Tvöfalt heilbrigðiskerfi í boði ráðherra Unnur Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:31 Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Heilbrigðismál Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun