Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira