Ekkert sem bendir til að verklagi lögreglu hafi ekki verið fylgt Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2021 07:52 Frá vettvangi við Dalsel um hádegisbil á föstudaginn. GUÐMUNDUR HJALTI STEFÁNSSON Ekkert bendir á þessu stigi til þess að verklagi lögreglu í atburðunum sem áttu sér stað í Dalseli á Egilsstöðum aðfararnótt föstudagsins hafi ekki verið fylgt. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem hafi rýnt í atburðina innanhúss. Þá segir að lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafi fengið sálræna aðstoð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögreglumaður skaut mann í kviðinn aðfaranótt föstudagsins eftir að tilkynning hafði borist um vopnaðan mann í íbúðarhúsi. Skothvellir höfðu þá heyrst og hafi þá ekki verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann nú kominn af gjörgæslu. Hafa fengið sálrænan stuðning Í tilkynningunni sem barst í morgun segir að lögregla á Austurlandi þakki öllum þeim sem hafi komið að aðgerð hennar og eftirmálum, meðal annars hvað varðar áfallahjálp og sálrænan stuðning. „Lögreglan telur brýnt að allir sem telja sig hafa þörf fyrir slíka aðstoð þiggi hana hjá fagaðilum, svo sem hjá félagsþjónustunni á Egilsstöðum eða Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þessir aðilar eru til þjónustu reiðubúnir og veita nánari leiðbeiningar. Þá er lögregla þakklát fyrir góðan bata þess er varð fyrir áverka í aðgerð hennar og biður þar fyrir góðar kveðjur. Lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafa fengið sálræna aðstoð en atvik sem þessi hafa áhrif á alla er að koma. Málavextir hafa verið rýndir innanhúss og er ekkert á þessu stigi sem bendir til að verklagi í málum sem þessum hafi ekki verið fylgt. Áréttað er að málið er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara,“ segir í tilkynningunni. Hugðist eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús í götunni en samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi. Lögreglan Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Tengdar fréttir Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem send var á fjölmiðla í morgun. Lögreglumaður skaut mann í kviðinn aðfaranótt föstudagsins eftir að tilkynning hafði borist um vopnaðan mann í íbúðarhúsi. Skothvellir höfðu þá heyrst og hafi þá ekki verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út og skotið að lögreglu – sem þá hafi skotið hann. Hann var svo fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og er hann nú kominn af gjörgæslu. Hafa fengið sálrænan stuðning Í tilkynningunni sem barst í morgun segir að lögregla á Austurlandi þakki öllum þeim sem hafi komið að aðgerð hennar og eftirmálum, meðal annars hvað varðar áfallahjálp og sálrænan stuðning. „Lögreglan telur brýnt að allir sem telja sig hafa þörf fyrir slíka aðstoð þiggi hana hjá fagaðilum, svo sem hjá félagsþjónustunni á Egilsstöðum eða Heilbrigðisstofnun Austurlands. Þessir aðilar eru til þjónustu reiðubúnir og veita nánari leiðbeiningar. Þá er lögregla þakklát fyrir góðan bata þess er varð fyrir áverka í aðgerð hennar og biður þar fyrir góðar kveðjur. Lögreglumenn sem að aðgerðinni komu hafa fengið sálræna aðstoð en atvik sem þessi hafa áhrif á alla er að koma. Málavextir hafa verið rýndir innanhúss og er ekkert á þessu stigi sem bendir til að verklagi í málum sem þessum hafi ekki verið fylgt. Áréttað er að málið er til rannsóknar hjá embætti héraðssaksóknara,“ segir í tilkynningunni. Hugðist eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar Skot mannsins hæfðu að minnsta kosti tvö hús í götunni en samkvæmt heimildum fréttastofu hugðist maðurinn eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Börn þeirra hafi verið í húsinu þegar manninn bar að garði, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þá herma heimildir fréttastofu einnig að maðurinn sé á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi.
Lögreglan Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Múlaþing Tengdar fréttir Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24
Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. 27. ágúst 2021 12:51