fyrir sumarið 2023. Þá er félagið langt á veg komið í viðræðum um leigu á tíundu flugvélinni. Kjör á þessum samningum eru betri en gert var ráð fyrir í viðskiptaáætlunum félagsins, að sögn Play. Reikna með tvöfaldri sætanýtingu í september Tíðar breytingar á ferðatakmörkunum af hálfu stjórnvalda og ný bylgja kórónuveirunnar hér á landi í júlí hafði neikvæð áhrif á eftirspurn meðal íslenskra farþega. Viðskiptavinir nýttu sér þá sveigjanlega breytingaskilmála og endurskipulögðu ferðalög sín í nokkrum mæli. Fyrir Play þýddi þetta tekjuflutningur en ekki tap á tekjum. Í júlí flutti félagið 9.899 farþega og sætanýting var 41,7%, að því er fram kemur í tilkynningu. „Ágúst sýndi jákvæð teikn og miðasala jókst á ný. Sætanýting í ágúst var 46,4% og PLAY flutti rúmlega 17.300 farþega, nærri tvöfalt fleiri en í júlí. Tölurnar endurspegla vaxandi eftirspurn íslenskra viðskiptavina í kjölfar fækkandi COVID-19 tilfella. Útlit er fyrir að sætanýting í september muni aukast enn frekar, annan mánuðinn í röð.“ Forgangsatriði að undirbúa Ameríkuflug Play undirritaði í ágúst tvær viljayfirlýsingar við tvo alþjóðlega flugvélaleigusala. Fyrri viljayfirlýsingin er vegna tveggja nýrra A320neo flugvéla af 2020 árgerðinni. Flugvélarnar verða afhentar á fyrsta ársfjórðungi 2022. Seinni viljayfirlýsingin er vegna þriggja A320neo flugvéla og einnar A321neo sem koma í rekstur vorið 2023. Vélarnar eru nýjar og verða afhentar beint frá Airbus fyrir milligöngu flugvélaleigusalans. „Þessar ráðstafanir gera PLAY kleift að nýta hagstæð kjör sem bjóðast við núverandi markaðsaðstæður vegna COVID-19. PLAY verður þannig með sex flugvélar í flotanum vorið 2022 þegar félagið hefur flug vestur um haf.“ Þá standa yfir viðræður um viðbætur við flotann fyrir 2024 og 2025 en hann mun telja 15 vélar í lok árs 2025. Að sögn Play sýna niðurstöður annars ársfjórðungs að allt sé vel á áætlun fyrir VIA viðskiptamódelið sem til stendur að hefjist vorið 2022 en módelið byggist á tengiflugi. „Forgangsmál næstu mánaða verður undirbúningur fyrir flug PLAY til Norður-Ameríku.“
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira