Flugumferðarstjórar semja og aflýsa verkfalli Eiður Þór Árnason skrifar 28. ágúst 2021 19:40 Ríkissáttasemjari auk fulltrúa Isavia og Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Ríkissáttasemjari Félag íslenskra flugumferðarstjóra skrifaði í dag undir nýjan kjarasamning við Isavia og hefur aflýst verkföllum sem voru fyrirhuguð voru í næstu viku. Kjarasamningurinn gildir til 1. október 2023 en haldnir hafa verið átján fundir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Stóð síðasti samningafundurinn í 27 klukkustundir með fundarhléi frá klukkan 4 til 11 í morgun. Frá þessu er greint á vef ríkissáttasemjara en flugumferðarstjórar boðuðu til verkfalls síðasta þriðjudag eftir árangurslausan sáttafund. Mikill meirihluti félagsmanna innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra studdu verkfallsboðunina og ætluðu þeir að leggja niður störf næsta þriðjudag og föstudag. Fulltrúar ferðaþjónustunnar höfðu lýst yfir áhyggjum af stöðunni en vinnustöðvunin hefði sett millilandaflug á Keflavíkurflugvelli úr skorðum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði á dögunum að verkföll væru það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaður landsins þyrfti ofan í glímuna við áhrif heimsfaraldurs. Til stóð að efna til fyrri vinnustöðvunarinnar á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun og hefði hún fyrst og fremst haft áhrif á morgunflug Icelandair frá Bandaríkjunum. Boðuðu síðast til vinnustöðvunar árið 2019 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á þriðjudag að ekki væri talið tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna. Það væri þó alvarlegt hversu oft verkfallsréttinum væri beitt á Íslandi miðað við það sem tíðkaðist víða annars staðar. Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að viðræðurnar hafi strandað á launaprósentum og ákvæðum um lengd samningstíma. Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Ferðaþjónusta Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir „Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
Kjarasamningurinn gildir til 1. október 2023 en haldnir hafa verið átján fundir í deilunni hjá ríkissáttasemjara. Stóð síðasti samningafundurinn í 27 klukkustundir með fundarhléi frá klukkan 4 til 11 í morgun. Frá þessu er greint á vef ríkissáttasemjara en flugumferðarstjórar boðuðu til verkfalls síðasta þriðjudag eftir árangurslausan sáttafund. Mikill meirihluti félagsmanna innan Félags íslenskra flugumferðarstjóra studdu verkfallsboðunina og ætluðu þeir að leggja niður störf næsta þriðjudag og föstudag. Fulltrúar ferðaþjónustunnar höfðu lýst yfir áhyggjum af stöðunni en vinnustöðvunin hefði sett millilandaflug á Keflavíkurflugvelli úr skorðum. Birgir Jónsson, forstjóri Play, sagði á dögunum að verkföll væru það síðasta sem ferðaþjónustan og flugiðnaður landsins þyrfti ofan í glímuna við áhrif heimsfaraldurs. Til stóð að efna til fyrri vinnustöðvunarinnar á milli klukkan fimm og tíu á þriðjudagsmorgun og hefði hún fyrst og fremst haft áhrif á morgunflug Icelandair frá Bandaríkjunum. Boðuðu síðast til vinnustöðvunar árið 2019 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á þriðjudag að ekki væri talið tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna. Það væri þó alvarlegt hversu oft verkfallsréttinum væri beitt á Íslandi miðað við það sem tíðkaðist víða annars staðar. Félag íslenskra flugumferðarstjóra boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Arnar Hjálmsson, formaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í vikunni að viðræðurnar hafi strandað á launaprósentum og ákvæðum um lengd samningstíma.
Fréttir af flugi Kjaramál Vinnumarkaður Ferðaþjónusta Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir „Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00 Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02 Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Sjá meira
„Það síðasta sem við þurfum núna“ „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. 24. ágúst 2021 22:00
Verkföll eru það síðasta sem ferðaþjónustan þarf á að halda Verkföll hjá flugumferðarstjórum væru það síðasta sem ferðaþjónusta og flugiðnaður landsins þarf á að halda að sögn Birgis Jónssonar, forstjóra PLAY. Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) ákveður í dag hvort ráðist verði í verkfallsaðgerðir á þriðjudaginn í næstu viku og skoða hvort greiða eigi atkvæði um frekari verkfallsaðgerðir á næstunni. 23. ágúst 2021 12:02
Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48