Mætti heim til barnsföður kærustu sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. ágúst 2021 12:51 Frá vettvangi við Dalsel um hádegisbil. Guðmundur Hjalti Stefánsson Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík frá Egilsstöðum í gær eftir að lögregla skaut hann við Dalsel í útjaðri bæjarins í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlaði hann að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni og mætti þangað vopnaður. Fram kemur í tilkynningu í lögreglu á Austurlandi að tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu hafi borist um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann. Maðurinn hafi fengið aðhlynningu hjá lækni en svo verið fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans en samkvæmt upplýsingum fréttastofu særðist enginn annar í tengslum við málið. Lögregla á Austurlandi verst allra fregna af málinu og vísar á héraðssaksóknara, sem nú er með málið á sínu borði. Lið frá embættinu og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang strax í gærkvöldi og er við störf á vettvangi í Dalseli. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi, en þó ekki á Egilsstöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafi maðurinn komið vopnaður að húsinu í Dalseli, þar sem barnsfaðir kærustu hans er búsettur, í gærkvöldi. Atburðarásin er nokkuð óljós en skothvellur á vettvangi náðist á myndband, sem birt var á samfélagsmiðlinum TikTok og sjá má hér fyrir neðan. Þröstur Jónsson, íbúi að Dalseli, segist hafa heyrt smelli fyrir utan hús sitt í gærkvöldi. „Það stendur einhver maður á bak við bíl og er að bjástra og eins og maður gerir i sveitinni gengur maður að viðkomandi og fer að spjalla við hann. En ég var kominn út á miðja götu og það var eitthvað sem kippti við mér og sagði mér að hunskast inn í hús aftur. Sem ég gerði, sem betur fer.“ Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli. Þröstur segist hafa áttað sig á því síðar að þarna hafi maðurinn verið að hlaða haglabyssu. Síðar hafi gatan fyllst af lögreglumönnum og Þröstur svo séð að hús hans sé allt útsett skotgötum eftir manninn. „Ég sé árásarmanninn í rauninni aldrei fyrr en hann liggur í götunni en það fer þannig að það er lögreglumaður sem ég kannast ágætlega við. Hann stendur þarna, beinir byssu og biður viðkomandi að leggja niður vopn. Hann ítrekar það þrisvar og setur sig örugglega í mikla hættu þarna. Fer fram á alveg síðasta séns með að viðkomandi leggi niður vopn. Svo ríður bara skot af og ég sé að það liggur maður þarna í götunni í blóði sínu,“ segir Þröstur. Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu í lögreglu á Austurlandi að tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopninu hafi borist um klukkan tíu í gærkvöldi. Hann hafi þá verið í íbúðarhúsi þaðan sem skothvellir heyrðust. Ekki hafi þá verið vitað hvort aðrir væru í húsinu. Eftir um klukkustund hafi maðurinn komið vopnaður út, skotið að lögreglu - sem þá hafi skotið hann. Maðurinn hafi fengið aðhlynningu hjá lækni en svo verið fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans en samkvæmt upplýsingum fréttastofu særðist enginn annar í tengslum við málið. Lögregla á Austurlandi verst allra fregna af málinu og vísar á héraðssaksóknara, sem nú er með málið á sínu borði. Lið frá embættinu og tæknideild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu var sent á vettvang strax í gærkvöldi og er við störf á vettvangi í Dalseli. Samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn á fimmtugsaldri og búsettur í Múlaþingi, en þó ekki á Egilsstöðum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafi maðurinn komið vopnaður að húsinu í Dalseli, þar sem barnsfaðir kærustu hans er búsettur, í gærkvöldi. Atburðarásin er nokkuð óljós en skothvellur á vettvangi náðist á myndband, sem birt var á samfélagsmiðlinum TikTok og sjá má hér fyrir neðan. Þröstur Jónsson, íbúi að Dalseli, segist hafa heyrt smelli fyrir utan hús sitt í gærkvöldi. „Það stendur einhver maður á bak við bíl og er að bjástra og eins og maður gerir i sveitinni gengur maður að viðkomandi og fer að spjalla við hann. En ég var kominn út á miðja götu og það var eitthvað sem kippti við mér og sagði mér að hunskast inn í hús aftur. Sem ég gerði, sem betur fer.“ Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli. Þröstur segist hafa áttað sig á því síðar að þarna hafi maðurinn verið að hlaða haglabyssu. Síðar hafi gatan fyllst af lögreglumönnum og Þröstur svo séð að hús hans sé allt útsett skotgötum eftir manninn. „Ég sé árásarmanninn í rauninni aldrei fyrr en hann liggur í götunni en það fer þannig að það er lögreglumaður sem ég kannast ágætlega við. Hann stendur þarna, beinir byssu og biður viðkomandi að leggja niður vopn. Hann ítrekar það þrisvar og setur sig örugglega í mikla hættu þarna. Fer fram á alveg síðasta séns með að viðkomandi leggi niður vopn. Svo ríður bara skot af og ég sé að það liggur maður þarna í götunni í blóði sínu,“ segir Þröstur.
Múlaþing Lögreglumál Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21 Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10 Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu Sjá meira
Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum. 27. ágúst 2021 12:21
Nýnemavígsla í skóginum þegar skotum var hleypt af í Dalseli Á sama tíma og skotum var hleypt af á Egilsstöðum í gær voru nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum staddir á nýnemavígslu í Selskógi skammt frá. Sumir þeirra töldu sig heyra þegar skotum var hleypt af. 27. ágúst 2021 12:10
Íbúi í húsi sem skotið var á: „Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta útverfi Egilsstaða“ „Húsið er allt sundurskotið. Það eru þrír gluggar hérna í húsinu sundurskotnir. Maður á ekki von á villta vestrinu hérna í ysta úthverfi Egilsstaða. Kannski í Reykjavík, en ekki hér.“ 27. ágúst 2021 08:48