Hvað nú? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:02 Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Jafnréttismál Harpa Þorsteinsdóttir Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Hvar liggja rætur jafnréttis innan knattspyrnuhreyfingarinnar er spurning sem ég hvet fólk til þess að spyrja sig að í ljósi þeirra umræðna sem eiga sér stað í samfélaginu. Umræðan er hávær og umræðan er allskonar en þó eru skilaboðin þessi: nú segjum við stopp! Það er erfitt að horfa upp á þá stöðu sem er uppi innan hreyfingarinnar. Málin eru alvarleg og ljóst er að sambandið þarf að gangast í viðamiklar aðgerðir til þess að tryggja það að mál af þessum toga séu tekin föstum tökum. Það er krafa um að skilaboðin séu skýr - við tökum afstöðu gegn ofbeldi, hvort sem það er af kynferðislegum toga eða ekki - um það erum við flest og vonandi öll sammála. Nú í umræðunni hafa spjótin beinst að þeirri menningu sem viðgengst í hreyfingunni almennt. Hvað eru margar konur í stjórn. Það er svo erfitt að fá konur til þess að vinna í knattspyrnuhreyfingunni. Konur hafa ekki áhuga á að taka þátt. Það er vonlaust að fá konur til þess að starfa innan félaganna. Þessum staðhæfingum er skellt fram og jafnan fylgir með : “…hvað svo sem veldur því”. Svarið er kannski ekki einfalt en í grunnin er það þetta: Konur kunna ekki að meta hrútalyktina sem viðgengst víða í hreyfingunni. Þá eru hagsmunasamtök félaga efstu deilda karla og kvenna, ÍTF með sex í stjórn og tvo starfsmenn, allt karlmenn. Það er hark í mörgum félögum að vera kona, hvort sem hún er iðkandi eða í vinnu fyrir félagið. Menningin er oft svo rótgróin að það er erfitt að uppræta eða koma jafnvel auga á hana nema þá auðvitað ef vilji er fyrir hendi, þá er það ekkert mál! Ef við viljum raunverulega sjá viðsnúning á áherslum innan hreyfingarinnar þá þarf að byrja á byrjuninni, það þarf að sjá pýramídann eins og hann snýr og byggja stoðir svo sterkar að það þurfi ekki að snyrta toppinn eins og Garðar kemur svo vel inn á í sínum pistli. Í yfirlýsingu frá helstu styrktaraðilum KSÍ kemur fram “„ að KSÍ finni fyrir háværri kröfu hjá öllum helstu stuðningsaðilum sínum um að gerðar verði raunverulegar breytingar á menningunni í knattspyrnuhreyfingunni og innan Knattspyrnusambandsins. “ Ef þetta er krafa helstu styrktaraðila KSÍ þá er um að gera fyrir helstu styrktaraðila félaga landsins og sveitarfélögin að fara í smá naflaskoðun um hvaða kröfu þau geri til sinna félaga um til að mynda jafnréttis- og ofbeldis áætlanir gegn styrkveitingu. Núna er tími til þess að hamra járnið meðan það er heitt. Gerum kröfum um fræðslu og forvarnir fyrir iðkendur, börnin okkar sem sitja núna heima og heyra meira en við gerum okkur grein fyrir. Strákar og stelpur sem eru misvel undirbúin til þess að meðtaka þá umræðu sem á sér stað í samfélaginu. Það er mikilvægt að við fullorðna fólkið sem erum að taka þessa umræðu séum í stakk búin til þess að útskýra að hvers kyns ofbeldi er ekki í boði, að það sé skýrt að við tökum afstöðu með þolendum og útskýrt hvers vegna fólk er dregið til ábyrgðar. Förum vandlega í umræðuna og verum ekki hrædd við að taka hana, verum skýr í okkar afstöðu og vinnum saman að rót vandans. Höfundur er fyrrverandi knattspyrnukona og bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun