Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2021 20:00 Þórhildur Gyða segir að aldrei hafi komið til greina að samþykkja að þegja gegn greiðslu. Hún hefur áður lýst reynslu af líkamlegu ofbeldi og tók þátt í herferð Stígamóta, Sjúk ást, árið 2018. Kona, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallar eftir afsögn stjórnarmanna KSÍ. Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að hafa greint frá ofbeldisbroti leikmanns karlalandsliðsins og meintum þöggunartilburðum KSÍ. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt og krafið um afsögn vega málsins. Þórhildur tekur undir kröfur um afsögn og segir málið ekki einsdæmi innan sambandsins. „Ég veit að það eru önnur dæmi því miður. Það eru fleiri þolendur og að mínu mati erum við allt of margar þar sem það ætti ekki að vera neinn þolandi þessara manna. En þær eru fleiri já,“ sagði Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Hún segist vita af að minnsta kosti sex leikmönnum sem sakaðir hafi verið um ofbeldi. „Sex eða sjö, þá er ég bæði að tala um fyrrverandi og núverandi landsliðsmenn.“ Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að sambandið hafi boðið Þórhildi þagnarskyldusamning gegn greiðslu. Fréttastofa náði tali af Almari Möller, lögmanni leikmannsins, sem neitar að hafa komið fram sem lögmaður KSÍ í málinu. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Stjórn sambandsins hefur fundað stíft vegna málsins í dag en formaðurinn, Guðni Bergsson, neitaði fréttastofu um viðtal og sagði að yfirlýsingar væri að vænta. Þórhildur krefst þess að leikmenn sem kærðir hafa verið fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu. „Og að KSÍ velji ekki vísvitandi ofbeldismenn í liðið sitt. Þessi stjórn virðist vera óhæf um það. Þannig að til þess að fá það í gegn væri best að fá nýja stjórn í heildina.“ KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55 Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þórhildur Gyða Arnarsdóttir segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi eftir að hafa greint frá ofbeldisbroti leikmanns karlalandsliðsins og meintum þöggunartilburðum KSÍ. KSÍ hefur verið harðlega gagnrýnt og krafið um afsögn vega málsins. Þórhildur tekur undir kröfur um afsögn og segir málið ekki einsdæmi innan sambandsins. „Ég veit að það eru önnur dæmi því miður. Það eru fleiri þolendur og að mínu mati erum við allt of margar þar sem það ætti ekki að vera neinn þolandi þessara manna. En þær eru fleiri já,“ sagði Þórhildur Gyða Arnarsdóttir. Hún segist vita af að minnsta kosti sex leikmönnum sem sakaðir hafi verið um ofbeldi. „Sex eða sjö, þá er ég bæði að tala um fyrrverandi og núverandi landsliðsmenn.“ Forsvarsmenn KSÍ þvertaka fyrir að sambandið hafi boðið Þórhildi þagnarskyldusamning gegn greiðslu. Fréttastofa náði tali af Almari Möller, lögmanni leikmannsins, sem neitar að hafa komið fram sem lögmaður KSÍ í málinu. Hann vildi ekki veita fréttastofu viðtal í dag. Stjórn sambandsins hefur fundað stíft vegna málsins í dag en formaðurinn, Guðni Bergsson, neitaði fréttastofu um viðtal og sagði að yfirlýsingar væri að vænta. Þórhildur krefst þess að leikmenn sem kærðir hafa verið fyrir ofbeldisbrot verði fjarlægðir úr landsliðinu. „Og að KSÍ velji ekki vísvitandi ofbeldismenn í liðið sitt. Þessi stjórn virðist vera óhæf um það. Þannig að til þess að fá það í gegn væri best að fá nýja stjórn í heildina.“
KSÍ Kynferðisofbeldi MeToo Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46 Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31 KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55 Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Landsliðsmaður tekur undir gagnrýni á KSÍ Knattspyrnusamband Íslands hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að Guðni Bergsson, formaður sambandsins, neyddist til að draga orð sín til baka um að KSÍ hefði engar tilkynningar fengið um kynferðisbrot landsliðsmanna í fótbolta. Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta, er á meðal þeirra sem setur spurningamerki við starfshætti sambandsins. 28. ágúst 2021 12:46
Svona svaraði Guðni forseti þegar faðir þolanda sendi honum bréf Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, barst í mars 2018 bréf frá föður þolanda knattspyrnumanns í landsliði Íslands. Guðni svaraði bréfi föðurins og hafði í kjölfar samband við Guðna Bergsson, formann Knattspyrnusambands Íslands, þar sem þeir ræddu málið. 27. ágúst 2021 22:31
KSÍ þaggi hvorki niður ofbeldismál né hylmi yfir með gerendum Knattspyrnusamband Íslands vísar á bug dylgjum þess efnis að sambandið þaggi niður ofbeldismál eða hylmi yfir með gerendum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sambandinu til fjölmiðla. 17. ágúst 2021 13:55
Segir KSÍ hafa vitað af brotum leikmanna landsliðsins Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar Kennarasambands Íslands, segir KSÍ hafa vitað af nauðgun, heimilisofbeldi og fleiri brotum leikmanna íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. Hún segist hafa fengið miklar þakkir fyrir þá umræðu sem hún opnaði fyrr í dag. 13. ágúst 2021 19:51