Sammála því að tilefni sé til að slaka á Birgir Olgeirsson skrifar 24. ágúst 2021 12:02 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra er sammála sóttvarnalækni um að tilefni sé til að slaka á sóttvarnareglum. Sóttvarnalæknir hafi verið samstíga henni að heimila notkun sjálfsprófa, þótt hann mælti ekki með því. Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Sóttvarnalæknir vinnur að minnisblaði til heilbrigðisráðherra þar sem hann mun leggja til næstu sóttvarnaaðgerðir. Ráðherra á von á minnisblaðinu í dag. Hún sér fram á að hægt verði að slaka á reglum þegar núverandi reglugerð rennur út á föstudag. „Það lítur út fyrir að bylgjan sé á undanhaldi og við séum að ná tökum á því. Við sjáum greinileg merki að hún sé á niðurleið og hlutfall þeirra sem veikjast er lægra eftir að við vorum bólusett. En um leið sjáum við að þolmörk spítalans eru nálægt okkur en við höfum ráðist í ýmsar ráðstafanir til að styðja spítalann í því að geta axlað þetta hlutverk sitt,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Sextíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Þrjátíu og átta greindust utan sóttkvíar eða 63,3 prósent en tuttugu og tveir voru í sóttkví eða 36,7 prósent. Nú liggja tuttugu og tveir á spítala vegna covid 19 veikinda þar af sjö á gjörgæslu eins og í gær. Samstíga varðandi sjálfsprófin Ráðherra heimilaði í gær notkun sjálfsprófa fyrir kórónuveiruna. Hún segir sóttvarnalækni hafa verið samstíga þeirri ákvörðun. „Hans afstaða til sjálfsprófa er að hann mælir ekki með þeim en leggst heldur ekki gegn þeim. Í þessu samfélagi þjóða sem við erum í er fólk með sjálfspróf og getur keypt þau erlendis. Við töldum vænlegra að setja notkun sjálfsprófa í reglugerð þannig að við værum með eitthvað regluverk utan um þau. Þessi breyting á reglugerðin sem var undirrituð í gær, Þórólfur fór yfir hana og var samstíga mér að gera þetta með þessum hætti.“ Ekki miklar takmarkanir Aðspurð um hvort Svandís sé farin að skynja sóttvarnaþreytu meðal þjóðarinnar þá segir hún takmarkanir á Íslandi í raun ekki vera mjög miklar ef það er horft til nágrannalanda. „Það sem hefur verið mest umræða um núna upp á síðkastið, frekar en þessi fjöldamörk, er umræðan um sóttkví og hvernig hún komi niður á ýmiss konar starfsemi. Enda hefur reglugerðum um sóttkví verið breytt,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24 Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53 Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24 Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Svona notar þú sjálfspróf Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að heimila notkun sjálfsprófa hér á landi. Fréttamaður Stöðvar 2 ákvað að sýna landanum hvernig prófin eru notuð. 23. ágúst 2021 21:24
Heimila notkun hrað- og sjálfsprófa með 90 prósent næmi Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að breyta reglugerð um starfsemi rannsóknarstofa sem stunda greiningu á sjúkdómum sem sóttvarnalög taka til. Með breytingunni verður ekki lengur skylda að rannsóknarstofa með starfsleyfi sjái um allar greiningar sem gerðar eru með hraðprófum hér á landi. 23. ágúst 2021 16:53
Líst ekki vel á sjálfsprófin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lýst efasemdum um ágæti svokallaðra sjálfsprófa sem verkfæri í baráttunni við kórónuveiruna. Hann segist hafa séð margar rannsóknir á þessum prófum og því miður sé næmið á þeim ekki nógu gott. 23. ágúst 2021 08:24