Vextir gætu hækkað enn frekar á næstunni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 13:32 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vísir/Vilhelm Að óbreyttu getur vaxtastig ekki haldist eins lágt og það er í dag að sögn seðlabankastjóra. Meginvextir bankans voru hækkaðir í morgun og frekari vaxtahækkanir gætu verið framundan. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði í morgun vexti bankans um 0,25 prósentustig og eru þeir nú 1,25 prósent. Hækkunin er þvert á spár Íslandsbanka og Landsbankans sem töldu að vextir yrðu óbreyttir vegna óvissu um efnahagsleg áhrif sóttvarnaraðgerða. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að gripið hafi verið til vaxtahækkunar þar sem hagkerfið sé að vaxa mjög hratt um þessar mundir. „Á síðasta ári tókum við þá ákvörðun að lækka mjög hratt niður til þess að örva hagkerfið. Það hefur heppnast svona ljómandi vel. Allar vísbendingar benda til þess að við séum að fá kröftuga viðspyrnu og kröftugan vöxt.“ Nú sé komið að því að draga þennan slaka til baka að einhverju leyti. Vextir voru lækkaðir niður í sögulegt lágmark í fyrra, eða 0,75 prósent. Segja má að vaxtahækkunarferli sé nú hafið þar sem vextir voru hækkaðir í eitt prósent í vor og nú í 1,25 prósent. Leiði til hærri húsnæðiskostnaðar Ákvörðun Seðlabankans mun vafalaust leiða til hækkunar á vöxtum íbúðalána, líkt og sú síðasta, en seðlabankastjóri segir næstu skref í ferlinu ekki liggja fyrir. Vextir gætu hækkað frekar á næstunni en mögulega verði til framtíðar hægt að halda þeim lægri en verið hefur í sögulegu samhengi. Það velti þó á samvinnu stjórnvalda, vinnumarkaðarins og seðlabankans. „Ef þessir þrír aðilar ná að vinna saman þá getum við séð lægri vexti til framtíðar,“ segir Ásgeir. En vextir gætu þó ekki haldist eins lágir og þeir eru núna? „Ekki miðað við stöðuna í dag.“ „Raunvextir í landinu eru mínus 2,5 prósent. Við höfum ekki séð svona raunvexti síðan fyrir einhverjum áratugum. Þetta er bara að opna nýja möguleika fyrir fólk og fyrirtæki að gera nýja hluti. Við þurfum með einhverjum hætti að róa kerfið aðeins niður,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenska krónan Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira